fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024

Tekjublað DV

Tekjublað DV: Leikhússtjóri með fortíð

Tekjublað DV: Leikhússtjóri með fortíð

Fréttir
03.06.2018

Ari Matthíasson 1.113.796 kr. á mánuði Ari Matthíasson, fyrrverandi leikari, hefur gegnt embætti þjóðleikhússtjóra síðan árið 2015 og komið þar að mörgum verkum. Frá árinu 2010 starfaði hann sem framkvæmdastjóri leikhússins. Ari starfaði áður hjá Borgarleikhúsinu en var sagt upp störfum vegna áfengismisnotkunar en hann lýsti því í einlægu viðtali í september árið 2017. Eftir Lesa meira

Tekjublað DV: Viðheldur ekki frægðinni

Tekjublað DV: Viðheldur ekki frægðinni

Fréttir
03.06.2018

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir 709.767 kr. á mánuði. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og héraðsdómslögmaður, hefur undanfarin ár starfað hjá Íslensku lögfræðistofunni. Mánaðarlaun Unnar Birnu, samkvæmt tekjublaði DV, voru rúmar 700 þúsund krónur á síðasta ári. Í viðtali árið 2016 sagði Unnur að henni fyndist ekki við hæfi að hafa sig í frammi í sviðsljósi fjölmiðla Lesa meira

Tekjublað DV: Sjaldan lognmolla í Eyjum

Tekjublað DV: Sjaldan lognmolla í Eyjum

Fréttir
03.06.2018

Páley Borgþórsdóttir 1.286.134 kr. á mánuði Sjaldan er lognmolla í kringum lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, Páleyju Borgþórsdóttur, en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki um fjölda kynferðisafbrota á Þjóðhátíð. Árið 2017 var rólegt hjá Páleyju en 2018 byrjar með hvelli. Í apríl úrskurðaði Landsréttur að henni bæri að bera vitni í máli manns sem Lesa meira

Tekjublað DV: 20 milljónir í aukagreiðslu

Tekjublað DV: 20 milljónir í aukagreiðslu

Fréttir
03.06.2018

Herdís Dögg Fjeldsted 3.209.096 kr. á mánuði. Í mars árið 2018 tók Herdís Dögg Fjeldsted sæti í stjórn Arion banka eftir að ríkið seldi sinn hlut. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands síðan árið 2014. Herdís, sem er lögfræðingur, á setu í mörgum fyrirtækjum að baki. Þar á meðal Icelandic, Promens, Invent Farma og Icelandair Lesa meira

Tekjublað DV: Vildi milljón á mánuði fyrir hálft starf

Tekjublað DV: Vildi milljón á mánuði fyrir hálft starf

Fréttir
03.06.2018

Jón Gnarr 90.626 kr. á mánuði. Borgarstjórinn fyrrverandi og grínistinn Jón Gnarr hefur snúið aftur í útvarpið með þáttunum Tvíhöfða en einnig með eigin þátt, Sirkus Jóns Gnarr, hjá Ríkisútvarpinu. Einnig hefur hann tekið þátt í ýmsum menningarviðburðum svo sem leiksýningu Þjóðleikhússins, Slá í gegn. Jón er ekki alltaf ódýr því í janúar síðastliðnum bauðst Lesa meira

Tekjublað DV: Einkageirinn borgar betur

Tekjublað DV: Einkageirinn borgar betur

Fréttir
02.06.2018

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel 7.534.458 kr. á mánuði. Árni Oddur er að gera gott mót sem forstjóri Marel. Í ár hagnaðist fyrirtækið um 12 milljarða og voru greiddir 3,6 milljarðar í arð til hluthafa. Eyrir Invest, sem Árni Oddur á með föður sínum og fleirum, hagnaðist einnig um 14 milljarða á árinu. Þess má Lesa meira

Tekjublað DV: Stærstur í Reykjavík

Tekjublað DV: Stærstur í Reykjavík

Fréttir
02.06.2018

Eyþór L. Arnalds 883.702 kr. á mánuði. Undir stjórn Eyþórs varð Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík. Eins og von er hafa andstæðingar flokksins bent á að niðurstaðan í ár er sú næstversta í sögunni en stuðningsmenn benda á hin ótalmörgu framboð sem í boði voru og því hafi kakan verið minni en vanalega. Burtséð frá Lesa meira

Tekjublað DV: Rísandi stjarna

Tekjublað DV: Rísandi stjarna

Fréttir
02.06.2018

Sanna Magdalena Mörtudóttir 151.847 kr. á mánuði. Sanna Magdalena og kollegar hennar hjá Sósíalistaflokknum voru í hópi þeirra framboða sem geta talist sigurvegarar nýafstaðinna kosninga. Fæstir höfðu trú á Sósíalistaflokknum þegar heyrðist af framboði hans en það var áður en Sanna var kynnt til leiks. Hún var sem fædd í hlutverk oddvitans, kom frábærlega vel Lesa meira

Tekjublað DV: Mokar í Lónið

Tekjublað DV: Mokar í Lónið

Fréttir
02.06.2018

Grímur Sæmundsen 10.776.416 kr. á mánuði. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur verið einn af tekjuhæstu Íslendingunum undanfarin ár enda uppgangurinn í ferðaþjónustunni lyginni líkastur. Í júní 2017 var greint frá því að hagnaður fyrirtækisins væri 2,6 milljarðar króna eftir skatta sem var hækkun um 50 prósent. Þá voru 1,45 milljarðar greiddir út í arð. Lesa meira

Tekjublað DV: Davíð með góð laun

Tekjublað DV: Davíð með góð laun

Fréttir
02.06.2018

Davíð Oddsson 5.496.862 kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er enn þá í fullu fjöri þrátt fyrir að vera nýorðinn sjötugur. Davíð tók við ritstjórastólnum árið 2009 eftir að hann hraktist úr stöðu seðlabankastjóra eftir hrun og hefur síðan þá verið langlaunahæsti fjölmiðlamaður landsins. Í tæpan áratug hefur hann skrifað beinskeyttar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af