Eru íslenskir karlar þeir heiðarlegustu í Evrópu?
Út er komin ný skýrsla frá hinum háu herrum í Evrópuráðinu, hin svokallaða SPACE-skýrsla. Svarthöfði er einkar ánægður með nafngiftina. Ýmislegt athyglisvert er í skýrslunni að finna sem lýtur að fangelsismálum á Íslandi í samanburði við önnur Evrópuríki. Kemur þar fram að hvergi séu hlutfallslega færri fangar en á Íslandi. 47 af hverjum 100 þúsund Lesa meira
Svarthöfði: Himnaríki og helvíti
Svarthöfði hefur aldrei verið mjög trúrækinn. Barátta hins algóða gegn hinu alslæma finnst Svarthöfða ekki alltaf eiga við í hinum margbreytilega heimi. Sumar reglurnar úr bókinni góðu eru líka hreint út sagt furðulegar eins og blátt bann við neyslu skelfisks. Svarthöfða finnst hörpudiskur hreint lostæti. Hvað um það. Nýlega rambaði Svarthöfði inn á heimspekilegt spjall Lesa meira
Guðaleikurinn: Klónum fræga Íslendinga líka og stofnum skemmtigarð
Herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru nú að basla við að láta klóna hundinn sinn Sám. Í janúar var greint frá því að Sámur væri dáinn en lífsýni voru tekinn úr honum. Verða þau send til Bandaríkjanna þar sem fyrirtækið ViaGen Pets mun sjá um að klóna hann í maí. Alveg eins og Lesa meira
Sadistar hjá Skattinum
Svarthöfði er skattgreiðandi líkt og aðrir fullveðja Íslendingar. Tekur þátt í samneyslunni og leggur lóð sitt á vogarskálarnar. Svarthöfði kveinkar sér ekki yfir sköttum þótt þeir séu að sjálfsögðu allt of háir. En Svarthöfði getur ekki varist þeirri hugsun að hjá Ríkisskattstjóra starfi fólk sem sé haldið sadisma. Að það hafi gaman af því að Lesa meira
Konungsblæti Íslendinga
Flott er að fá reista af sér brjóstmynd úr graníti eða bronsi. Enn þá flottara að fá heila styttu á áberandi stað í bænum. Ólafur Ragnar Grímsson er flottur karl og veit vel af því. Það kitlar því hégómann að fá brjóstmynd á Bessastöðum og máske mun stytta í fullri stærð rísa af honum í Lesa meira
Hver myndi sakna álsins?
Svarthöfði fylgist grannt með tíðindum úr þingheimi. Meira að segja málum sem flestum er sama um og komast ekki svo glatt á forsíður dagblaðanna. Eitt slíkt mál er frumvarp sjávarútvegsráðherra um blátt bann við álaveiðum. Er þetta gert vegna þrýstings umhverfissinna og vísindaelítunnar úti í heimi og dansar Hafró nú eftir þeirra músík. Jafnvel þó Lesa meira
Úrkynjuð bjórmenning
Í vikunni var sagt frá því í fréttum að Guðlaugur utanríkisráðherra hefði skellt sér í bjórbað með finnskum kollega sínum. Að sjálfsögðu fékk ríkið reikninginn, nema hvað! Svarthöfði veltir því hins vegar fyrir sér hvort það sé ekki bara betra að hafa þá aðeins íðí. Samskipti ríkjanna væru kannski yfirhöfuð friðsamlegri og rólegri ef þeir sem stjórna væru alltaf Lesa meira
Svarthöfði: Hingað og ekki lengra, Eurovision!
FókusEnn eitt árið brestur á „Júrómanía“ hjá landanum litla. Sem fyrr þykir Svarthöfða þetta afar miður. Eina ferðina enn sækjast Íslendingar eftir viðurkenningu frá nágrönnum okkar með sjálfumgleðina í fyrirrúmi og senda út nýtt flórsykrað gól sem þykist sverja sig í ætt við tónlist. En þessi hamfarahljóð dægurmenningar eru hægt og bítandi að kæfa innri Lesa meira
Af hverju lifa skyndibitakeðjurnar ekki?
Janúar hefur verið dimmur og kaldur. Ekki vegna veðráttunnar og stöðu jarðarinnar heldur vegna þess að búið er að loka besta veitingastað landsins, Dunkin’ Donuts. Svarthöfði lagði oft leið sína þangað til að gæða sér á úrvals bakkelsi og hágæða kaffi. Man Svarthöfði vel eftir þeim dýrðardegi þegar staðurinn var opnaður og hálf þjóðin stóð Lesa meira
Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar
Svarthöfði ákvað að reyna að vera nútímalegur og byrjaði þess vegna bæði á Snapchat og Instagram. Fékk Svarthöfði því leiðbeiningar um hvaða fólki væri best að fylgjast með eða „adda“ eins börnin segja. Þetta var meðal annars einmana sjómannskona sem reyndist vera strigakjaftur. Einnig einhver bílstjóri og galgopi úr Keflavík sem drekkur ótæpilegt magn af bjór. Hin fyrstu Lesa meira