fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Svarthöfði

Svarthöfði er hræddur

Svarthöfði er hræddur

Fréttir
15.03.2020

Hvernig skal haga sér í samfélagi þar sem faraldur geisar? Svarthöfði hefur ekki svörin á reiðum höndum en fagaðilar og sérfræðingar virðast sjálfir ekki öruggir með hvernig best sé að svara þeirri spurningu. Svarthöfði fær þau skilaboð daglega að bæði þurfi hann að lifa lífinu án þess að snerta neitt sem aðrir gætu hafa snert, Lesa meira

Úr skralli í sóttkví: „Það eru mannlegu mistökin sem oft verða okkur að tímabundnu falli”

Úr skralli í sóttkví: „Það eru mannlegu mistökin sem oft verða okkur að tímabundnu falli”

Fréttir
07.03.2020

Heimurinn eins og við þekkjum hann er umkringdur veirum, viðbjóði og pestum – þó að ekki séu allar smitandi. Einhverjir myndu jafnvel færa rök fyrir því að mannkynið sjálft sé veira á yfirborði jarðar en Svarthöfði er ekki alveg sjálfur kominn í þann stíl þúsaldarhippa. COVID-smit hefur þó í það minnsta fengið okkur undanfarið til Lesa meira

Hasta la vista, baby

Hasta la vista, baby

29.02.2020

Loksins, loksins, loksins sér fyrir endann á þessum ömurlega febrúarmánuði. Svarthöfði er nánast hættur að fylgjast með fréttum, svo miklar eru hörmungarnar. Efling gaggar á Dag og Dagur fer í vörn eins og óþekkur unglingur sem hefur afsakanir fyrir öllum heimsins axarsköftum á reiðum höndum. Börnum í neyð er vísað úr landi líkt og ekkert Lesa meira

Örmagna í verkfalli

Örmagna í verkfalli

Fréttir
22.02.2020

Þar kom að því. Nú hefur þeim sem með völdin fara í þessari höfuðborg okkar Íslendinga endanlega tekist að ganga fram af Svarthöfða. Braggamálið? Það var ekki svo slæmt. Svarthöfði naut þess að rökræða málin fram og til baka í pönnukökuboðum hjá nákomnum. Bílastæðavandinn, göngugötur og framkvæmdir í miðbænum? Svarthöfða var alveg sama enda hann Lesa meira

Langt fram úr áætlun

Langt fram úr áætlun

Fréttir
01.02.2020

Svarthöfði varð hugsi í vikunni eftir að hafa lesið kynningu Eflingar á kröfugerð félagsins í samningaviðræðum við borgina. Þar eru launakröfurnar settar í samhengi við braggann í Nauthólsvík sem olli nokkru fjaðrafoki hér um árið. Bragginn var gott dæmi um kæruleysi opinberra stofnana í meðferð á almannafé, um verkefni sem fóru langt, langt fram úr Lesa meira

Sniðgangan sniðgengin?

Sniðgangan sniðgengin?

Fréttir
25.01.2020

Nú kemur Svarthöfði af fjöllum. Söngvakeppnin heldur sínum dampi án hnökra og ummæla frá pöpulnum sem í fyrra vildi ekkert fremur en að sjá keppnina lagða niður eða sjá Íslendinga leggja ákveðin prinsipp á línuna. Um þetta leyti í fyrra fóru raddir á flug um að sniðganga þessa blessuðu Evróvisjónkeppni og hefði líklega allur aðdragandi Lesa meira

Þessi bölvaða syndaaflausn

Þessi bölvaða syndaaflausn

Fréttir
05.01.2020

Trúaðir Íslendingar biðja almáttugan guð sinn reglulega um sitt daglega brauð og fyrirgefningu syndanna. Svarinu hefur ríkið kallað með hinu svokallaða áramótaskaupi – brauðbita sem ráðamenn og auðvaldið kaupir sér syndaaflausn með. Gerum upp árið, gerum grín að því sem miður fór og höldum svo áfram inn í nýtt ár með hreinan skjöld. Svarthöfði telur Lesa meira

Svarthöfði gerir upp árið

Svarthöfði gerir upp árið

Fréttir
30.12.2019

Þá er kominn tími til að kveðja enn eitt árið og hvað stendur eftir? Svarthöfði sér ekki betur en að við séum ekkert betur sett en fyrir ári. Jafnvel þvert á móti. Flugfélagi fátækari, þungamiðjan í alþjóðlegu spillingarhneyksli, með ríkisstjórn sem rétt hangir saman á þrjóskunni einni saman. Íslendingar orðnir feitastir, þunglyndastir og kvíðnastir í Lesa meira

Eggjastormur í vatnsglasi

Eggjastormur í vatnsglasi

Fréttir
14.12.2019

Svarthöfði elskar nútímatæki. Samfélags- og fréttamiðlar tryggja að upplýsingarnar eru alltaf í rassvasa okkar sem eigum snjallsíma og því þarf enginn að missa af neinu. Ágæti tækninnar sannaði sig ágætlega í vikunni sem leið þar sem skapaðist múgæsingur út af slæmri veðurspá. Svarthöfði elskar múgæsing en hatar múgsefjun. Vikan sem leið olli sko ekki vonbrigðum. Lesa meira

Svarthöfði fetar fótspor Haraldar

Svarthöfði fetar fótspor Haraldar

Fréttir
08.12.2019

Svarthöfði tilkynnir hér með að hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra þegar það verður auglýst. Núverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, stígur til hliðar um áramótin, í kjölfar harðrar gagnrýni og vantraustsyfirlýsinga. Haraldi var þó ekki gert að víkja, heldur fékk hann að biðjast undan embættinu að eigin frumkvæði. Og nú er komið að Svarthöfða að taka við embættinu. Enda Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af