Tímamótadómur hæstaréttar Bretlands – Þjóðaröryggi mikilvægara en réttindi til réttlátrar málsmeðferðar
PressanHæstiréttur Bretlands kvað í síðustu viku upp tímamótadóm. Um var að ræða mál Shamima Begum sem krafðist þess að fá að koma til Bretlands til að vera viðstödd réttarhöld þar sem hún krefst þess að fá breskan ríkisborgararétt sinn aftur. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þjóðaröryggi vægi þyngra en réttur Begum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir breskum dómstól og hafnaði Lesa meira
Sænsk kona sakfelld fyrir að hafa farið með son sinn til Sýrlands – Þriggja ára fangelsi
PressanSænsk kona var í gær dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa farið með tveggja ára son sinn til Sýrlands 2014 gegn vilja föður drengsins. Konan ætlaði að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi sagt manninum að hún ætlaði Lesa meira
Sýrlendingur sakfelldur af þýskum dómstól fyrir stríðsglæpi í Sýrlandi
PressanEyad al-Garib, 44 ára Sýrlendingur, var í gær fundinn sekur um þátttöku í glæpum gegn mannkyninu í Damaskus í Sýrlandi 2011. Það var dómstóll í Koblenz sem dæmdi hann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þetta. Í dómsorði kemur fram að dóminn fái hann fyrir að aðstoða við glæpi gegn mannkyninu með því að handtaka mótmælendur og flytja í Lesa meira
Segja að Rússar komi í veg fyrir frið í Sýrlandi
PressanÖryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná saman um yfirlýsingu um málefni hins stríðshrjáða Sýrlands á þriðjudaginn. Sérstakir sendimenn SÞ hafa reynt að koma friðarferli af stað en Rússar, sem eru nánustu bandamenn sýrlenskra stjórnvalda, komu ítrekað í veg fyrir að rætt væri um málið á fundi ráðsins á þriðjudaginn. Þetta segja ónafngreindir heimildarmenn. Rússar hafa Lesa meira
Gekk til liðs við Íslamska ríkið – Biður nú um fyrirgefningu og vill koma heim
PressanÁrið 2015 hélt Shamima Begum til Sýrlands ásamt tveimur öðrum unglingsstúlkum, hún var þá 15 ára, til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hún giftist vígamanni og eignaðist þrjú börn með honum. Þau eru öll sögð látin sem og eiginmaður hennar. Hún dvelur nú sjálf í al-Roj flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Bresk stjórnvöld hafa svipt Lesa meira
Smygla eiginkonum og börnum liðsmanna Íslamska ríkisins til Vesturlanda
PressanVestrænar leyniþjónustustofnanir reyna þessa daga að koma upp um leynileg samtök og fjársafnanir fólks sem styður hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS). Fjársöfnununum er ætlað að fjármagna smygl á eiginkonum og börnum liðsmanna IS úr flóttamannabúðum í Sýrlandi til Evrópu. Nokkur árangur hefur náðst í baráttunni við þetta smygl á undanförnum vikum. Í lok september Lesa meira
Sívaxandi matarskortur meðal sýrlenskra barna
PressanÁ aðeins sex mánuðum hefur þeim sýrlensku börnum, sem búa við matarskort, fjölgað um 700.000 og eru þau nú orðin 4,6 milljónir. Þetta kemur fram í tölum frá Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessi börn eiga á hættu að vera vannærð af því að foreldrar þeirra geta ekki útvegað þeim nægan mat. Matarskortur þýðir að börnin fá Lesa meira
Dani ákærður fyrir landráð – Fyrsta málið í 70 ár
PressanDaninn Ahmad Salem El-Haj hefur verið ákærður fyrir landráð og metur saksóknari það sem svo að málið sé svo alvarlegt að það réttlæti lífstíðarfangelsisdóm yfir El-Haj. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi en það var hann úrskurðaður í þann 22. júní. Berlingske skýrði frá þessu um helgina en blaðið fékk aðgang að dómsskjölum á grundvelli upplýsingalaga. Þetta er í fyrsta sinn Lesa meira
Bretar hyggjast svipta Shamima Begum ríkisborgararétti – Kemst ekki aftur til Bretlands
PressanBreska innanríkisráðuneytið hyggst svipta Shamima Begum ríkisborgararétti til að koma í veg fyrir að hún komist aftur til Bretlands. Hún er með tvöfalt ríkisfang því hún er einnig ríkisborgari í Bangladesh. Begum komst í heimsfréttirnar fyrir fjórum árum þegar hún hélt til Sýrlands, aðeins 15 ára að aldri, ásamt tveimur vinkonum sínum til að ganga Lesa meira
Gekk til liðs við Íslamska ríkið 15 ára – Nú er hún barnshafandi og vill komast heim til Bretlands
PressanEins og margir muna eflaust þá var mikil fjölmiðlaumfjöllun 2015 um þrjár breskar skólastúlkur sem fóru frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Stúlkurnar voru þá 15 og 16 ára gamlar. Í flóttamannabúðum í Sýrlandi höfðu blaðamenn The Times nýlega upp á einni stúlkunni en Lesa meira