Segir ríkisstjórnina komna á endastöð – VG fengi þrjá þingmenn og öll áform Katrínar í uppnámi
EyjanÓboðlegt er og grímulaus afskræming lýðræðisins að formaður flokksins sem mælist minnstur núverandi þingflokka í könnunum leiði ríkisstjórnina. Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að Katrín Jakobsdóttir sé rúin trausti og takist engan veginn að halda friði á stjórnarheimilinu eins og meðal annars megi sjá af þeim einstaka atburði sem varð í síðustu Lesa meira
Hóta Svandísi skaðabótamálum ef blóðmerahald verður takmarkað – „Stórt loftslagsmál“
FréttirBændasamtökin hafa sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra formlega kvörtun vegna breytinga á reglum um blóðmerahald. Muni starfsemin dragast saman megi íslenska ríkið eiga von á bótakröfum. Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 15. september síðastliðinn að tekin hafi verið ákvörðun um að fella blóðmerahald undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. En sú reglugerð gildir ekki Lesa meira
Afsögn Bjarna pólitísk refskák sem ekkert hefur með siðbót að gera, segir fyrrverandi forsætisráðherra
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki jafngilda afsögn og að axla ábyrgð að fjármálaráðherra hætti sem fjármálaráðherra til að taka við öðru ráðherraembætti. Í vikulegum pistli sínum á Eyjunni, Af kögunarhóli, bendir Þorsteinn á að Bjarni Benediktsson hafi ekki formlega beðist lausnar sem fjármálaráðherra jafnframt því sem hann haldi því opnu Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Afsögn án afsagnar
EyjanFastir pennarÁformum Bjarna Benediktssonar um að hverfa úr fjármálaráðuneytinu án formlegrar lausnarbeiðni og halda því um leið opnu að taka við öðru ráðherraembætti hefur verið líkt við afsögn. Það er þá fyrsta afsögn án afsagnar, sem sögur herma. Væntanlega verður haldinn ríkisráðsfundur á Bessastöðum á næstunni. Ljúki fundinum á þann veg að allir, sem til hans Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ekki heilindi og heiðarleiki, heldur lúmsk flétta til verndar sérhagsmunum
EyjanUndirrituðum kom nokkuð á óvart skyndileg virðing og stimamýkt Bjarna Benediktssonar við stjórnsýsluna. Er hann þá, þrátt fyrir allt, maður mikilla heilinda og heiðarleika, maður virðingar, stimamýktar og undirgefni við stjórnsýslu? Eiga þá ráðherrar, að bukta sig og beygja fyrir stjórnsýslu, líka þó að þeir séu henni algjörlega ósammála, eins og hann segir nú allt Lesa meira
Áslaugu Örnu þykir leitt að hafa birt mynd af Svandísi
EyjanÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra birti fyrir stuttu færslu á Facebook-síðu sinni en þar fjallar hún um ávarp sitt á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni. Ávarpið vakti mikla athygli ekki síst fyrir þær sakir að í upphafi ávarpsins hæddist hún að öðrum ráðherra í ríkisstjórninni, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Fyrir þessi orð hefur Áslaug Arna Lesa meira
Orðið á götunni: Lifa Vinstri græn af brotthvarf Katrínar?
EyjanSamkvæmt orðinu á götunni hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að bjóða sig ekki oftar fram til setu á Alþingi Íslendinga. Hún hefur nú gegnt starfi þingmanns frá árinu 2007 og var ráðherra menntamála í hinni óvinsælu vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá 2009 til 2013. Lítið fór fyrir Katrínu í þeirri ríkisstjórn enda sagði Steingrímur Sigfússon, þáverandi Lesa meira
Svandís sendir eigendum Morgunblaðsins pillu – Telja peningaöflin að þeim sé ógnað?
EyjanSvandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að eigendur Morgunblaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétti nú raðirnar vegna frumvarps sem nú er í smíðum að heildarlögum um sjávarútveg. Verður einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Svandís skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag þar sem hún sendir eigendum blaðsins væna pillu. Hún Lesa meira
Jón Gunnarsson segir VG ekki starfa af heilindum og telur að Svandís Svavarsdóttir eigi að víkja
EyjanJón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að Svandís Svavarsdóttir hafi gerst brotleg við lög er hún bannaði hvalveiðar fyrr í sumar. Hann segir að ráðherra sem brjóti gegn stjórnarskrá eigi að víkja úr embætti. Vinstri græn vörðu Jón gegn vantrauststillögu á þingi í vor með því skilyrði að hann hyrfi úr ríkisstjórn nú í sumar. Þetta Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Sér Elliði bjarta framtíð fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
EyjanFastir pennarSvarthöfði rak upp stór augu í morgun þegar hann las það haft eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi og flokksráðsmanni í Sjálfstæðisflokknum, að hann tryði ekki öðru en að Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi myndi styðja vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, kæmi slík fram á þingi. Raunar sagðist Elliði reikna með því að Svandís segi af sér Lesa meira