fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Talibanar

Talsmaður Talibana segir að stjórnarformið í Afganistan verði fljótlega ákveðið

Talsmaður Talibana segir að stjórnarformið í Afganistan verði fljótlega ákveðið

Pressan
16.08.2021

Liðsmenn hinna herskáu Talibana, sem eru öfgasinnaðir múslimar, hafa náð nær öllu Afganistan á sitt vald, þar á meðal stærstum hluta höfuðborgarinnar Kabúl. Talsmaður þeirra segir að framtíðarstjórnarform landsins verði fljótlega ákveðið en ætlunin sé að koma á laggirnar „opinni íslamskri ríkisstjórn“. Í samtali við Al Jazeera sagði hann að stríðinu í Afganistan væri lokið. Hann sagði að Lesa meira

Aukinn straumur afganskra flóttamanna til Tyrklands – Getur haft áhrif í Evrópu

Aukinn straumur afganskra flóttamanna til Tyrklands – Getur haft áhrif í Evrópu

Pressan
09.08.2021

Allt frá því að brottflutningur bandarískra hermanna frá Afganistan hófst hafa sífellt fleiri afganskir flóttamenn komið til Tyrklands. Þeir bætast við um, 3,5 milljónir sýrlenskra flóttamanna sem eru þar fyrir. Á endanum getur þetta haft aukinn þrýsting á ytri landamæri ESB í för með sér. Árum saman hefur verið stöðugur straumur afganskra flóttamanna og innflytjenda Lesa meira

Talíbanar lofa stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum öryggi

Talíbanar lofa stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum öryggi

Pressan
29.05.2021

Í kjölfar tilkynningar ástralska stjórnvalda um síðustu helgi um að þau ætli að loka sendiráði landsins í Afganistan hafa Talíbanar, sem eru skilgreindir sem hryðjuverkasamtök, heitið stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum, öryggi í Afganistan. Ástralar tilkynntu um lokun sendiráðsins og sögðu ástæðuna vera skort á öryggi í landinu. Margir sérfræðingar hafa einnig bent á að mannúðarsamtök muni Lesa meira

Mikið mannfall meðal Talibana

Mikið mannfall meðal Talibana

Pressan
03.05.2021

Rúmlega 100 liðsmenn Talibana féllu í átökum við afganska stjórnarherinn á einum sólarhring um helgina. Afganska varnarmálaráðuneytið skýrir frá þessu. Segir að átök hafi staðið yfir víða í landinu á sama tíma og alþjóðlegt herlið er að hafa sig á brott. Á sunnudaginn afhentu bandarískir hermenn afgönskum kollegum sínum yfirráð yfir Antonik herstöðinni í Helmand héraði. Herstöðin verður framvegis notuð Lesa meira

Afganskar konur óttast endurkomu Talibana – „Hræðilegir dagar framundan“

Afganskar konur óttast endurkomu Talibana – „Hræðilegir dagar framundan“

Pressan
18.04.2021

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í vikunni að bandarískt herlið verði kallað heim frá Afganistan og verði brottflutningi þess lokið fyrir 11. september en þá verða 20 ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða í Afganistan. Bandalagsþjóðir Bandaríkjanna munu einnig kalla herlið sín frá Afganistan. Þetta mun hafa mikil Lesa meira

Leiðtogi Talibana lét eftir sig líftryggingu og fasteignir

Leiðtogi Talibana lét eftir sig líftryggingu og fasteignir

Pressan
27.12.2020

Þann 21. maí 2016 var Akhtar Mansour, leiðtogi Talibana, drepinn í árás nærri bænum Ahmad Wal í Baluschistan-héraðinu í Pakistan. Auk hans lést ökumaður hans í árásinni. Það voru Bandaríkjamenn sem gerðu árásina með drónum en það staðfesti John Kerry, þáverandi utanríkisráðherra, daginn eftir. Hann sagði að Barack Obama, þáverandi forseti, hefði gefið fyrirskipun um árásina. Ekki hefur verið skýrt frá því opinberlega hvernig Bandaríkjamönnum tókst Lesa meira

Afgönsk unglingsstúlka drap tvo Talibana í hefndarskyni

Afgönsk unglingsstúlka drap tvo Talibana í hefndarskyni

Pressan
23.07.2020

Afganska unglingsstúlkan Qamar Gul drap nýlega tvo liðsmenn Talibana í hefndarskyni eftir að þeir drápu foreldra hennar. Þeim var gefið að sök að styðja afgönsku ríkisstjórnina. Auk þeirra tveggja sem Gul drap særði hún nokkra til viðbótar. BBC skýrir frá þessu og hefur eftir embættismanni í Ghor héraði. Fram kemur að þetta hafi gerst í Lesa meira

Rússneska leyniþjónustan heitir Talibönum verðlaunum fyrir að drepa erlenda hermenn í Afganistan

Rússneska leyniþjónustan heitir Talibönum verðlaunum fyrir að drepa erlenda hermenn í Afganistan

Pressan
28.06.2020

Rússneska leyniþjónustan hefur heitið vígamönnum Talibana verðlaunum fyrir að drepa hermenn úr liði bandamanna í Afganistan, þar á meðal eru bandarískir hermenn og hermenn frá nokkrum Evrópuríkjum. New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir bandarískum embættismönnum. Upplýsingarnar hafa ekki fengist staðfestar opinberlega og yfirvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum hafa neitað að tjá sig um þær og Lesa meira

Góður árangur í friðarviðræðum Bandaríkjanna og Talibana

Góður árangur í friðarviðræðum Bandaríkjanna og Talibana

Pressan
29.01.2019

Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talibana funduðu í Katar í síðustu viku um hugsanlegan friðarsamning sem er ætlað að binda enda á átökin í Afganistan. Góður árangur náðist í viðræðunum og hafa aðilarnir náð „samningi um grundvallaratriði“. Þetta vekur upp vonir um að hægt verði að binda endi á rúmlega 17 ára borgarastyrjöld í landinu. Sky skýrir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af