Þurfa að greiða 1.300 milljarða í erfðaskatt
PressanErfingjar Lee Kun–hee, fyrrum stjórnarformanns Samsung Electronics, þurfa að greiða sem svarar til um 1.300 milljarða íslenskra króna í erfðaskatt. Erfingjarnir skýrðu frá þessu í gær. Lee, sem á heiðurinn af að hafa gert Samsung að stærsta framleiðanda farsíma og minniskorta í heiminum, lést 25. október síðastliðinn 78 ára að aldri. Eignir hans voru metnar á 2.100 milljarða íslenskra króna en Lesa meira
Láta undan kröfum Norður-Kóreu og banna áróðurssendingar yfir landamærin
PressanStjórnvöld í Suður-Kóreu hafa látið undan kröfum einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu um að banna aðgerðarsinnum að senda áróður af ýmsu tagi norður yfir landamæri ríkjanna. Bannið er rökstutt með að það „ógni öryggi“ þeirra Suður-Kóreubúa sem búa nærri landamærunum. Aðgerðarsinnar ætla ekki að láta bannið stoppa sig. Áratugum saman hafa aðgerðarsinnar farið að landamærunum og sent stórar blöðrur norður yfir með Lesa meira
Norður-Kórea rýfur þögnina og varar Bandaríkin við
PressanFrá því að Joe Biden og stjórn hans tóku við völdum hefur verið reynt að ná sambandi við stjórnvöld í Norður-Kóreu en þau hafa ekki látið ná í sig og hafa haft hægt um sig í sínu harðlokaða landi. En í gær barst lífsmark frá einræðisríkinu þegar Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong-un, varaði stjórn Biden við að misstíga sig í fyrstu Lesa meira
Sofandi landamæraverðir – Sex klukkustundir liðu án þess að tekið væri eftir honum
PressanEinhverjir skammast sín væntanlega hjá suður-kóreska hernum þessa dagana eftir að Norður-Kóreumaður komst óséður yfir til Suður-Kóreu yfir víggirtistu landamæri heims. Hann kom fram á fimm eftirlitsmyndavélum en enginn veitti því eftirtekt og í sex klukkustundir ráfaði hann um landamærin á leið sinni yfir þau. The Guardian segir að maðurinn hafi synt til Suður-Kóreu snemma að morgni 16. febrúar. Hann Lesa meira
Allir aldurshópar í Suður-Kóreu fá bóluefnið frá AstraZeneca
PressanYfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast bólusetja fólk, eldra en 65 ára, með bóluefninu frá AstraZeneca en yfirvöld víða um heim hafa farið aðra leið og heimila ekki að fólk í þessum aldurshópi fái þetta bóluefni. Kim Gang-lip, aðstoðarheilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi á miðvikudaginn. Hann lagði áherslu á að yfirvöld myndu stíga mjög varlega til jarðar í þessum Lesa meira
Barneignir í Suður-Kóreu – „Lúxus sem ég hef ekki efni á“
PressanSuður-kóreskar konur eignast sífellt færri börn að meðaltali. Þetta hefur leitt til þess að nú fer landsmönnum fækkandi en það gerðist í fyrsta sinn í sögunni á síðasta ári. Um leið fer meðalaldur þjóðarinnar hækkandi. Það verða því færri vinnandi hendur í framtíðinni til að sjá fyrir og annast sífellt fleira eldra fólk. Mikið ramakvein kvað við Lesa meira
Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu
PressanÍ fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu á einu ári. Þetta gerðist á síðasta ári en yfirvöld birtu nýlega tölur um mannfjölda í þessu fjórða stærsta hagkerfi Asíu. Ástæður fólksfækkunar eru hærri meðalaldur og lækkandi fæðingartíðni. Í lok ársins 2020 voru landsmenn rúmlega 51,8 milljónir og hafði fækkað um 20.838 frá 2019. Fólki Lesa meira
Banna aðgerðasinnum að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu
PressanSuður-kóreska þingið hefur samþykkt lög sem gera það refsivert að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu. Stjórnarandstæðingar hafa mótmælt lögunum harðlega og það hafa fleiri gert og segja vegið að tjáningarfrelsinu til þess eins að bæta sambandið við erkifjendurna í norðri. 187 þingmenn studdu frumvarpið, flestir stjórnarþingmenn sem styðja stefnu Moon Jae-in, forseta, um bætt samskipti við Norður-Kóreu. Andstæðingar Lesa meira
Einn alræmdasti raðmorðinginn í sögu Suður-Kóreu er hissa á að hafa ekki náðst fyrr
PressanLee Chun-jaen, 57 ára, hefur játað fyrir dómi í Suður-Kóreu að hafa myrt 14 konur og stúlkur fyrir þremur áratugum í einu þekktasta raðmorðingjamáli landsins. Hann segist hissa á að hafa ekki náðst fyrr. „Ég vil ekki að þessir glæpir verði grafnir að eilífu,“ sagði Lee fyrir dómi í Suwon. Hann játaði morðin fyrir lögreglunni á síðasta Lesa meira
Háttsettur norður-kóreskur stjórnarerindreki hvarf fyrir tveimur árum – Er nú kominn í leitirnar
PressanFyrir tveimur árum hurfu Jo Song Gil og eiginkona hans á dularfullan hátt í Róm. Þau höfðu þá rétt yfirgefið sendiráð Norður-Kóreu en Jo Song Gil var þá starfandi sendiherra landsins á Ítalíu. Ekkert var vitað um afdrif hans fyrr en í þessari viku þegar Ha Tae-keung, þingmaður, staðfesti orðróm um að Jo hefði látið sig hverfa og leitað á náðir nágrannanna í Suður-Kóreu. Hann Lesa meira