Segir að innrás Rússa í Úkraínu geti hrundið þriðju heimsstyrjöldinni af stað
EyjanYuliia Laputina, ráðherra málefna uppgjafahermanna í Úkraínu, segir að ef Rússar ráðast af fullum þung á Úkraínu, eins og margir telja að þeir hafi í hyggju, þá séu Úkraínumenn reiðubúnir til að verjast. Hún segir að slík árás geti einnig hrint þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Þetta sagði Laputina, sem áður var einn af æðstu yfirmönnum úkraínsku leyniþjónustunnar, í Lesa meira
SÞ vara við hættu á alvarlegri hungursneyð í Tigray í Eþíópíu
PressanAð minnsta kosti 20% íbúa í Tigray-héraðinu í Eþíópíu standa frammi fyrir alvarlegri hungursneyð að mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Mark Lowcock, hjá Matvælahjálp SÞ, á fundi hjá öryggisráði SÞ á þriðjudaginn. Hann sagði að þörf sé á nýjum aðgerðum í héraðinu til að koma í veg fyrir hungursneyð í þessu stríðshrjáða héraði. Aðvörun hans kemur um Lesa meira
Vonir vakna um frið í Líbíu með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar
PressanÍ kjölfar árásar NATO á Líbíu 2011 hefur ringulreið og borgarastyrjöld ríkt í landinu. En nú hafa vaknað vonir um frið með nýrri ríkisstjórn sem tók við völdum á mánudaginn. Verkefni hennar er að reyna að sameina landið og binda enda á ofbeldið. Nýja ríkisstjórnin tók við völdum eftir viðræður sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um. „Ég Lesa meira
400.000 hafa látist í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi
PressanÍ gær, mánudag, voru tíu ár síðan borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út en það gerðist í tengslum við hið svokallaða Arabíska vor. Mótmælendur flykktust þá út á götur í Deraa, í suðurhluta landsins, og mótmæltu stjórn Bashar al-Assad. Stjórnarherinn svaraði þessu með skothríð og handtökum. Þar með var borgarastyrjöldin hafin. Á þessum tíu árum hafa að minnsta kosti Lesa meira
15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum
PressanÁ fyrri helmingi ársins neyddust milljónir manna til að flýja heimili sín og eru ástæður þess margvíslegar. Samkvæmt tölum frá Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) í Sviss þá hröktust 15 milljónir manna frá heimilum sínum í 120 löndum á fyrri helmingi ársins. Óveður, flóð, skógareldar og engisprettur hröktu 10 milljónir að heiman. Í Sýrlandi, Kongó og Búrkína Fasó voru það stríðsátök sem hröktu Lesa meira
Átök yfirvofandi á Gasa – Ísraelsher flytur þúsundir hermanna að landamærunum
EyjanEldflaug var skotið frá Gasa snemma í morgun og lenti hún á íbúðarhúsi í miðhluta Ísrael. Að minnsta kosti sex manns særðust. Ísraelsk stjórnvöld voru ekki lengi að skella skuldinni á Hamas-samtökin en þau ráða ríkjum á Gasa. Viðbúið er að viðbrögð Ísraelsmanna verði hörð. Ronen Manelis, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að nú Lesa meira
Ísraelsher sagður hafa gert loftárásir á Damaskus í Sýrlandi
PressanAðfaranótt miðvikudags voru loftárásir gerðar á nokkur skotmörk nærri Damaskus höfuðborg Sýrlands. Meðal skotmarkanna voru vopnageymslur á vegum Írana og birgðastöðvar þeirra en þær eru undir daglegri stjórn Hizbollah-samtakanna sem Íranar styðja með ráðum og dáð. Grunur vaknaði strax um að Ísraelsher hefði staðið á bak við árásirnar og nú segir AP að háttsettur heimildarmaður Lesa meira
Ætla Rússar að ráðast á Úkraínu? Miklir liðsflutningar við landamærin
PressanSpennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur farið vaxandi að undanförnu eftir að Rússar hertóku þrjú úkraínsk herskip og handtóku 20 manna áhafnir þeirra. Petro Porosjenki, forseti Úkraínu, segir að hertakan hafi verið fyrsta skref Rússa að innrás í Úkraínu. Hann segir að rússneski herinn hafi nú sent mikinn liðsafla að landamærum ríkjanna. Hertaka skipanna Lesa meira
80 fóru í stríð en 81 sneri heim
FókusSmáríkið Liechtenstein er ekki beint þekkt sem mikið hernaðarveldi enda er íbúafjöldinn svipaður og í Kópavogi. Hertogadæmið hefur þó fengið sinn skerf af innrásum og yfirtöku líkt og flest Evrópuríki í gegnum aldirnar. Til dæmis þegar Napóleon Frakklandskeisari lagði það undir sig í upphafi nítjándu aldar í tilraun sinni til að verða alheimseinvaldur. Landið er Lesa meira
Íranar hafa styrkt stöðu sína í valdataflinu í Mið-Austurlöndum
Undanfarið hefur örfoka og torfært eyðimerkursvæði á landamærum Sýrlands og Íraks dregið að sér mikla athygli ýmissa ríkja. Svæðið er um 20 kílómetrar að lengd. Þar hafa hersveitir, sem Íranar styðja, komið sér fyrir og hafa nú yfirráð yfir landamærunum. Hætt er við að þetta svæði verði nú miðpunktur mikils uppgjörs Bandaríkjanna og Írans um Lesa meira