Sænska kerfið hefur brugðist gömlu fólki í heimsfaraldrinum – Mörg þúsund hafa látist
PressanMörg þúsund eldri borgarar í Svíþjóð hafa látist af völdum COVID-19. Stór hluti þeirra bjó á dvalarheimilum, íbúðum fyrir aldraða eða naut heimahlynningar þegar heimsfaraldurinn skall á. Í nýrri skýrslu kemur skýrt fram að yfirvöld hafi brugðist þessu fólki og Stefan Löfven, forsætisráðherra, viðurkennir að yfirvöld hafi brugðist. Það er sérstök rannsóknarnefnd sem hefur komist að þessari niðurstöðu Lesa meira
Læknir varar við – „Ef fyrsta bylgjan kom í vor þá er þetta flóðbylgja“
Pressan„Ef það sem gerðist á Skáni í vor var fyrsta bylgjan, þá er þetta flóðbylgja,“ þetta skrifaði Mattias Bergström, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö á Facebook. Með færslu sinni birti hann línurit sem sýnir að nú eru þrisvar sinnum fleiri COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsinu en í vor. En ekki nóg með það því margir starfsmenn hafa smitast af veirunni: „Stór Lesa meira
Dýrkeypt hrekkjavökusamkvæmi hjá sænsku sjúkrahúsi – Fjórir sjúklingar létust
PressanHrekkjavökusamkvæmi í lok október, hjá starfsfólki gjörgæsludeildar fyrir hjartasjúklinga á sjúkrahúsinu í Växjö í Svíþjóð, gæti hafa reynst dýrkeypt. Talið er að fjórir sjúklingar á gjörgæsludeildinni hafi látist í kjölfarið af völdum COVID-19. Strax eftir samkvæmið lagðist einn veislugestanna í veikindi, hann reyndist vera með COVID-19. Síðan veiktust fleiri starfsmenn gjörgæsludeildarinnar og smit bárust í sjúklinga. Sænska ríkisútvarpið skýrir Lesa meira
„Við þurfum hjálp,“ segir yfirmaður heilbrigðismála í Stokkhólmi – Gjörgæsludeildir nær fullar
PressanÁstandið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er slæmt í Svíþjóð og lítið sem ekkert hefur gengið að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Nú er svo komið í Stokkhólmi að 99% af gjörgæslurýmum eru full. Í Helsingborg verða margir kórónuveirusjúklingar að vera saman í herbergjum vegna skorts á plássi. „Við sjáum að það sem við töldum vera kúrfuna að fletjast út og Lesa meira
Skotinn til bana í Sundsvall
Pressan35 ára karlmaður var skotinn til bana í Sundsvall í Svíþjóð í gærkvöldi. Lögreglunni var tilkynnt um að særður maður hefði fundist um klukkan 20 í Skönsberg, sem er hverfi í bænum.. Maðurinn var strax fluttur á sjúkrahús en síðar um kvöldið tilkynnti lögreglan að hann væri látinn. Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að samkvæmt Lesa meira
Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“
PressanRúmlega 2.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á sænskum sjúkrahúsum en rúmlega 7.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í landinu síðan faraldurinn skall á. Heimsóknabann er á stærsta sjúkrahúsi Stokkhólms, sem er næststærsta sjúkrahús landsins, Karolinska en innandyra berjast læknar, hjúkrunarfræðingar og ekki síst sjúklingarnir upp á líf og dauða. Björn Persson, yfirlæknir á gjörgæsludeild sjúkrahússins segir álagið vera gríðarlegt. Lesa meira
Stokkhólmur – Grunuð um að hafa haldið syni sínum innilokuðum í 30 ár
PressanKona á áttræðisaldri hefur verið handtekin af lögreglunni í Stokkhólmi, grunuð um að hafa haldið syni sínum, sem er á fertugsaldri, innilokuðum í íbúð í um 30 ár. Það var ættingi sem komst á snoðir um að syninum væri haldið innilokuðum og gerði yfirvöldum viðvart. Manninum var strax komið undir læknishendur en hann er sagður Lesa meira
Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“
PressanStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, flutti sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann ræddi þá alvarlegu stöðu sem uppi er í landinu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann sagði að allir landsmenn verði að leggja meira á sig til að þjóðin komist í gegnum faraldurinn. Tölur síðustu daga, varðandi faraldurinn, hafa verið skelfilegar í Svíþjóð. Nýtt met er sett nær Lesa meira
Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring
PressanFrá þriðjudegi og fram á miðvikudag létust 96 af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Þetta er mesti fjöldi andláta af völdum COVID-19 á einum degi í þrjá mánuði. Sænsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Frá upphafi heimsfaraldursins hafa rúmlega 6.300 látist af völdum COVID-19. Í gær voru 4.007 ný smit skráð. Í heildina hafa 196.446 greinst með veiruna fram Lesa meira
Fimmti hver Stokkhólmsbúi greinist nú með kórónuveiruna
PressanSamkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Stokkhólmi þá hefur fimmti hver íbúi borgarinnar, sem hafa farið í sýnatöku vegna gruns um kórónuveirusmit, greinst með veiruna. Johan Styrud, talsmaður samtaka lækna í Stokkhólmi segir að önnur bylgja veirunnar sé skollin á. Dagens Nyheter skýrir frá þessu. „Hlutfall smitaðra eykst hratt núna. Við sláum met í hverri viku, bæði í fjölda Lesa meira