fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024

Svíþjóð

Svíakonungur er ósáttur við ákvörðun þingsins – „Þetta er hræðilegt“

Svíakonungur er ósáttur við ákvörðun þingsins – „Þetta er hræðilegt“

Pressan
05.01.2023

„Sonur minn, Carl Philip, fæddist og skyndilega var öllu breytt svo hann missti allt, það finnst mér undarlegt.“ Þetta segir Carl Gustaf, Svíakonungur, í nýrri heimildarmynd, Sveriges sista kungar, sem verður sýnd í Sænska ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Það sem hann á við með þessum ummælum er að skömmu eftir fæðingu Carl Philip var sænsku stjórnarskránni breytt á þá vegu að elsta Lesa meira

Tveir skotnir í Stokkhólmi – „Það var blóð út um allt“

Tveir skotnir í Stokkhólmi – „Það var blóð út um allt“

Pressan
05.01.2023

Tveir menn voru skotnir við lestarstöð í Jordbro í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Annar lést af völdum áverka sinna en hinn liggur á sjúkrahúsi. „Ég var á leið niður af brautarpallinum og sá mann liggja í tröppunum. Það var blóð úti um allt,“ hefur Aftonbladet eftir sjónarvotti. Tilkynnt var um árásina klukkan 15.48. Þegar lögreglan kom á vettvang Lesa meira

Metfjöldi skotinn til bana í Svíþjóð á árinu – Nú taka glæpamenn hver annan af lífi

Metfjöldi skotinn til bana í Svíþjóð á árinu – Nú taka glæpamenn hver annan af lífi

Pressan
30.12.2022

Árið er ekki alveg liðið en nú þegar liggur fyrir að aldrei áður hafa jafn margir verið skotnir til bana í Svíþjóð á einu ári og nú. Eins og staðan er núna þá hafa 62 verið skotnir til bana. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja innflytjenda. TT fréttastofan skýrir frá þessu. Þróunin í þessum málum hefur verið Lesa meira

Rússar efla her sinn nærri Norðurlöndunum

Rússar efla her sinn nærri Norðurlöndunum

Fréttir
23.12.2022

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í vikunni að Rússar muni fjölga í herliði sínu í norðvesturhluta landsins, það er að segja nærri landamærum Svíþjóðar og Finnlands. Munu þeir stofan nýja herdeild til að sinna verkefnum á þessu svæði. Samkvæmt frétt RIA fréttastofunnar sagði Shoigu að þetta séu viðbrögð Rússa við „ógninni“ sem stafar af NATO. Hann sagði að í ljósi þess Lesa meira

Svíar neita að framselja tvo Tyrki til Tyrklands – Getur sett strik í reikninginn varðandi NATO-aðild

Svíar neita að framselja tvo Tyrki til Tyrklands – Getur sett strik í reikninginn varðandi NATO-aðild

Eyjan
08.12.2022

Sænski ríkissaksóknarinn hefur hafnað kröfu um framsal tveggja Tyrkja til Tyrklands. Tyrkir telja að mennirnir séu hryðjuverkamenn og vilja fá þá framselda. Framsal þeirra var hluti af samningi á milli Svíþjóðar og Tyrklands til að tryggja stuðning Tyrkja við umsókn Svía um aðild að NATO. Tyrkir telja að mennirnir tilheyri íslömsku Gülen-hreyfingunni sem er sökuð um að Lesa meira

Sextíu hafa verið skotnir til bana í Svíþjóð á árinu

Sextíu hafa verið skotnir til bana í Svíþjóð á árinu

Pressan
06.12.2022

Á sunnudaginn var maður á þrítugsaldri skotinn til bana í Södertälje sem er sunnan við Stokkhólm. Hann var sextugasti einstaklingurinn til að vera skotinn til bana í Svíþjóð á árinu. TT skýrir frá þessu. Á síðasta ári voru 47 skotnir til bana og var það metár í þessu tilliti. Nú er metið fallið og tæpur mánuður eftir af Lesa meira

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka

Sérfræðingar í vetrarstríði senda Úkraínu stóra hjálparpakka

Fréttir
25.11.2022

Veturinn hefur hafið innreið sína í Úkraínu og þar með er nýr og ískaldur kafli hafinn í stríði landsmanna við rússneska innrásarliðið. Sögulega séð þá hefur veturinn verið Rússum hliðhollur, að minnsta kosti er það hluti af rússneskum þjóðsögum. Hann hjálpaði þeim að sigra her Napóleons og her nasista í síðari heimsstyrjöldinni. En það er ekki öruggt Lesa meira

Ung kona fannst látin í Svíþjóð – Tvær konur handteknar

Ung kona fannst látin í Svíþjóð – Tvær konur handteknar

Pressan
03.11.2022

Í gær fannst 21 árs sænsk kona, sem hafði verið saknað síðan um miðjan október, látin í skógi nærri Vetlanda í suðurhluta Svíþjóðar. Tvær konur, sem einnig eru 21 árs, hafa verið handteknar vegna málsins. Þær eru grunaðar um að hafa svipt hina látnu frelsi. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í gærkvöldi að sögn sænskra fjölmiðla. Lesa meira

Sænski forsætisráðherrann skefur ekki utan af hlutunum – Ógnar öllu landinu

Sænski forsætisráðherrann skefur ekki utan af hlutunum – Ógnar öllu landinu

Pressan
13.10.2022

Á þriðjudaginn heimsótti Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Södertälje en þar hafa fjölmargar skotárásir verið gerðar að undanförnu. Þrír létust í þeim. Andersson sagði að eftir tímabil rósemdar í bænum hafi bærinn sogast inn í hringiðu grimmdarlegs ofbeldis. Hún sagði að skotárásir glæpagengja valdi ótta meðal íbúanna og enginn þori út að kvöldi. „Glæpagengin eru ógn við alla Lesa meira

Skaut veiðifélaga sinn – „Það var hundurinn“

Skaut veiðifélaga sinn – „Það var hundurinn“

Pressan
07.10.2022

Fyrir um tveimur vikum var 55 ára ítalskur veiðimaður skotinn þegar hann var á veiðum í norðurhluta Svíþjóðar. Hann lifði þetta af en er enn á sjúkrahúsi. Veiðifélagi hans er grunaður um að hafa skotið hann en hann segir að það hafi verið hundur fórnarlambsins sem skaut. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fréttamenn þess ræddu við Aldo Silva, leiðsögumann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af