Þorsteinn Pálsson skrifar: Leyndarmál forsætisráðherra
EyjanFastir pennar„Það verður að teljast stórmerkilegt að íslenskar launþegahreyfingar gefi stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu og frekari opnun fyrir alþjóðaviðskiptum ekki meiri gaum. Gleymum því ekki að stóra lífsgæðastökkið á Íslandi hófst þegar við gengum inn í EES fyrir um 30 árum síðan. Svigrúm til frekari umbóta er til staðar og stórir hagsmunir undir. Gjaldmiðillinn og gengisstöðugleikinn; Lesa meira
Þorsteinn segir íslensku krónuna ekki uppfylla skilyrði fullburða gjaldmiðils – Heimilin og fyrirtækin borga það dýru verði
EyjanÞorsteinn Pálsson dregur upp dökka mynd af íslensku krónunni sem gjaldmiðli í pistli sínum Af kögunarhóli á Eyjunni í dag. . Hann bendir á að gjaldmiðill gegnir þríþættu hlutverki en íslenska krónan uppfyllir tæplega eitt af þremur skilyrðum til að teljast fullgildur gjaldmiðill. Til að gjaldmiðill teljist gegna hlutverki sínu þarf eftirfarandi að gilda: Fólk þarf að Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Uppreisn gegn ójöfnuði
EyjanFastir pennarÍ síðustu viku neyddist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri til að endurvekja hlutverk verðtryggðu krónunnar; tveimur árum eftir að hann taldi þjóðinni í trú um að hún hefði verið lögð til hinstu hvíldar. Verðtryggða krónan er í raun sérstakur gjaldmiðill. Enginn veit betur en seðlabankastjóri hvers kyns gallagripur hún er. Nærri má geta að það hafi verið Lesa meira
Segir hluthafa í samkeppnisfyrirtæki aldrei myndu samþykkja þann óþarfa fjármagnskostnað sem fjármálaráðherra vill að íslenska ríkið greiði
EyjanÞorsteinn Pálsson segir afstöðu fjármálaráðherra og flokks hans leiða til þess að sumir njóti betri kjara á fjármálamörkuðum en aðrir og íslenska ríkið greiði miklu hærri fjárhæðir í vexti en þörf væri á – fjárhæðir sem nota mætti í heilbrigðis- og velferðarkerfið. „Ríkissjóður Íslands greiðir hærra hlutfall af þjóðarútgjöldum í vexti en skuldugustu ríki Evrópu. Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjú sjónarhorn á skattheimtu
EyjanFastir pennarFjárlagaumræðan endurspeglar ekki stórvægilegan ágreining um markmið í heilbrigðismálum og velferðarþjónustu. Leiðir skilja fyrst og fremst þegar kemur að skattheimtu. Eftir að fjárlagaumræðunni lauk á Alþingi hafa þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, í grein hér á Eyjunni, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, í rökræðum á Sprengisandi, lýst afstöðu til Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Upprás næstu stjórnar
EyjanFastir pennarUmræðan um stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi var eins konar sambland af svanasöng og upprás fyrir málefnagrundvöll næstu ríkisstjórnar. Þá ályktun má draga af umræðunni að nú gefist flokkum í stjórnarandstöðu rúmur tími til að horfa lengra fram á við og ræða hugmyndir um málefnagrundvöll næstu ríkisstjórnar meðan þingmenn stjórnarflokkanna sjá sjálfir Lesa meira
Þorsteinn segir Bjarna hafa farið í kollhnís með samgöngusáttmálann og þar með grafið undan trúverðugleika sínum og Sjálfstæðisflokksins
EyjanÞorsteinn Pálsson segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa farið í kollhnís varðandi samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og rýrt eigin trúverðugleika og Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn fjallar um kúvendingar Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu og kollhnís Bjarna varðandi samgöngusáttmálann af kögunarhóli á Eyjunni í dag. Þorsteinn segir allt benda til þess að ákvörðun matvælaráðherra um að banna hvalveiðar með hálfs sólarhrings fyrirvara Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýmæli og fádæmi
EyjanFastir pennarVaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku færði íslensku krónuna fjær krónum og evru annarra Norðurlanda og nær rússneskri rúblu. Ef til vill er það mest brennandi umhugsunarefnið. En fáum hefur þó orðið tíðrætt um það. Eigi að síður urðu athyglisverð vatnaskil í viðbrögðum stjórnvalda og verkalýðshreyfingar. Forseti ASÍ setti málið í víðara efnahagslegt samhengi en áður Lesa meira
Þorsteinn Pálsson: Ríkisstjórnin komin á málefnalega endastöð – nú gefst tækifæri til að undirbúa málefnagrundvöll næstu ríkisstjórnar
Eyjan„Útlendingar sem lögum samkvæmt hafa ekki rétt til að vera í landinu eiga rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga í ótilgreindan tíma. Þau mega hins vegar ekki að nota útsvarspeninga í þetta verkefni,“ skrifar Þorsteinn Pálsson um pattstöðuna sem komin er upp í útlendingamálum af kögunarhóli á Eyjunni í dag. „Þeim er því skylt að sækja tekjuskattspeninga Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunsæ undirstaða mannúðarstefnu
EyjanFastir pennarEftir sex ára reipdrátt um útlendingamál sættust stjórnarflokkarnir á málamiðlun í vor. Dómsmálaráðherra taldi sig hafa unnið áfangasigur með því að afnema rétt útlendinga til félagsþjónustu þrjátíu dögum eftir að þeim hefur endanlega verið synjað um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra leit hins vegar svo á að breytingin þrengdi ekki rétt útlendinga til lengri dvalar, heldur víkkaði Lesa meira