Kamala Harris fer að landamærum Kóreuríkjanna á fimmtudaginn
PressanKamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun fara að hlutlausa beltinu á milli Suður- og Norður-Kóreu á fimmtudaginn. Þetta er fjögurra kílómetra breitt svæði á milli ríkjanna, tveir kílómetrar hvorum megin við hin formlegu landamæri. Bandarískur embættismaður staðfesti þetta og sagði að heimsóknin muni leggja áherslu á hversu sterkt bandalag Suður-Kóreu og Bandaríkjanna er gagnvart „sérhverri ógn sem Lesa meira
Barnslíkin í ferðatöskunum – Kona handtekin
PressanLögreglan í Suður-Kóreu handtók í dag konu sem er talin vera móðir tveggja barna sem eru talin hafa verið myrt. Lík þeirra fundust nýlega í ferðatöskum á Nýja-Sjálandi. Konan var handtekin snemma í morgun í Ulsan. Hún er 42 ára. CNN skýrir frá þessu. Eins og DV skýrði frá í sumar þá voru líkin í ferðatöskum sem nýsjálensk Lesa meira
Hunsa Norður-Kóreu og hefja heræfingar
PressanTil að styrkja varnir Suður-Kóreu hófu suðurkóreski og bandaríski herinn sameiginlega heræfingu í dag. Hún stendur fram til mánaðamóta. Æfingin fer fram á tíma sem mikil spenna ríkir á milli Norður-Kóreu annars vegar og Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hins vegar. Suðurkóreskir embættismenn segja að markmið æfingarinnar sé að styrkja viðbúnað herja ríkjanna við vopnatilraunum og eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. Lesa meira
Mikil flóð í Suður-Kóreu – Manntjón í Seoul
PressanAð minnsta kosti sjö manns létust í mikilli úrkomu og flóðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni í nótt að íslenskum tíma. Í gærkvöldi mældist úrkoman meira en 100 mm á klukkustund og sums staðar allt að 140 mm á klukkustund. Kóreska veðurstofan (KMA) segir að þetta sé mesta úrkoma sem mælst hefur í marga áratugi. Úrkoman hefur valdið rafmagnsleysi Lesa meira
Pólverjar kaupa 980 skriðdreka og fleiri hergögn frá Suður-Kóreu
PressanPólsk yfirvöld hafa ákveðið að kaupa 980 skriðdreka, rúmlega 600 stórskotaliðsbyssur og tugi orustuþota frá Suður-Kóreu. Að hluta til eru þessi kaup til að mæta gjöfum Pólverja til Úkraínu en þeir hafa gefið Úkraínumönnum mikið magn hergagna vegna innrásar Rússa í landið. CNN skýrir frá þessu og hefur eftir pólska varnarmálaráðuneytinu. Fram kemur að um 980 K2 skriðdreka Lesa meira
Trúarleiðtogi sem læknar með að pota í augu talinn miðpunktur kórónuveirufaraldurs
PressanLítt þekktur suðurkóreskur trúarsöfnuður er nú miðpunktur kórónuveirufaraldursins þar í landi. Leiðtogi hans potar í augu fólks til að lækna það en hann er talinn hafa komið faraldri af stað meðal safnaðarmeðlima. Smitum hefur fjölgað ört í Suður-Kóreu að undanförnu og yfirvöld reyna nú að halda aftur af faraldrinum sem er farinn að valda miklu Lesa meira
Kim Jong-un íhugar að koma á sambandi við Suður-Kóreu á nýjan leik
PressanKim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, íhugar að koma aftur á samskiptum við Suður-Kóreu. Ef af verður mun það gerast snemma í október. Þá getur hann rætt beint við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu. Það var norðurkóreska fréttastofan KCNA sem skýrði frá þessu. Í frétt hennar segir að leiðtoginn íhugi að opna á nýjan leik nokkrar símalínur á milli ríkjanna Lesa meira
Sekta Google um 22 milljarða
PressanSamkeppnisyfirvöld í Suður-Kóreu sektuðu í dag Google fyrir að misnota ráðandi markaðsstöðu sína hvað varðar stýrikerfi. Sektin nemur sem svarar til um 22 milljarða íslenskra króna. Málið snýst um tilraunir Google til að takmarka samkeppni hvað varðar stýrikerfi fyrir farsíma. Samkeppnisyfirvöld rannsökuðu ásakanir um að Google hefði komið í veg fyrir að innlendir framleiðendur farsíma gætu nýtt sér önnur stýrikerfi en Android stýrikerfi Google. Lesa meira
Kóreuríkin hafa komið upp sambandi sín á milli á nýjan leik
PressanRáðamenn í Kóreuríkjunum hafa náð saman um að koma upp sambandi á milli ríkjanna á nýjan leik. Norður-Kórea lokaði fyrir allar samskiptalínur við nágrannana í suðri í júní á síðasta ári og síðan hafa samskipti ríkjanna ekki verið nein og ráðamenn hafa ekki ræðst við. Ástæðan fyrir að norðanmenn lokuðu á samskiptalínurnar var óánægja þeirra með áróður Lesa meira
Suður-Kórea ætlar að framleiða einn milljarð skammta á ári af bóluefnum gegn COVID-19
PressanÍ Suður-Kóreu er markið sett hátt hvað varðar framleiðslu á bóluefnum gegn COVID-19. Markmiðið er að framleiða einn milljarð skammta á ári og er aðallega horft til bóluefna sem eru byggð á mRNA-tækninni. Embættismaður í Seoul skýrði nýlega frá þessu. Hann sagði að stjórnvöld væru í viðræðum við framleiðendur mRNA-bóluefna en þeirra á meðal eru Pfizer/BioNTech og Moderna. Ef þetta gengur upp mun Lesa meira