Stjórnmálaforingi gagnrýndur fyrir að klæðast Hawaii skyrtu
PressanSænski fjölmiðilinn Expressen greinir frá því að Jimmie Åkesson leiðtogi Svíþjóðardemókrata, næst stærsta flokksins á sænska þinginu, hafi síðastliðna helgi verið viðstaddur partý með Hawaii þema á einkaheimili í bænum Sölvesborg. Meðal annarra gesta var Ulf Hansen, sem er sveitarstjórnarfulltrúi fyrir Svíþjóðardemókrata, og birti hann mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá má m.a. Åkesson klæðast Lesa meira
App sem varar við dæmdum barnaníðingum sagt ólöglegt
PressanSænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því nú í morgun að nýtt sænskt app sem varar notendur við því ef þeir búa nærri fólki sem dæmt hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum sé talið ólöglegt samkvæmt lögfræðiáliti. Í appinu getur hver sem er slegið inn heimilisfangið sitt og athugað hvort viðkomandi búi nálægt dæmdum barnaníðingum. Appið Lesa meira
Bolton vill sparka Tyrkjum úr NATO
FréttirJohn Bolton, sem var þjóðaröryggisráðgjafi á valdatíma Donald Trump í Hvíta húsinu, segir að reka eigi Tyrkland úr NATO. Þetta sagði hann í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Með þessum ummælum vísaði hann til þess að Tyrkir standa í vegi fyrir að Finnland og Svíþjóð fái inngöngu í varnarbandalagið. Hann sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að beita kúgun hvað varðar aðild Lesa meira
Danir og Svíar senda Úkraínu þungavopn
FréttirSvíar hyggjast láta Úkraínumenn fá brynvarin ökutæki og vopn sem eru sérhönnuð til að nota gegn skriðdrekum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær og sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita Úkraínu viðbótarstuðning. Meðal þess sem Svíar ætla að senda til Úkraínu er Archer stórskotaliðskerfi. Þetta er sjálfstýrð fallbyssa sem dregur allt að Lesa meira
Svíakonungur er ósáttur við ákvörðun þingsins – „Þetta er hræðilegt“
Pressan„Sonur minn, Carl Philip, fæddist og skyndilega var öllu breytt svo hann missti allt, það finnst mér undarlegt.“ Þetta segir Carl Gustaf, Svíakonungur, í nýrri heimildarmynd, Sveriges sista kungar, sem verður sýnd í Sænska ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Það sem hann á við með þessum ummælum er að skömmu eftir fæðingu Carl Philip var sænsku stjórnarskránni breytt á þá vegu að elsta Lesa meira
Tveir skotnir í Stokkhólmi – „Það var blóð út um allt“
PressanTveir menn voru skotnir við lestarstöð í Jordbro í suðurhluta Stokkhólms síðdegis í gær. Annar lést af völdum áverka sinna en hinn liggur á sjúkrahúsi. „Ég var á leið niður af brautarpallinum og sá mann liggja í tröppunum. Það var blóð úti um allt,“ hefur Aftonbladet eftir sjónarvotti. Tilkynnt var um árásina klukkan 15.48. Þegar lögreglan kom á vettvang Lesa meira
Metfjöldi skotinn til bana í Svíþjóð á árinu – Nú taka glæpamenn hver annan af lífi
PressanÁrið er ekki alveg liðið en nú þegar liggur fyrir að aldrei áður hafa jafn margir verið skotnir til bana í Svíþjóð á einu ári og nú. Eins og staðan er núna þá hafa 62 verið skotnir til bana. Flest morðin tengjast átökum glæpagengja innflytjenda. TT fréttastofan skýrir frá þessu. Þróunin í þessum málum hefur verið Lesa meira
Rússar efla her sinn nærri Norðurlöndunum
FréttirSergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í vikunni að Rússar muni fjölga í herliði sínu í norðvesturhluta landsins, það er að segja nærri landamærum Svíþjóðar og Finnlands. Munu þeir stofan nýja herdeild til að sinna verkefnum á þessu svæði. Samkvæmt frétt RIA fréttastofunnar sagði Shoigu að þetta séu viðbrögð Rússa við „ógninni“ sem stafar af NATO. Hann sagði að í ljósi þess Lesa meira
Svíar neita að framselja tvo Tyrki til Tyrklands – Getur sett strik í reikninginn varðandi NATO-aðild
EyjanSænski ríkissaksóknarinn hefur hafnað kröfu um framsal tveggja Tyrkja til Tyrklands. Tyrkir telja að mennirnir séu hryðjuverkamenn og vilja fá þá framselda. Framsal þeirra var hluti af samningi á milli Svíþjóðar og Tyrklands til að tryggja stuðning Tyrkja við umsókn Svía um aðild að NATO. Tyrkir telja að mennirnir tilheyri íslömsku Gülen-hreyfingunni sem er sökuð um að Lesa meira
Sextíu hafa verið skotnir til bana í Svíþjóð á árinu
PressanÁ sunnudaginn var maður á þrítugsaldri skotinn til bana í Södertälje sem er sunnan við Stokkhólm. Hann var sextugasti einstaklingurinn til að vera skotinn til bana í Svíþjóð á árinu. TT skýrir frá þessu. Á síðasta ári voru 47 skotnir til bana og var það metár í þessu tilliti. Nú er metið fallið og tæpur mánuður eftir af Lesa meira