fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Talibanar

Talibanar vilja láta hálshöggva gínur

Talibanar vilja láta hálshöggva gínur

Pressan
07.01.2022

Talibanar verða líklega seint sagðir frjálslyndir, umburðarlyndir eða víðsýnir. Þeir hafa þrengt mjög að réttindum stúlkna og kvenna eftir að þeir komust til valda í Afganistan og sífellt berast fréttir af því sem þeir eru að gera. Eitt það nýjasta er að þeir hafa fyrirskipað verslunareigendum að hálshöggva allar gínur. Ástæðan er að það brýtur gegn íslömskum lögum að Lesa meira

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Pressan
24.11.2021

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjáum landsmanna. Ef þær birtast á skjánum eiga þær að vera með hijab. Þetta kemur fram í nýjum trúarlegum leiðbeiningum sem þessi nýju valdhafar í Afganistan hafa sent frá sér. Þeir hvetja sjónvarpsstöðvar í landinu til að hætta að sýna þætti og kvikmyndir sem skarta konum í einhverjum hlutverkum. Þetta kemur fram í Lesa meira

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Eyjan
13.11.2021

Talibanar eiga nú í höggi við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Afganistan en síðarnefndu samtökunum virðist ganga vel að lokka fyrrum liðsmenn afganska hersins til liðs við sig. Þeir hafa margir hverjir hlotið þjálfun hjá bandarískum hermönnum og eru nú að leita sér að nýrri vinnu eftir að stjórnarherinn beið lægri hlut fyrir Talibönum. Talibanar hafa Lesa meira

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Pressan
22.10.2021

Á mánudaginn fengu afganskar fjölskyldur, sem sjálfsmorðssprengjumenn létu eftir sig, peningagreiðslur frá Talibönum. Fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna eiga einnig von á að fá landskika. Skilyrði er að árásirnar hafi beinst gegn afgönskum stjórnarhermönnum eða hermönnum frá Vesturlöndum. Sirajuddin Haqqani, innanríkisráðherra í stjórn Talibana, hét þessu á fundi með nokkrum tugum ættingja sjálfsmorðssprengjumanna sem var haldinn á Intercontinental hótelinu í Kabúl á mánudaginn. Haqqani hrósaði Lesa meira

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan

Pressan
12.10.2021

Afganar fá 78% af raforku sinni frá nágrannaríkjunum. Nú hóta þau ríki að loka fyrir raforkuna til landsins því Talibanar hafa ekki greitt rafmagnsreikningana síðan þeir tóku völd í landinu. Þeir hafa beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að greiða reikningana sem eru upp á sem svarar til um 8 milljarða íslenskra króna. Talibanar hafa Lesa meira

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts

Pressan
11.10.2021

Samtökin Læknar án landamæra segja að það stefni í heilbrigðishörmungar í Afganistan. Hið opinbera heilbrigðiskerfi landsins er hrunið og landið stefnir hraðbyri í átt að miklum hörmungum á heilbrigðissviðinu segja samtökin. Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu hafa erlend ríki hætt að veita fé til landsins og því eru sjúkrahúsi í landinu mörg hver Lesa meira

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Pressan
05.10.2021

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Talibanar hafi myrt 13 manns af ætt Hazara í Afganistan eftir að þeir tóku völdin í landinu. Þetta gerðist 30. ágúst í bænum Kahor í Khidir-héraðinu. Amnesty hefur ný gögn undir höndum sem sanna þetta að sögn samtakanna. 11 hinna myrtu voru fyrrum liðsmenn afganskra öryggissveita. 9 þeirra voru drepnir með beinni aftöku að því er segir í fréttatilkynningu frá Amnesty. Lesa meira

Lögðu hald á 3 tonn af heróíni frá Afganistan

Lögðu hald á 3 tonn af heróíni frá Afganistan

Pressan
22.09.2021

Indverska lögreglan lagði nýlega hald á þrjú tonn af heróíni frá Afganistan. Tveir Indverjar voru handteknir vegna málsins. Söluverðmæti heróínsins er talið vera sem nemur um 350 milljörðum íslenskra króna. The Guardian segir að heróínið hafi verið geymt í tveimur gámum á Mundra hafnarsvæðinu í vesturhluta Indlands. Samkvæmt farmskrá átti að vera talk í gámunum. Lesa meira

Segir að Talibanar geri það í Panjshir sem allir óttuðust að þeir myndu gera

Segir að Talibanar geri það í Panjshir sem allir óttuðust að þeir myndu gera

Pressan
15.09.2021

Þegar Talibanar tóku völdin í Afganistan sögðu þeir að valdatakan myndi ekki hafa blóðsúthellingar í för með sér. En ýmislegt hefur orðið til að sá efasemdarfræjum hvað þetta varðar, meðal annars morðið á barnshafandi lögreglukonu sem CNN skýrði frá. BBC segir að Talibanar hafi drepið að minnsta kosti 20 óbreytta borgara í Panjshirdalnum. Miðillinn er Lesa meira

Valdataka Talibana setur Pútín í erfiða stöðu í Mið-Asíu

Valdataka Talibana setur Pútín í erfiða stöðu í Mið-Asíu

Pressan
11.09.2021

Það er enginn vafi á að valdataka Talibana í Afganistan færði Rússum stóran sigur í almannatengslamálum en aukinn óstöðugleiki í Mið-Asíu er hins vegar ákveðinn höfuðverkur fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og ráðgjafa hans. Á meðan Bandaríkin og vestrænir bandamenn þeirra voru í sviðsljósi heimspressunnar á meðan óskipulögð og niðurlægjandi brottflutningur herliðs og almennra borgara frá Kabúl stóð yfir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af