Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
PressanHeimsathygli vakti þegar fertugur maður, Joel Cauchi, gekk berserksgang í verslanamiðstöð í úthverfi Sydney í Ástralíu. Hann náði að stinga sex manns, 5 konur og einn karlmann, til bana áður en lögreglukona sem var ein síns liðs stöðvaði Cauchi með því að skjóta hann til bana. Nánari upplýsingar um lögreglukonuna hafa nú litið dagsins ljós. Lesa meira
Blautasta ár sögunnar í Sydney og árið ekki búið
PressanÞað lá ljóst fyrir fyrir nokkrum dögum að árið 2022 verður blautasta ár sögunnar, frá því að mælingar hófust, í Sydney í Ástralíu. Fyrra metið var frá 1950 en þá mældist ársúrkoman 2.194 mm. Það féll nýlega og mun verða bætt enn frekar þar sem um tveir og hálfur mánuður eru eftir af árinu. Það bætir einnig Lesa meira
Harðar sóttvarnaaðgerðir í Sydney vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar
PressanGladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales ríkis í Ástralíu, tilkynnti á hádegi í dag, að áströlskum tíma, að gripið verði til harðra sóttvarnaaðgerða í hluta Sydney, sem er fjölmennasta borg landsins, vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar. Verða íbúar í hluta borgarinnar beðnir um að halda sig heima næstu sjö dagana og jafnvel lengur ef þörf þykir. „Við viljum ekki vera í þessari stöðu í margar vikur. Lesa meira
Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney – Framlínufólk fær ekki að vera viðstatt flugeldasýningu á gamlárskvöld
PressanFyrirhugað hafði verið að 5.000 framlínustarfsmenn yrðu heiðursgestir á hinni hefðbundnu flugeldasýningu í Sydney í Ástralíu á gamlárskvöld. En nú hefur verið hætt við þetta því yfirvöld í New South Wales, þar sem Sydney er, reyna nú að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar í borginni. Á annað hundrað smit hafa greinst að undanförnu og því tilkynnti forsætisráðherra ríkisins um hertar sóttvarnaaðgerðir á gamlárskvöld. Borgarbúum verður meinaður Lesa meira
Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney eftir fjölda smita síðustu daga
PressanHertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í Sydney í Ástralíu á miðnætti að staðartíma. Tilgangurinn er að gera út af við nýja bylgju kórónuveirunnar fyrir jól. Nú hafa reglur um hversu margir mega safnast saman verið hertar sem og um dans og söng. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales þar sem Sydney er, sagði í gær að frá því að þessi nýja bylgja hafi uppgötvast fyrir þremur dögum Lesa meira