Minnst bjartsýni hjá Sjálfstæðismönnum fyrir næsta ári – Viðreisnarfólk bjartsýnast
EyjanRétt rúmur helmingur landsmanna telur að árið 2024 verði betra fyrir sig persónulega en 2023 var, það er 52 prósent. Aðeins 9 prósent telja að árið verði verra. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðismenn eru þeir sem eru minnst bjartsýnir á að næsta ár verði betra en það sem er að líða, fyrir utan þá sem Lesa meira
Framsókn tapaði 3 milljónum – Hvalur hf á meðal stærstu styrktaraðila
EyjanFramsóknarflokkurinn tapaði þremur milljónum á árinu 2022. Eigið fé flokksins var neikvætt um tæpar 28 milljónir króna í lok ársins. Þetta kemur fram í sameiginlegum reikningsskilum Framsóknarflokksins og 31 kjördæmisráða og undirfélaga. Sem og Skúlagarðs, fasteignafélagsins utan um Framsóknarhúsið við Hverfisgötu. Tekjur flokksins jukust verulega á milli ára, það er úr 155 milljónum króna í 214. Skiptu Lesa meira
Orðið á götunni: Stefán eygir oddvitasætið fyrir norðan fyrir næstu kosningar
EyjanÓhætt er að segja að Stefán Eiríksson hafi í útvarpsþættinum Bítinu í morgun undirbúið jarðveginn og sáð fræjum, eða jafn vel kartöflum, fyrir væntanlegt framboð til Alþingis 2025. Eygir hann auðvelt oddvitasæti fyrir norðan og ráðherrastól. „Maður veit aldrei hvað gerist þegar ég hætti í þessu starfi,“ sagði Stefán sem á um eitt og hálft Lesa meira
R-listanum slitið formlega
FréttirRegnboganum, félaginu að baki R-listanum hefur verið slitið formlega. Er það eitt af þeim tugum félaga sem nýlega var slitið með úrskurði héraðsdóms á grundvelli laga um skráningu raunverulegra eigenda. Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkisskattstjóra í dag. R-listinn, eða Reykjavíkurlistinn, var stofnaður fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 1994 og vann stórsigur. Að honum stóðu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur Lesa meira
Kattaframboðið á Akureyri klofnaði
FréttirÁsgeir Ólafsson Lie markþjálfi hefur stofnað nýtt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri og auglýsir eftir fólki. Staðarmiðillinn Kaffið.is greinir frá þessu. Ásgeir var í öðru sæti á lista Kattarframboðsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson stofnaði það framboð sem viðbragð við hugmyndum sveitarstjórnar Akureyrar um að banna lausagöngu heimiliskatta. Nærri 400 manns, eða um Lesa meira
Afsögnin kom á óvart – Eitthvað meira hljóti að liggja að baki
FréttirAfsögn Bjarna Benediktssonar kom þeim stjórnmálafræðingum sem DV ræddi við mjög á óvart. Fari Bjarni úr stjórnmálum verður stjórnarsamstarfið erfiðara. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, segir að það hljóti að liggja eitthvað annað að baki ákvörðun Bjarna en álit Umboðsmanns Alþingis um bankasöluna. Eitthvað viðameira pólitískt mat á stöðu ríkisstjórnarinnar eða persónulegt mat. Lesa meira
Samfylking fengi 21 þingsæti samkvæmt könnun – Evrópusinnaðir flokkar í meirihluta
FréttirSamfylkingin hefur rofið 30 prósenta múrinn hjá þjóðarpúlsi Gallup. Mælist nú flokkurinn með 30,1 prósenta fylgi. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga myndi þetta þýða að flokkurinn fengi 21 þingsæti. Á stórveldistíma Samfylkingarinnar, á fyrsta áratug aldarinnar, fékk flokkurinn í tvígang 20 þingsæti en aldrei fleiri. Mest fékk flokkurinn 31 prósent fylgi í alþingiskosningunum árið 2003. Þetta Lesa meira
Tælenska þingið sendir Íslandi tóninn og kærir Ara – „Hann benti á mig eins og ég væri svín eða hundur“
FréttirHeimsókn tælenska þingmannsins Porntip Rojanasunan í síðasta mánuði virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Formaður þingnefndar í Tælandi hyggst senda íslensku ríkisstjórninni kvörtun vegna þess að Rojanasunan var vikið af veitingastaðnum Tokyo Sushi í Kópavogi. Þá verður yfirkokkurinn kærður. Eins og DV greindi frá í gær var Íslandsferð þingmannsins ansi skrautleg. Bæði þurfti Lesa meira
Ríkisstjórnin fengi 23 þingmenn en stjórnarandstaðan 40
FréttirRíkisstjórnin heldur áfram að tapa fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er nú aðeins 34,5 prósent sem myndi duga fyrir 23 þingmönnum og vantar 8 upp á að halda meirihluta sínum á þingi. Framsóknarflokkurinn mælist nú aðeins með 7,5 prósent fylgi. Það myndi duga fyrir 5 þingmönnum, ekki einu sinni einum í hverju kjördæmi. Lesa meira
Elliði segir þörf á breytingum á stjórnarsamstarfi – „Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir því að lífdagar hennar eru taldir“
Eyjan„Svo mikið sem ég styð Sjálfstæðisflokkinn og gildi hans þá styð ég ekki þessa ríkisstjórn. Ástæðan fyrir því er einföld. Ástæðan er sú að þessi ríkisstjórn, vinnulag hennar og áherslur, eru fjarri þeim gildum sem við mörg innan Sjálfstæðisflokksins viljum vinna að. Ég mun ekki styðja þessa ríkisstjórn nema þar verði breyting á,“ Segir Elliði Lesa meira