Skoskt safn datt í lukkupottinn – Fær sjaldgæft safn að gjöf
PressanNational Museums Scotland hefur verið arfleitt að steingervingasafni. Í því eru meðal annars sjaldgæfir steingervingar af fuglum. Sumar tegundirnar í safninu eru áður óþekktar. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að steingervingarnir sýni nútímafugla snemma á þróunarstigi sínu. Það var Michael Daniels, áhugasteingervingafræðingur, sem safnaði steingervingunum saman. Safn hans er sagt eitt það mikilvægasta á þessu sviði í heiminum. Lesa meira
Vekur mikla athygli – Milljón árum eldri en áður var talið
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar hafa vakið mikla athygli. Samkvæmt þeim þá eru steingervingar frá „Vöggu mannkynsins“ einni milljón ára eldri en áður var talið. Elstu mannvistarleifarnar, sem hafa fundist, eru því enn eldri en áður var talið. Talið var að þær væru rúmlega tveggja milljóna ára gamlar en samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru þær rúmlega þriggja Lesa meira
Steingervingar sem fundust í Ísrael gætu verið af dularfullri útdauðri tegund manna
PressanNýlega uppgötvaðir steingervingar í Ísrael gætu verið af dularfullri tegund útdauðrar tegundar af mönnum. Ekki var vitað um tilvist þessarar tegundar áður en hún bjó í Levant fyrir rúmlega 100.000 árum. Vísindamenn fundu steingervingana við hlið verkfæra og leifa af hestum, dádýra og villtra nautgripa þegar þeir voru við uppgröft í Nesher Ramla nærri borginni Ramla í Lesa meira
Höfuðkúpa „Drekamannsins“ þvingar vísindamenn til að endurskoða þróunarsögu mannkynsins
PressanÁrið 1933 fundu kínverskir verkamenn mjög stóra steingerða höfuðkúpu af manni þegar þeir voru að smíða brú yfir Songhua í Harbin sem er í nyrsta héraði Kína, Heilongjiang. Kína var hersetið af Japönum á þessum tíma og til að koma í veg fyrir að Japanar kæmust yfir höfuðkúpuna pökkuðu verkamennirnir henni inn og földu í brunni sem var ekki lengur Lesa meira
Merk uppgötvun á Ítalíu – Varpar ljósi á merka sögu
PressanNýlega skýrði ítalska menningarmálaráðuneytið frá því að steingervingar níu Neanderdalsmanna hafi fundist í Guattarihellinum í miðhluta landsins. Þetta er talin mjög merkileg uppgötvun sem varpi enn frekara ljósi á sögu þessarar tegundar manna. Átta af steingervingunum eru á milli 50.000 og 68.000 ára gamlir en sá elsti er 90.000 til 100.000 ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir Lesa meira
Fundu leifar hræðilegs rándýrs – 13 metrar að lengd
PressanÍ Atacamaeyðimörkinni í Chile hafa fornleifafræðingar fundið leifar af dýri sem sagt hefur verið hafa verið „hættulegasta dýrið sem nokkru sinni hefur synt í heimshöfunum“. Það er engin tilviljun að leifarnar fundust í Atacamaeyðimörkinni því hún var eitt sinni undir sjó. Samkvæmt umfjöllun Maritime Herald þá byrjuðu fornleifafræðingar að leita að steingervingum úr dýrinu fyrir þremur árum þegar hluti af ugga fannst. Lesa meira