Ríkisstjórnin geti ekki klárað nein mál lengur – Vonlaust hjónaband og Íslandsmet í væli
EyjanÞorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spyr hvar virðing ríkisstjórnarflokkanna fyrir verkefni sínu sé. Fulltrúarnir séu eins og óhamingjusöm hjón sem séu að setja Íslandsmet í væli. „Enginn hefur áhuga á rifrildi ríkisstjórnarinnar sem ómar um allt land sem aldrei fyrr. Það er offramboð af greinum og facebook-statusum þar sem stjórnarliðar kvarta undan samstarfinu,“ segir Þorbjörg Lesa meira
Þorbjörg Sigríður: Hroki og hræsni utanríkisráðherra og ríkisstjórnar gagnvart nýkjörnum forseta og Úkraínu
EyjanÞorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, harðlega fyrir hræsni hennar og ríkisstjórnarinnar í málefnum Úkraínu í færslu á Facebook síðu sinni í morgun. Tilefnið er grein utanríkisráðherra í Morgunblaði dagsins um það hvers vegna Ísland styðji vopnakaup fyrir Úkraínu. Túlka má orð ráðherrans í greininni sem beina gagnrýni á nýkjörinn Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Ævintýraleg gaslýsing að neita að ræða gjaldmiðilinn
EyjanÞað er ævintýraleg gaslýsing að neita að ræða gjaldmiðilinn í landi sem er með mestu og þrálátustu verðbólguna, mestu sveiflurnar og þjakað af fákeppni vegna þess að erlend fyrirtæki vilja ekki koma með starfsemi hingað vegna ótrausts gjaldmiðils. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. „Ég meina, Sjálfstæðisflokkurinn, sem leggur Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Við eigum öll þennan kennara sem breytti lífi okkar
EyjanSkólinn er okkar besta jöfnunartæki en til að það virki þarf að passa upp á hópastærðir og sjá til þess að kennarar fái að vinna vinnuna sína. Hver sá sem farið hefur í gegnum grunnskóla á þennan kennara sem breytti lífi hans. Þessi kennari á skilið að stjórnvöld horfi til þess hve mikilvægt starf hann Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Metnaður og kraftur í skólunum en dapurlegt sinnuleysi stjórnvalda
EyjanUndarlegt er að ekki megi mæla árangur nemenda í skólum á sama tíma og þessir sömu nemendur taka þátt í keppnisíþróttum þar sem árangur er mældur á mótum. Mikill metnaður og kraftur er ríkjandi í skólum landsins en dapurlegt sinnuleysi ræður ríkjum hjá stjórnvöldum. Mikilvægt er að fá endurgjöf á skólastarfi, mælingar, sem í eina Lesa meira
Þorbjörg Sigríður: Hvernig jöfnunartæki er skóli sem ekki kennir börnum að lesa?
EyjanRíkisstjórnin sem heldur blaðamannafundi af minnsta tilefni, jafnvel engu, ef það hentar henni, hefur ekki séð ástæðu til að halda blaðamannafund um þá falleinkunn sem íslenskt skólakerfi fær í PISA mælingum, nú síðast á þessum vetri. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim börnum sem koma út úr slíku skólakerfi. Einnig er ástæða til Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: 10 ára lausung í löggæslu á vakt Sjálfstæðisflokksins
EyjanÁ sama tíma og milljörðum er bruðlað í að fjölga ráðuneytum út af pólitískri refskák við stjórnarmyndun er löggæslan í landinu fjársvelt. Tómt mál er fyrir nýjan dómsmálaráðherra að tala um aðgerðir gegn skipulegri glæpastarfsemi ef almenna löggæslan er í molum. Þá er heilbrigðiskerfið fjársvelt á meðan helsta verkefni stjórnvalda ætti að vera að tryggja Lesa meira
Þorbjörg Sigríður: Seðlabankastjóri er spegill á óstöðugleikann og áhyggjur fólks af því hvað gerist næst
EyjanHér á Íslandi virðist vera sjálfvirkni í því að hækka skatta og búa til nýja hvort sem þörf er á því eða ekki. Sárlega vantar fleiri frjálslyndar raddir á Alþingi sem tala fyrir hófsemi í skattlagningu. Óeðlilegt er að almenningur fylgist með stýrivaxtaákvörðunum Seðlabankans eins og um íþróttakappleik sé að ræða. Einnig er óeðlilegt að Lesa meira
Varpar ljósi á sláandi fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu
FréttirFærri lögreglumenn starfa nú á höfuðborgarsvæðinu en þegar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað hefur gríðarleg fólksfjölgun orðið á höfuðborgarsvæðinu og starfsumhverfi lögreglu þyngst. Hvernig má þetta Lesa meira
Ráðherra sammála því að málefni lögreglu séu í lamasessi – ætlar að hefja undirbúning stefnumótunar
EyjanÁ Alþingi í vikunni spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, dómsmálaráðherra út í fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu, en frá 2007 þegar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað og fram til 2023 fækkaði lögreglumönnum þar úr 339 í 297 þrátt fyrir mikla fólksfjölgun á svæðinu, en íbúar eru nú um 250 þúsund. Þorbjörg Sigríður spurði hvort Lesa meira