fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Suðurland

Hrædd við að fara í íshellaferð eftir slysið á Breiðamerkurjökli

Hrædd við að fara í íshellaferð eftir slysið á Breiðamerkurjökli

Fréttir
26.08.2024

Ferðamaður sem staddur er á Íslandi segist vera mjög óviss og raunar hræddur við að fara í ferð um íshelli sem hann átti bókaða í dag, með fjölskyldu sinni, vegna slyssins sem varð á Breiðamerkurjökli í gær. Ferðamaðurinn segir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit þar sem hann segist hafa þegar haft samband við Lesa meira

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Fréttir
26.08.2024

Árni Tryggvason, ljósmyndari og fyrrverandi leiðsögumaður, segir að ferðaþjónustan eigi ekki að vera áhættustarfsgrein. Árni gerir hið hörmulega slys sem varð í Breiðamerkurjökli í gær að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en einn er látinn og tveggja saknað eftir að ísveggur gaf sig. Árni segir að á árunum eftir hrun, þegar lítið var að gera í Lesa meira

Leita áfram við erfiðar aðstæður

Leita áfram við erfiðar aðstæður

Fréttir
26.08.2024

Leit að tveimur ferðamönnum sem voru í íshelli á Breiðamerkurjökli í gær þegar hrundi úr honum stendur enn yfir. Aðstæður á svæðinu er erfiðar eins og myndin hér að ofan ber með sér. Alls voru 25 ferðamenn af ýmsum þjóðernum á svæðinu þegar hrundi úr hellinum. Viðbragðsaðilar náðu tveimur í gær og var annar þeirra Lesa meira

Einn látinn eftir slysið við Breiðamerkurjökul

Einn látinn eftir slysið við Breiðamerkurjökul

Fréttir
25.08.2024

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi hafa í dag og í kvöld leitað að tveimur aðilum sem talið er að hafi orðið undir ís fyrr í dag þegar hrun varð úr íshelli á Breiðamerkurjökli. Um var að ræða 25 manna hóp erlendra ferðamanna af nokkrum þjóðernum sem voru í íshellaskoðun þegar slysið varð. Mikill fjöldi björgunarfólks og viðbragðsaðila Lesa meira

Enn tveggja leitað í Breiðamerkurjökli – tveir alvarlega slasaðir

Enn tveggja leitað í Breiðamerkurjökli – tveir alvarlega slasaðir

Fréttir
25.08.2024

Fjórir eintaklingar urðu undir ísfargi þegar íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli fyrr í dag. Viðbragðsaðilum tókst að ná tveimur úr ísnum, sem eru alvarlega slasaðir, en tveir eru enn fastir og er nú unnið hörðu höndum að því að ná þeim út. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi en þar kemur fram Lesa meira

Alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli – Íshellir hrundi og fólk fast í hellinum

Alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli – Íshellir hrundi og fólk fast í hellinum

Fréttir
25.08.2024

Landhelgisgæslan hefur sent af stað tvær þyrlur vegna slyss við Breiðamerkurjökul í suðaustanverðum Vatnajökli. Það er vestan við Jökulsárlón. Íshellir hrundi og slasað fólk er fast inni í hellinum. Visir.is greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar er um umfangsmikla aðgerð að ræða. Fleiri viðbragðsaðilar hafa verið sendir á staðinn, lögregla, sjúkrabíll, Lesa meira

Eldri hjón kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn húsbrotsins í Eystra Fíflholti

Eldri hjón kæra ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rannsókn húsbrotsins í Eystra Fíflholti

Fréttir
10.04.2024

Hjónin Þorsteinn Markússon og Þóra Gissurardóttir hafa kært ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurlandi að fella niður rannsókn húsbrotsmáls á bænum Eystra Fíflholti í Landeyjum. Lögreglustjóri hafði áður neitað að rannsaka málið. Hjónin voru með ótímabundinn leigusamning að húsnæðinu við fólkið sem keypti jörðina af þeim en honum var einhliða rift, skipt um lása og búslóðin flutt Lesa meira

Eldri hjón kærðu húsbrot eftir að leigusali tæmdi húsið – „Við vorum eins og ein fjölskylda“

Eldri hjón kærðu húsbrot eftir að leigusali tæmdi húsið – „Við vorum eins og ein fjölskylda“

Fréttir
24.02.2024

Eldri hjónum sem bjuggu á Eystra Fíflholti í Landeyjum brá heldur betur í brún þegar þau sneru heim úr ferðalagi til Vestmannaeyja í maí árið 2022. Búið var að tæma húsið þeirra, skipta um lása og setja hestakerru fyrir hurðina. Hjónin höfðu gert samning um að fá að búa í húsinu svo lengi sem þau Lesa meira

Þrír bílar lentu saman í hörðum árekstri nálægt Þorlákshöfn

Þrír bílar lentu saman í hörðum árekstri nálægt Þorlákshöfn

Fréttir
09.12.2023

Núna um klukkan 13:00 lentu saman þrír bílar í harkalegum árekstri á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar. Vísir greindi fyrst frá. Engin slys urðu á fólki en eins og sést á mynd frá vettvangi eru bílarnir mikið skemmdir. Er slökkvilið enn á vettvangi að hreinsa upp brakið. Alvarleg slys hafa áður orðið á þessum gatnamótum og Lesa meira

Guðni er ósáttur – „Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga“

Guðni er ósáttur – „Þetta getum við Sunnlendingar ekki látið yfir okkur ganga“

Fréttir
18.08.2022

„Þetta er galið, þetta eru galin áform. Kötluvikurinn getur ekki verið svona dýrmætur, það stendur ekkert undir svona flutningum nema gull eða fíkniefni.“ Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi á Selfossi en hann er meðal fjölmargra Sunnlendinga sem eru ósáttir við og mótmæla fyrirætlunum þýsk-íslenska fyrirtækisins EP Power Minerals um stórfellda vikurflutninga langar leiðir á þjóðvegum landsins. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af