fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Svíþjóð

1977 lagði hann af stað í 9.600 km hjólreiðaferð til að hitta ástina sína – Hér er hann í dag

1977 lagði hann af stað í 9.600 km hjólreiðaferð til að hitta ástina sína – Hér er hann í dag

Pressan
16.02.2021

Það má kannski segja að það sem hér fer á eftir sé eins og tekið út úr ævintýri og sanni að ást við fyrstu sýn er raunverulega til. Það var 1949 sem Pradyumna Kumar Mahanandia fæddist í bænum Angul á Indlandi. Hann tilheyrði lágstéttinni, það er að segja þeim þjóðfélagshópi sem er neðstur í virðingarstiganum og er álitinn óhreinn á Indlandi. Lesa meira

Traust Svía á stjórnvöldum hefur snarminnkað í faraldrinum

Traust Svía á stjórnvöldum hefur snarminnkað í faraldrinum

Pressan
11.02.2021

Viðbrögð og aðgerðir yfirvalda við heimsfaraldri kórónuveirunnar hafa valdið því að traust sænsks almennings í garð Stefan Löfven, forsætisráðherra, ríkisstjórnar hans og yfirvalda almennt hefur snarminnkað. Í nágrannaríkjum Svíþjóðar hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða til að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar en Svíar hafa farið sínar eigin leiðir og ekki gripið til harðra sóttvarnaaðgerða. En eftir því sem dánartölurnar, Lesa meira

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Pressan
08.02.2021

Sænsk heilbrigðisyfirvöld, Folkhälsomyndigheten, hafa dregið upp þrjár mismunandi sviðsmyndir um framvindu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Það er óhætt að segja að þar standi góðar fréttir ekki í röð, þvert á móti. Folkhälsomyndigheten birti skýrslu um þetta á fimmtudaginn en hún er unnin á grunni þróunar faraldursins í Svíþjóð síðustu fimm mánuði. Í henni er reiknað út hvernig ný Lesa meira

Svíum finnst þeir verða fyrir áreiti frá öðrum Norðurlandabúum en vilja meira samstarf

Svíum finnst þeir verða fyrir áreiti frá öðrum Norðurlandabúum en vilja meira samstarf

Pressan
07.02.2021

Tæplega helmingur Svía telur að norrænt samstarf hafi skaddast vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 82% þeirra vilja meira norrænt samstarf. Tæplega 20% telja að aðrir Norðurlandabúar áreiti Svía. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Foreningen Norden gerði. TT hefur eftir Josefin Carlring, aðalritara samtakanna, að niðurstöðurnar séu skýr skilaboð um að stjórnmálamenn eigi að vinna enn frekar að eflingu norræns samstarfs. „Við göngum út Lesa meira

Ákærðir fyrir smygl á fíkniefnum sem þeir földu í ostum

Ákærðir fyrir smygl á fíkniefnum sem þeir földu í ostum

Pressan
05.02.2021

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla kókaíni að verðmæti sem nemur um 150 milljónum íslenskra króna, í hollenskum gæðaostum til Gautaborgar í Svíþjóð. Sendiferðabíll var notaður til að flytja hollenskan Goudaost til Gautaborgar. En í fimm af þessum tólf kílóa ostum var búið að koma fyrir tíu kílóum af kókaíni. Aftonbladet skýrir frá þessu. Lesa meira

2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð

2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð

Pressan
25.01.2021

Um allan heim er unnið nótt sem dag við að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðustu mánuði. Það er því ekki litið neinum gleðiaugum að í Svíþjóð fóru 2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna líklega til spillis í síðustu viku vegna rangrar meðhöndlunar. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur Lesa meira

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg

Pressan
13.01.2021

Í Svíþjóð hafa rúmlega 500.000 manns greinst með kórónuveiruna fram að þessu miðað við tölur frá sænskum heilbrigðisyfirvöldum í gær. Frá föstudegi fjölgaði tilfellunum um 17.995. Rúmlega helmingur sjúklinga á gjörgæsludeildum sænska sjúkrahúsa eru COVID-19-sjúklingar. Í heildina var búið að staðfesta 506.866 smit í landinu í gær frá upphafi faraldursins. Þetta svarar til þess að 4.954 Lesa meira

Svíar slökuðu ekki á um áramótin – Mikið annríki hjá lögreglu og þúsundir söfnuðust saman

Svíar slökuðu ekki á um áramótin – Mikið annríki hjá lögreglu og þúsundir söfnuðust saman

Pressan
01.01.2021

Sænsk yfirvöld höfðu hvatt Svía til að ganga hægt og rólega um gleðinnar dyr um áramót og huga að sóttvörnum, virða reglur um hámarksfjölda og forðast ónauðsynlega dreifingu kórónuveirusmita. Það er ekki að ástæðulausu að fólk var hvatt til þess að hafa hægt um sig því kórónuveirufaraldurinn hefur verið nær stjórnlaus í landinu að undanförnu Lesa meira

Skelfileg uppgötvun vísindamanna um kórónuveiruna – „Þetta getur endað með hreinum hamförum“

Skelfileg uppgötvun vísindamanna um kórónuveiruna – „Þetta getur endað með hreinum hamförum“

Pressan
18.12.2020

Vísindamenn taka reglulega sýni úr klóakkerfum í Gautaborg í Svíþjóð til að fylgjast með þróun kórónuveirusmita í borginni. Niðurstöður nýjustu sýnatökunnar voru vægast sagt slæmar og brá vísindamönnunum mjög í brún. Þeir fundu 100 sinnum meira af kórónuveirunni í sýnum sem voru tekin í síðustu viku en í vikunni þar á undan. Magnið var 60 sinnum meira Lesa meira

Starfsfólk vantar á nær öll háskólasjúkrahúsin í Svíþjóð

Starfsfólk vantar á nær öll háskólasjúkrahúsin í Svíþjóð

Pressan
16.12.2020

Heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur miklu álagi á sænsk sjúkrahús og er álagið svo mikið að þau eru komin að þolmörkum. Á mörg þeirra vantar einnig mikið af starfsfólki og það á við um sex af tíu háskólasjúkrahúsum landsins. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Mest vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Starfsfólk sjúkrahúsanna hefur ítrekað verið beðið um að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af