Spurning vikunnar: Kemst Ísland upp úr riðlinum?
Sigurjón Arnarson „Nei, ég held að það takist ekki. Það eru einfaldlega betri lið þarna.“ Eyþór Pálmason „Auðvitað, því við erum bestir.“ Sigurborg Jónsdóttir „Ég held að maður verði bara að trúa því.“ Íris Hildur Birgisdóttir „Ég held að þeir komist í sextán liða, þetta verður erfitt en þeir spila vel saman sem heild.“
Spurning vikunnar: Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu?
Unnur Hólmfríður Sigurðardóttir „1-1 og Gylfi skorar“ Halldór Emilsson „1-1, Aron Einar skorar fyrir Ísland“ Anna Karlsdóttir „Við vinnum hann! 1-0“ Gunnlaugur Gunnarsson „Hann fer 0-0“
Spurning vikunnar: Á að leyfa umskurð drengja?
FréttirHalldóra Ívarsdóttir „Nei, mér finnst það algjört rugl.“ Þórlindur Viktor Hreinsson „Aðeins eftir að manneskjan er orðin sjálfráða.“ Auður Jónsdóttir „Nei, til hvers?“ Eiríkur Hansen „Nei, þetta bitnar á börnunum seinna en ekki foreldrunum.“
Spurning vikunnar: Hvenær gréstu síðast?
Kristinn Már Stefánsson „Ég veit það ekki. Það eru allavega mjög mörg ár síðan.“ Steingrímur Jón Guðjónsson „Fyrir fjórum eða fimm árum. Það var út af stelpu.“ Erna Guðný Jónasdóttir „Guð, það er orðið of langt síðan. Ég man það ekki.“ Sigurjón Aðalsteinsson „Þegar ég horfði á X-faktor fyrir svona tveimur mánuðum.“
Spurning vikunnar: Hvað ætlar þú að kjósa á laugardaginn?
Sigurður Fannar Guðmundsson frá Garðabæ „Ég ætla að kjósa xD listann.“ Valva Árnadóttir frá Reykjavík „Ég er ekki búin að ákveða það.“ Vignir Árnason frá Reykjavík „Ég kýs Pírata.“ Dóra Gunnarsdóttir frá Austurlandi „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn.“
Spurning vikunnar: Á Ísland að taka þátt í Eurovision 2019 í Ísrael?
Lofthildur Bergþórsdóttir „Já, þetta er stuð og heldur landanum saman.“ Mikael Baldvinsson „Nei. Ég er ekki sammála Ísraelsríki í sínum málum.“ Gróa Finnsdóttir „Nei, það finnst mér ekki út af þessu pólitíska ástandi.“ Hreiðar Sigurbjörnsson „Nei, eigum við ekki að hvíla þetta í nokkur ár?“
Spurning vikunnar: Eiga samkynhneigðir karlar að fá að gefa blóð?
FréttirAníta Hansen „Já, mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt.“ Þorleifur Hólmsteinsson „Já, ég hygg það. Það er hægt að skima það vel að engin hætta skapast.“ Ásta Baldursdóttir „Já, ef mennirnir eru rannsakaðir á undan.“ Daði Arnarsson „Mér finnst það. Þeir eru alveg eins og allir og það myndi ekki breyta neinu.“