fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025

Svarthöfði

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

EyjanFastir pennar
15.01.2025

Fregnir berast af því þessa dagana að lítið þokist í kjaraviðræðum kennara við hið opinbera. Eitthvað ku deiluaðilar vera að tala saman, búið að boða aftur til fundar í Karphúsinu, en svo virðist sem himinn og haf skilji að kröfur kennara og það sem viðsemjendur þeirra eru tilbúnir að fallast á. Formaður kennara segir kröfuna Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

EyjanFastir pennar
12.01.2025

Sagt er að enginn sé spámaður í eigin föðurlandi. Þessa dagana koma þessi orð gjarnan upp í huga Svarthöfða. Seint verður því neitað að hann fylgist af áhuga með pólitíkinni. Hún er annars merkileg tík þessi pólitík. Ekki er á það treystandi að þeir sem búa yfir mestum verðleikum séu endilega þeir sem hafnir séu Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

EyjanFastir pennar
09.12.2024

Jólin komu snemma hjá Svarthöfða í ár. Fátt veit hann skemmtilegra og meira spennandi en einmitt dauðateygjur vondra ríkisstjórna sem hrökklast frá í ósætti innbyrðis og með léttingsandvarpi heillar þjóðar sem sér fram á betri tíma, verri geta þeir alla vega ekki orðið. Ekki er verra þegar vondir ríkisstjórnarflokkar fá verðskuldaða ráðningu frá kjósendum. Já, Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfða rak í rogastans er hann sá samskipti formanns Samfylkingarinnar og oddvita í Reykjavík norður við kjósanda í kjördæminu um stöðu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, sem frambjóðanda og væntanlegs þingmanns. Rekur hann ekki minni til þess að hafa áður séð formann í einum flokki tjá sig opinberlega um frambjóðanda eigin flokks með slíkum hætti. Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

EyjanFastir pennar
24.10.2024

Svo sem fram hefur komið áður er Svarthöfði mikill áhugamaður um pólitík. Mætti jafnvel kalla hann nörd á því sviði og væri það ekki ofsagt. Hann man þá tíma er fjórflokkurinn var og hét. Það var á tímum kalda stríðsins og allt í mjög föstum skorðum. Milli stórveldanna ríkti ógnarjafnvægi og í pólitíkinni hér heima Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

EyjanFastir pennar
11.10.2024

Sjaldan er ein báran stök og ekki er öll vitleysan eins. Svarthöfði veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta þegar hann horfir yfir sviðið hér á landi þessa dagana. Íslenskt samfélag minnir á miðnætursýningar Leikfélags Reykjavíkur á gömlum revíum í Austurbæjarbíó. Eða bara farsa eftir Nóbelsskáldið Dario Fo. Hagstofan, sem hefur það einfalda Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Fjárnám er orð dagsins – Ragnar Reykás seðlabankastjóri

Svarthöfði skrifar: Fjárnám er orð dagsins – Ragnar Reykás seðlabankastjóri

EyjanFastir pennar
26.09.2024

Svarthöfði fylgist af næmni með þjóðfélagsmálum og ber hag samborgara sinna mjög fyrir brjósti. Einnig hugar hann að eigin hag og gerir sitt besta til að fylgjast með því sem helst ber á góma t.d. varðandi fjárhagslega heilsu einstaklinga og samfélagsins í heild. Af þeim sökum er hann einn fjölmargra Íslendinga sem bíður spenntur eftir Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn

EyjanFastir pennar
01.09.2024

Svarthöfði skemmtir sér konunglega þessa dagana að fylgjast með pólitíkinni og það hvernig veruleikinn bítur nú í rassinn á hrokafullum pótintátum sem virðast hafa litið á kjósendur sem einfeldinga sem hægt væri að bjóða hvað sem er. Nú, þegar vinstri stjórn Katrínar og Barna hefur setið í því sem næst sjö ár eru Vinstri græn Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Hið fullkomna gegnsæi

Svarthöfði skrifar: Hið fullkomna gegnsæi

EyjanFastir pennar
29.08.2024

Það má líklega jafna því við að bera vatn í bakkafullan læk að fjalla meir um tekjur manna – svona að nýafstaðinni vertíð slíkrar umræðu í kjölfar framlagningar skattskrár. Forðum var keppst um að kaupa eintök af tekjublöðum og voru þau helsta lesefni landsmanna um verslunarmannahelgar árum saman. Því fylgdu svo erfið samtöl starfsmannastjóra fyrirtækja Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt

EyjanFastir pennar
20.08.2024

Svarthöfði er áhugamaður um stjórnmál og hagstjórn og lætur fátt fram hjá sér fara í fjölmiðlum í þeim efnum. Svo sem við er að búast hefur hann oft og iðulega velt vöngum yfir því hvernig á því stendur að upplausn ríkir jafnan í stjórnmálunum og hagstjórnin, ef hagstjórn skyldi kalla, er einatt líkust því sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af