fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Þýskaland

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Pressan
26.10.2020

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, telur að að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði tilbúið í upphafi næsta árs og að hægt verði að bólusetja stóran hluta þýsku þjóðarinnar innan sjö mánaða. Þetta sagði hann í samtali við Der Spiegel. Hann sagði jafnframt að Þýskalandi geti selt eða jafnvel gefið afgang af bóluefninu til annarra ríkja. „Auðvitað er best Lesa meira

Gleymdi eiginkonunni á áningarstaðnum – „Hún sefur í aftursætinu“

Gleymdi eiginkonunni á áningarstaðnum – „Hún sefur í aftursætinu“

Pressan
26.10.2020

Það kemur auðvitað fyrir að fólk gleymi einhverju þegar stoppað er á bensínstöðvum eða öðrum áningarstöðum við þjóðveginn, sérstaklega ef um langferð er að ræða og fólk er orðið þreytt. En það hlýtur að vera ansi óvenjulegt að menn gleymi eiginkonunni og uppgötvi það ekki fyrr en lögreglan bendir viðkomandi á það. Þetta gerðist einmitt Lesa meira

Öfgahægrisinnar kaupa fasteignir í gamla Austur-Þýskalandi

Öfgahægrisinnar kaupa fasteignir í gamla Austur-Þýskalandi

Pressan
25.10.2020

Þýskir öfgahægrisinnar vilja koma sér upp skrifstofum á landsbyggðinni. Nú kaupa þeir fasteignir eða leigja í dreifbýli í því sem eitt sinn var Austur-Þýskaland. Í heildina eru nýnasistar og aðrir hópar öfgahægrisinna með 146 fasteignir á leigu eða eiga þær. Í þessum fasteignum halda þeir fundi, tónleika, skemmtanir, stunda bardagaíþróttir og breiða út lygar um Lesa meira

Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði

Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði

Pressan
13.10.2020

Þegar 53 ára Þjóðverji missti móður sína byrjaði hann að fara reglulega í kirkjugarðinn í Bad Soden. Svo virðist sem einmanaleiki hafi orðið honum einhverskonar hvatning eða ástæða til að opna grafir og stela mannabeinum og duftkerum. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi undarlega hegðun mannsins hafi byrjað 2017. Hann sótti síðan um starf sem Lesa meira

Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny

Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny

Pressan
09.10.2020

Frönsk og þýsk stjórnvöld munu leggja til að refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim aðilum sem talið er að hafi staðið á bak við morðtilræðið við rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við tilræðið. Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sent öðrum aðildarríkjum ESB Lesa meira

Mesti fjöldi smita í Þýskalandi mánuðum saman

Mesti fjöldi smita í Þýskalandi mánuðum saman

Pressan
09.10.2020

Gærdagurinn var slæmur hvað varðar fjölda nýsmita af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, í Þýskalandi og var fjöldi nýrra smita sá mesti mánuðum saman. Alls greindust 4.058 smit en voru 2.828 á miðvikudaginn. Ef þessi þróun heldur áfram gæti daglegur fjöldi nýrra smita farið yfir 10.000. BBC segir að aukningin á milli daga sé sú mesta síðan í apríl. Lesa meira

Kórónuveirusmitaður fjölskyldufaðir stóðst ekki mátið og fór á McDonalds með alla fjölskylduna

Kórónuveirusmitaður fjölskyldufaðir stóðst ekki mátið og fór á McDonalds með alla fjölskylduna

Pressan
28.09.2020

Þýskur fjölskyldufaðir sem vissi vel að hann var smitaður af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, réði ekki við sig og fór á McDonalds skyndibitastað með alla fjölskylduna nýlega. Þetta gerði hann þrátt fyrir að yfirvöld í Rendsburg hefðu fyrirskipað honum að vera í sóttkví. En það var greinilega svo aðkallandi að fá sér hamborgara að maðurinn fór á McDonalds með eiginkonu sinni og Lesa meira

Næstum þriðji hver Þjóðverji telur að leynileg öfl stýri heiminum

Næstum þriðji hver Þjóðverji telur að leynileg öfl stýri heiminum

Pressan
25.09.2020

Þjóðverjar hafa verið iðnir við að mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og samsæriskenningar eiga upp á pallborðið hjá mörgum. Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að þriðji hver Þjóðverji telur öruggt eða líklegt að heiminum sé stýrt af leynilegum öflum. Það var Konrad Adenauser-Stiftung sem gerði könnunina. Í ljós kom að 11% eru vissir um að „til Lesa meira

Heimsfaraldurinn gerir út af við stærsta vændishús Evrópu

Heimsfaraldurinn gerir út af við stærsta vændishús Evrópu

Pressan
09.09.2020

Frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út hefur vændi verið ólöglegt í Þýskalandi. Það hefur nú leitt til þess að stærsta vændishús landsins og um leið Evrópu hefur lagt upp laupana. Vændishúsið heitir Pascha og er í Köln. Armin Lobscheid, forstjóri þessa tíu hæða vændishúss, segir að það sé komið að endalokum starfsemi þess. 120 vændiskonur hafa starfað í húsinu Lesa meira

11 ára sendi besta vini sínum skilaboð – „Öll systkin mín eru dáin“

11 ára sendi besta vini sínum skilaboð – „Öll systkin mín eru dáin“

Pressan
07.09.2020

Á föstudaginn fundust lík fimm systkina á heimili þeirra í Sollingen í Þýskalandi. Móðir þeirra er grunuð um að hafa myrt þau. Hún reyndi síðan að taka eigið líf en það mistókst. 11 ára barn lifði harmleikinn af. Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla er það drengur og er hann sagður hafa sent besta vini sínum skilaboð Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af