Svarthöfði skrifar: „Skrifaðu flugvöll, Jón Magnússon“
EyjanFastir pennarSvarthöfði tekur ofan hatt sinni fyrir Kristrúnu Frostadóttur, sem nú hefur leitt Samfylkinguna í næstum ár, fyrir að hafa farið í fundaherferð um landið og haldið 40 opna fundi með kjósendum. Gott er til þess að vita að hinn nýi leiðtogi jafnaðarmanna skuli leggja áherslu á gott samband við kjósendur. Mættu leiðtogar fleiri stjórnmálaafla taka Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Stétt með stétt
EyjanFastir pennarSvarthöfði horfir gjarnan löngunaraugum eftir glæsilegum rafbílum þar sem þeir bruna gljáfægðir og hljóðlausir eftir götum höfuðborgarinnar. Já, aldeilis væri nú munur að geta leyft sér að ferðast á milli staða á einni af þessum hljóðlausu drossíum. Nýlega áttaði Svarthöfði sig hins vegar á því að honum er tæpast ætlaður slíkur munaður – ekki í Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Sigríður eða séra Sigríður Dögg
EyjanFastir pennarSvarthöfði er hugsi yfir herferð Páls Vilhjálmssonar kennara og eins konar ástmagar Morgunblaðsins gegn Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fréttamanni Ríkisútvarpsins og formanni Blaðamannafélags Íslands. Hvað á það eiginlega að þýða að vera að hnýsast í prívatmál Sigríðar Daggar. Hún er jú formaður Blaðamannafélagsins og á sem slík að njóta friðhelgi, rétt eins og sendiherrar erlendra ríkja. Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Sleppa að veiða
EyjanFastir pennarÞað er ekki örgrannt um að umræða um framhald hvalveiða hefur gnæft yfir önnur mál í þjóðfélagsumræðu undanfarið. Það er svo sem varla nema von. Hvalket og spik er eftirsótt víða um heim og slegist um hvern bita ef marka má harðfylgið sem fyrirsvarsmaður Hvals hefur uppi fyrir veiðunum. Á sveif með honum hefur svo heill stjórnmálaflokkur Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Sér Elliði bjarta framtíð fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
EyjanFastir pennarSvarthöfði rak upp stór augu í morgun þegar hann las það haft eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi og flokksráðsmanni í Sjálfstæðisflokknum, að hann tryði ekki öðru en að Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi myndi styðja vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, kæmi slík fram á þingi. Raunar sagðist Elliði reikna með því að Svandís segi af sér Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Refsivöndurinn
EyjanFastir pennarVerslunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að færa aurana sína frá Íslandsbanka eitthvað annað. Ekki liggur fyrir hvert en bjóða á út viðskiptin. Í hádegisfréttum Ríkisins segir formaðurinn að umfangsmikil lögbrot bankans við sölu á smáræði í sjálfum sér verði að hafa afleiðingar og á þar líklega við að aurar verslunarmanna fari í rentu annars staðar en Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Er líkt komið á með jafnöldrunum?
EyjanFastir pennarEkki er vitað til þess að ritstjóri Morgunblaðsins og þeir Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Biden, núverandi forseti, séu málkunnugir, hvað þá meira, þótt allir séu þeir á nokkuð svipuðu reki. Ritstjórinn og Biden hófu stjórnmálaferil sinn um svipað leyti, snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Báðir stigu þeir sín fyrstu skref á stjórnmálabrautinni á sveitarstjórnarstiginu. Biden hefur reynst langlífari stjórnmálamaður Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Þyrluþytur og peningalykt
EyjanFastir pennarNú er svo komið að ferðaþjónustan er orðin helsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Hingað flykkjast ferðamenn frá öðrum löndum jarðarkúlunnar til að njóta lands og náttúru. Fari sem horfir verður fjöldi þeirra öðru megin við tvær milljónir á þessu ári. Allir sem hafa einhvern tíma ferðast vita að það er dýrt og ekki síst upp á síðkastið, Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Að skipta um ósprungið dekk
EyjanFastir pennarKunningi Svarthöfða hafði fyrir reglu áður en lagt var upp í langferð að skipta um annað framdekkið á bílnum, sem þó var heilt, því það gæti punkterað á ferðalaginu. Allur væri varinn góður. Þetta telur Svarthöfði fyrirhyggju af bestu sort og rökrétta varúðarráðstöfun. Minningin um útsjónarsemina kviknaði í kolli Svarthöfða við lestur fréttar í Morgunblaðinu Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Góður er hver genginn
EyjanFastir pennarUm áratugaskeið hefur Morgunblaðið sleitulaust birt minningargreinar um látna áskrifendur sína og aðra. Í hverri viku eru tugir síðna lagðir undir minningabrot, hlýjar kveðjur og hughreystingarorð til aðstandenda. Þetta mun vera nær einsdæmi í alþjóðlegum samanburði. Efnið nýtur nokkurra vinsælda meðal lesenda. Þeir elstu renna yfir það til að ganga úr skugga um að þeir Lesa meira