Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG
EyjanSvandís Svavarsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinar græns framboðs og fyrrum þingmaður, ráðherra og borgarfulltrúi flokksins gerir upp árið 2024 í sögu hans í pistli sem birtist á gamlársdag. Óhætt er að segja að árið hafi reynst sannkallað „annus horribilis“ í sögu flokksins en hann datt eins og kunnugt er út af þingi í Alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Lesa meira
Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar
EyjanFjölmiðlar og aðrir hafa að undanförnu fjalla um hrun Vinstri grænna og einnig tekið viðtöl við Katrínu Jakobsdóttur um ósigur hennar í forsetakosningunum og niðurlægingu Vinstri grænna sem hún stýrði í ellefu ár og var reyndar lykilmanneskja í flokknum í tvo áratugi. Þegar Steingrímur J. Sigfússon, fyrsti formaður flokksins, var búinn að missa fylgi Vinstri Lesa meira
Snorri allt annað en sáttur við Svandísi: „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“
FréttirSnorri Másson, fjölmiðlamaður og efsti maður á lista Miðflokksins í Reykjavík suður fyrir komandi kosningar, vandar Svandísi Svavarsdóttur, þingkonu og fyrrverandi ráðherra, ekki kveðjurnar. Snorri skrifar grein á vef sinn, ritstjori.is, þar sem hann svarar ummælum sem Svandís lét falla í hlaðvarpsþættinum Ein pæling á dögunum og fjallað var um á Vísi. Í þættinum talaði Svandís, Lesa meira
Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
FréttirOddvitar Vinstri grænna í Reykjavík eru ósammála um það hvort Ísland eigi að vera í NATO. Svandís Svavarsdóttir, formaður flokksins og oddviti í Reykjavík suður, telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan NATO en Finnur Ricart Andrason, oddviti í Reykjavík norður, er henni ósammála. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Finnur að því fylgi bæði Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
EyjanBaráttan fyrir hvalveiðibanni hefur verið ofarlega á stefnuskrá Vinstri grænna um langa hríð og er það því sorgleg staðreynd að ekki hefur verið veitt meira af stórhveli, langreyði, síðustu áratugi, en einmitt síðustu 7 árin í stjórnar- og forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur/Vinstri grænna. Vinstri grænir hafa nú í 3 ár haft tækifæri til að standa við Lesa meira
Orðið á götunni: Svandís málar sig og flokkinn út í horn – afleikur aldarinnar
EyjanOrðið á götunni er að eftir að hafa stýrt Vinstri grænum í rúma viku sem formaður hafi Svandís Svavarsdóttir afrekað það að mála sig og flokkinn út í horn í íslenskum stjórnmálum. Pólitískur afleikur aldarinnar að margra mati. Svandís hóf formannsferil sinn með hótunum gagnvart samstarfsflokkunum í ríkisstjórn til sjö ára og lét setja inn Lesa meira
Svandís fær á baukinn: „Ráðabruggið lýsti ótrúlegri vanþekkingu á stjórnskipan landsins“
Fréttir„Svo kann að fara að Svandís setji nýtt Íslandsmet flokksformanns í að ganga af flokki sínum dauðum. Það yrði þjóðinni ekkert reiðarslag; skynsamir, heilsteyptir og heiðarlegir vinstrimenn hafa í önnur hús að venda.“ Þetta eru lokaorð leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag þar sem föstum skotum er skotið að Svandísi Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna, um atburðarás síðustu Lesa meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn verða sterkari í kosningunum – óvíst hvernig Samfylkingu og Miðflokki haldist á öllu fylginu
EyjanÁ einni viku breyttist hið pólitíska landslag úr því að Vinstri græn væru með kverkatak á Sjálfstæðisflokknum og gætu hert að vild fram til kosninga sem fara skyldu fram í apríl á næsta ári yfir í að Bjarni Benediktsson hefur rifið sinn flokk lausan úr því taki og virðist hafa keyrt Vinstri græn upp að Lesa meira
Össur segir að Svandís eigi leik í stöðunni: Svona gæti hún fellt ríkisstjórn Bjarna
FréttirÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir að það sé algjörlega á valdi Svandísar Svavarsdóttur, formanns VG, hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram sem forsætisráðherra í þeirri hörðu kosningabaráttu sem nú fer í hönd. Össur skrifaði á Facebook í morgun athyglisverða greiningu á stöðunni sem upp er komin eftir að Bjarni Benediktsson ákvað að binda enda á Lesa meira
Óli Björn segir hingað og ekki lengra: „Nú er langlundargeð mitt endanlega þrotið“
FréttirÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ómyrkur í máli í garð Vinstri grænna í aðsendri grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann segir að Vinstri grænir hafi í raun bundið enda á stjórnarsamstarfið og segir að langlundargeð hans sé endanlega þrotið. „Svandís Svavarsdóttir nýr formaður Vinstri grænna er að misskilja eigin stöðu og Lesa meira