Orðið á götunni: Hvað hafa hvalirnir unnið til saka?
EyjanOrðið á götunni er að vandræðaástandi í ríkisstjórninni magnist nú dag frá degi. Við blasir að vantrauststillaga verði lögð fram á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna þeirrar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að hún hafi brotið bæði lög og meðalhófsreglu með fyrirvaralausu hvalveiðibanni í júní á síðasta ári. Einnig blasir við að ýmsir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna, fyrst Lesa meira
Á þriðja hundrað manns á biðlista eftir fangelsisvist
FréttirÁ vef Alþingis hefur verið birt svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur þingmanns Viðreisnar um biðlista eftir afplánun í fangelsi og fangelsisrými. Í svarinu kemur fram að alls séu á þriðja hundrað manns á biðlistanum og að karlar séu í yfirgnæfandi meirihluta. Í svarinu kemur fram að á listanum séu 238 karlar Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Þetta þarf ekki að vera svona
EyjanSíðar í dag fer fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um fjárlög ríkisins fyrir næsta ár. Á meðan mikil verðbólga og ævintýralega háir vextir á lánum bíta heimili og fyrirtæki er mantra ríkisstjórnarinnar að hér sé allt í miklum sóma. Við bara sjáum það ekki. Stærsta viðfangsefnið er að ná tökum á verðbólgunni. Ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Er hún svo frábær, þessi íslenska sveifla?
EyjanÍslenska efnahagskerfið er leiksvið öfga. Kaupmáttur er stundum í hæstu hæðum en aldrei lengi. Fasteignamarkaðurinn er ýmist á yfirsnúningi eða við frostmark. Gengi krónunnar sveiflast upp og niður. Verðbólga og vaxtakostnaður heimilanna sömuleiðis. En jafnvel þegar vextir voru hvað lægstir hér þá voru þeir samt tvöfalt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þessi óstöðugleiki er ofboðslega Lesa meira
Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum
EyjanÁ síðustu árum hafa 275 refsidómar fyrnst hér á landi, þar af fjórir kynferðisbrotadómar og 31 dómur fyrir ofbeldisbrot. Síðasta haust biðu 279 karlar á biðlistum eftir afplánun vegna fangelsisdóma sem dómstólar landsins hafa kveðið upp. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddi um ömurlegt ástand í fangelsismálum undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag. „Síðasta haust Lesa meira
Segir ríkisstjórnina svíkja millistéttina – mestu yfirdráttarvextir heimila síðan í hruninu
EyjanÍ sérstakri umræðu sem um áhrif vaxtahækkana á heimilin á Alþingi í vikunni beindi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þremur spurningum til fjármálaráðherra: Stýrivextir á Íslandi eru rúmlega tvöfaldir á við meðaltal í öðrum háþróuðum ríkjum OECD. Þrátt fyrir það helst verðbólga á Íslandi há með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilin. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur af hálfu Seðlabanka verið Lesa meira
Nærri 250 fyrirtæki gera upp í erlendri mynt – þar af þrjú ríkisfyrirtæki
EyjanAlls hafa 236 einkafyrirtæki og einkafélög heimild til að færa bókhald í erlendum gjaldmiðli og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu. Þetta kemur fram í skriflegu svari Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. Þá kemur fram að þrjú opinber fyrirtæki hafa heimild til að Lesa meira
Segir fjórfaldar sveiflur í kaupmætti á ábyrgð ríkisstjórnar sem hlustar ekki lengur á fólkið í landinu
EyjanKaupmáttur meðallauna á Íslandi hefur sveiflast fjórum sinnum meira á Íslandi síðustu 20 ár en að meðaltali innan OECD. „Þetta er hin íslenska sveifla sem stjórnvöld tala jafnan um að sé góð. Sú skýring speglar að ríkisstjórnin hlustar ekki lengur á fólkið í landinu. Almenningur er orðinn langþreyttur á þessu ástandi. Ekkert lát er hins Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Einstök verðbólga, einstakir vextir, einstakir skattar
EyjanHvert sem komið er talar fólk um heimilisbókhaldið og ævintýralega háa vexti. Tugþúsundir finna fyrir hærri afborgunum af húsnæðislánum og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láni mánaðarlega. Bjargirnar eru sagðar að flytja fólk yfir í séríslensk verðtryggð lán þar sem verðbólga leggst ofan á höfuðstól láns og Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Sólarhringur af auðmýkt
EyjanÞegar rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi þjóðinni auðmjúkur frá afsögn sinni vegna afdráttarlausrar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um lögbrot hans við sölu á Íslandsbanka höfðu nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins mótmælt niðurstöðu umboðsmanns. Sólarhrings auðmýktinni var lokið. Helstu tíðindin af blaðamannafundi fjármálaráðherra voru þegar betur var að gáð hvaða ráðherrastóll myndi bíða hans í lok Lesa meira