fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

stjórnmál

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Fréttir
05.09.2022

Rúmlega 40% Bandaríkjamanna telja hugsanlegt að borgarastyrjöld brjótist út í landinu á næstu tíu árum. Sérfræðingar segja þetta „ógnvekjandi“ og óttast pólitískt ofbeldi og óeirðir. Ekki er langt síðan að Lindsey Graham, öldungardeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sagði að ef Donald Trump, fyrrum forseti, verði ákærður í kjölfar húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili hans í Mar-a-Lago verði óeirðir á götum úti. Þetta óttast margir Lesa meira

Danskur þingmaður vill snúa aftur úr veikindaleyfi en flokkur hans vill ekki sjá hann

Danskur þingmaður vill snúa aftur úr veikindaleyfi en flokkur hans vill ekki sjá hann

Eyjan
09.08.2021

Danski þingmaðurinn Naser Khader segist vera búinn að jafna sig af veikindum og sé reiðubúinn til að snúa aftur til starfa en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í apríl. En flokkur hans, Det Konservative Folkeparti (Íhaldsflokkurinn), vill ekki fá hann aftur, að sinni. Khader fór í veikindaleyfi í kjölfar ásakana um að hann hefði haft í hótunum við fólk sem gagnrýndi hann Lesa meira

Jared Kushner hættir í stjórnmálum og snýr sér að fjárfestingum

Jared Kushner hættir í stjórnmálum og snýr sér að fjárfestingum

Pressan
30.07.2021

Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum en hann hefur starfað sem einn af aðalráðgjöfum Trump. Hann hyggst stofna fjárfestingarfyrirtækja og einbeita sér að rekstri þess. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Kushner sé á lokametrunum við stofnun fjárfestingarfyrirtækis sem mun heita Affinity Partners en það verður staðsett í Miami. Kushner, sem er kvæntur Ivanka Trump, hyggst einnig opna skrifstofu í Ísrael til Lesa meira

Sænsku hægriflokkarnir þrýsta á ríkisstjórnina vegna innflytjendamála

Sænsku hægriflokkarnir þrýsta á ríkisstjórnina vegna innflytjendamála

Pressan
04.05.2021

Leiðtogar sænsku stjórnmálaflokkanna mættust í sjónvarpskappræðum á sunnudagskvöldið þar sem innflytjenda- og flóttamannamál voru rædd. Hægriflokkarnir sóttu hart að ríkisstjórninni sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna undir forystu Stefan Löfven, forsætisráðherra og formanns jafnaðarmanna. Löfven er undir vaxandi þrýstingi frá stjórnarandstöðunni um að herða lög og reglur er varða innflytjenda- og flóttamannamál. Það eru Modereaterna, Kristilegir demókratar, Lesa meira

Svíþjóðardemókratarnir komast til áhrifa á sænska þinginu

Svíþjóðardemókratarnir komast til áhrifa á sænska þinginu

Pressan
14.04.2021

Frá 2010 hafa Svíþjóðardemókratarnir, sem er hægriflokkur andsnúinn innflytjendum, verið algjörlega á hliðarlínunni á sænska þinginu og algjörlega áhrifalausir þrátt fyrir að flokkurinn sé sá þriðji stærsti á þingi með 62 þingmenn. Um þetta hefur ríkt samstaða á meðal annarra stjórnmálaflokka. En nú verður breyting á og allt stefnir í að þeir komist til áhrifa Lesa meira

Segja að kristni eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum – „Ofnæmisviðbrögð við trúuðum hægrimönnum“

Segja að kristni eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum – „Ofnæmisviðbrögð við trúuðum hægrimönnum“

Pressan
11.04.2021

Sífellt færri Bandaríkjamenn sækja kirkju og meðal þess sem veldur því eru hægrimenn sem telja sig kristna og gera mikið úr kristinni trú sinni. Tæplega helmingur þjóðarinnar er skráður í trúarsöfnuði en trúarbrögð, sérstaklega kristni, hafa enn sterk ítök í stjórnmálum, sérstaklega þar sem sífellt fleiri Demókratar snúa baki við trúarbrögðum. Tæplega 47% þjóðarinnar eru Lesa meira

Liz Cheney heldur sæti sínu í forystu Repúblikanaflokksins

Liz Cheney heldur sæti sínu í forystu Repúblikanaflokksins

Eyjan
05.02.2021

Í janúar fór Liz Cheney, þingmaður Repúblikanaflokkins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gegn stefnu flokksins þegar hún greiddi atkvæði með því að Donald Trump yrði stefnt fyrir ríkisrétt. Margir kröfðust þess að henni yrði vikið úr stjórn flokksins en þá atlögu stóð hún af sér á öruggan hátt á miðvikudagskvöldið þegar þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði um málið. 145 studdu áframhaldandi veru Lesa meira

Gæti allt eins verið svikalogn segir Aðalheiður um stöðuna í stjórnmálum

Gæti allt eins verið svikalogn segir Aðalheiður um stöðuna í stjórnmálum

Eyjan
03.02.2021

Undanfarin áratug hefur eins konar stjórnarkreppa ríkt hér á landi og hún hefur jafnvel ríkt lengur en það. En svo virðist að það mikla vantraust sem hefur ríkt í garð stjórnmála frá efnahagshruninu hafi verið á undanhaldi að undanförnu. Þetta segir í inngangi pistils Aðalheiðar Ámundadóttur í Fréttablaðinu í dag en hann ber yfirskriftina „Svikalogn“. Lesa meira

Mynda breiðfylkingu gegn Orbán

Mynda breiðfylkingu gegn Orbán

Eyjan
26.12.2020

Allir ungversku stjórnarandstöðuflokkarnir hafa nú tekið saman höndum til að reyna að velta Viktor Orbán, forsætisráðherra, og flokki hans, Fidesz, af stalli í næstu kosningum en þær fara fram 2022. Meðal þeirra flokka sem standa að bandalaginu eru frjálslyndir, græningjar, jafnaðarmenn og margir fyrrum hægri flokkar. Flokkarnir vilja „færa Ungverjaland aftur til þess frelsis og velmegunar sem Lesa meira

Leiðtogar Gylltrar dögunar fundnir sekir um að hafa stýrt glæpasamtökum

Leiðtogar Gylltrar dögunar fundnir sekir um að hafa stýrt glæpasamtökum

Pressan
08.10.2020

Áfrýjunardómstóll í Grikklandi fann í gær leiðtoga hægrisinnaða þjóðernisflokksins Gylltrar dögunar seka um að hafa stýrt glæpasamtökum og er þar átt við Gyllta dögun. Flokkurinn var áður einn af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins, ekki síst þegar landið glímdi við gríðarlega skuldakreppu eftir fjármálahrunið 2008. Þá var flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi landsins. Yfirvöld hófu rannsókn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af