fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Þýskaland

Leiðtogalausir Þjóðverjar ræða hvort skylda eigi fólk í bólusetningu

Leiðtogalausir Þjóðverjar ræða hvort skylda eigi fólk í bólusetningu

Pressan
15.11.2021

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í mikilli sókn í Þýskalandi að undanförnu og í síðustu viku var met slegið hvað varar fjölda smita á einum degi og andlátum hefur einnig fjölgað. En Þjóðverjar eiga erfitt með að taka á faraldrinum af festu vegna óvissu í stjórnmálum. Viðkvæmar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar standa yfir og má segja Lesa meira

Alvarlega veikir COVID-19-sjúklingar fluttir til Danmerkur og Þýskalands

Alvarlega veikir COVID-19-sjúklingar fluttir til Danmerkur og Þýskalands

Pressan
08.11.2021

Á laugardaginn var flogið með tvo alvarlega veika COVID-19-sjúklinga frá Rúmeníu til Danmerkur og þeir lagðir inn á gjörgæsludeild í Háskólasjúkrahússins í Árósum.  Þeir voru fluttir með herþyrlum á milli landanna. Um er að ræða ungt fólk. Ole Thomsen, forstjóri hjá Region Midtjylland, sagðist hafa fengið upplýsingar um að rúmenska heilbrigðiskerfið sé komið að fótum fram og við það að Lesa meira

11 íbúar dvalarheimilis aldraðra hafa látist í kórónuveirufaraldri á heimilinu

11 íbúar dvalarheimilis aldraðra hafa látist í kórónuveirufaraldri á heimilinu

Pressan
04.11.2021

11 íbúar á dvalarheimili aldraðra í Brandenburg í austurhluta Þýskalands hafa látist síðustu daga af völdum COVID-19. 59 íbúar og starfsmenn hafa greinst með veiruna. Aðeins helmingur starfsfólks dvalarheimilisins er bólusett gegn kórónuveirunni. Deutsche Welle skýrir frá þessu. „Þetta er mjög, mjög óþægileg afhjúpun. Það er einmitt þetta sem við vildum ekki sjá á nýjan leik,“ sagði Ursula Nonnenmacher, heilbrigðisráðherra sambandsríkisins, um Lesa meira

Segir „stóran“ faraldur geisa meðal óbólusettra Þjóðverja

Segir „stóran“ faraldur geisa meðal óbólusettra Þjóðverja

Pressan
04.11.2021

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði í gær að „stór“ faraldur kórónuveirunnar geisi nú meðal óbólusettra landsmanna. Hann lét einnig í ljós óánægju sína með hversu margir eru óbólusettir og hafa ekki í hyggju að láta bólusetja sig. Hann sagði fjórðu bylgju faraldursins geisa „með óvenjulega miklum krafti“. „Núna upplifum við aðallega faraldur meðal óbólusettra og hann Lesa meira

Ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karla

Ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karla

Pressan
29.10.2021

66 ára þýskur karlmaður er nú fyrir rétti í Þýskalandi ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karlmenn með því að framkvæma ólöglegar aðgerðir á kynfærum þeirra. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði gert þetta að beiðni mannanna. Aðgerðirnar gerði hann á eldhúsborðinu heima hjá sér. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði Lesa meira

Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að láta 5 ára stúlku deyja úr þorsta

Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að láta 5 ára stúlku deyja úr þorsta

Pressan
26.10.2021

Þýskur dómstóll dæmdi í gær Jennifer Wenisch, 30 ára, í 10 ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hún gekk til liðs við Íslamska ríkið í Írak. Þar lét hún fimm ára stúlku af ættum Jasída  deyja úr þorsta. Dómstólinn fann hana seka um að hafa verið félagi í hryðjuverkasamtökum og hlutdeild í morði og glæpi gegn Lesa meira

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Pressan
15.10.2021

Mikil fjölgun hefur orðið á komum förufólks til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi og í gegnum Pólland. Frá því í ágúst hafa rúmlega 4.300 manns komið þessa leið. Flestir frá Írak, Sýrland, Jemen og Íran. Þýska sambandslögreglan skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Frá því í janúar og fram í júlí komu 26 manns þessa leið. Í ágúst Lesa meira

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þýsku kosningunum

Pressan
27.09.2021

Þýskir jafnaðarmenn hlutu flest atkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Flokkur jafnaðarmanna, SPD, fékk 25,8% atkvæða samkvæmt tölum sem ARD birti. Miðjuhægriblokkin, CDU og CSU, fengu 24,1%. Græningjar fengu 14,6% atkvæða og Frjálslyndir, FDV, 11,5%. Hægri sinnaði popúlistaflokkurinn AfD hlaut 10,4% atkvæða. Armin Laschet, kanslaraefni CDU/CSU, og Olaf Scholz, kanslaraefni SPD, ávörpuðu stuðningsmenn sína í gærkvöldi og sögðust báðir ætla sér að mynda ríkisstjórn og Lesa meira

Afgreiðslumaður skotinn til bana – Bað viðskiptavin um að nota andlitsgrímu

Afgreiðslumaður skotinn til bana – Bað viðskiptavin um að nota andlitsgrímu

Pressan
21.09.2021

Á laugardaginn gekk 49 ára Þjóðverji inn á bensínstöð í Idar–Oberstein, sem er í vesturhluta Þýskalands, til að kaupa bjór. Hann notaði ekki andlitsgrímu eins og skylt er að gera samkvæmt sóttvarnarreglum í landinu. Þegar hann kom með bjórinn að afgreiðsluborðinu sagði tvítugur afgreiðslumaðurinn honum að það væri skylda að nota andlitsgrímu. Maðurinn yfirgaf þá bensínstöðina Lesa meira

Facebook eyddi aðgöngum þýskra bóluefnaandstæðinga

Facebook eyddi aðgöngum þýskra bóluefnaandstæðinga

Pressan
17.09.2021

Facebook hefur eytt tæplega 150 aðgöngum einstaklinga og hópa í Þýskalandi sem tengjast þýsku hreyfingunni Querdenken. Facebook tilkynnti þetta í gær. Meðlimir Querdenken eru aðallega efasemdarfólk um bóluefni og öfgahægrimenn. Talsmenn Facebook segja að Querdenken haldi á lofti samsæriskenningum um að sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldursins svipti almenna borgara frelsi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem Facebook grípur til beinna aðgerða gegn hreyfingunni. Nathaniel Gleicher, yfirmaður öryggismála hjá Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af