Spurning vikunnar: Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Gunnar Hansson „Mér finnst rosalega leiðinlegt að þurrka af og þrífa, meira að segja að skúra.“ María Beck „Að ganga frá þvottinum.“ Kristófer Liljar Fannarsson „Að setja í uppþvottavél.“ Ragnheiður Gissurardóttir „Að strauja.“
Spurning vikunnar: Hver ættu lágmarkslaun á Íslandi að vera?
Gísli Þorsteinsson „Pass. Get ekki svarað þessu.“ Dagný Karlsdóttir „Að minnsta kosti vel yfir 300 þúsund krónur útborgað.“ Guðjón Smári Smárason „250 þúsund krónur.“ Guðrún Ágústsdóttir „Þannig að þau dugi til framfærslu.“
Spurning vikunnar: Hvaða lag vinnur Söngvakeppnina?
Kári Sigurðsson „Ég held að það verði hann Friðrik Ómar“ Anna S. Björnsdóttir „Ég held náttúrlega að Hatari vinni, ég heyri það hjá unga fólkinu og ætla að kjósa eins og það“ Gestur Hjaltason „Hatari, pottþétt!“ Rannveig Sigurgeirsdóttir „Ég held nú með Hatara“
Spurning vikunnar: Hvað finnst þér um rúllukragaboli?
Hafliði Þór Þorsteinsson „Þeir eru bara fínir, maður.“ Svava Árnadóttir „Mér finnst þeir flottir.“ Aron Breki Sigtryggsson „Ég veit það ekki. Bara allt í lagi.“ Kristín Viktorsdóttir „Þeir eru í góðu lagi.“
Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Jóhanna Þorleifsdóttir „Þau eru svo mörg. Ég segi samt Gleðibankinn.“ Garðar Jónsson „Hatari“ Harpa Sigurjónsdóttir „Karen Karen. Mér finnst það ofsalega fallegt.“ Guðmundur Sveinbjörnsson „Nína.“
Spurning vikunnar: Ætlar þú að horfa á Söngvakeppnina?
Kristján Haraldsson „Nei. Ég horfi stundum, en ekki núna.“ Edda Sóley Kristjánsdóttir „Örugglega ekki. Ég horfi reglulega á þetta, en finnst lögin ekkert skemmtileg þetta árið.“ Edda Egilsdóttir „Ég veit það ekki. Hef heyrt eitt lagið og það var ekki gott.“ Fannar Pétursson „Já, en ég á samt ekki uppáhaldslag í ár.“
Spurning vikunnar: Hvernig líst þér á áætlanir um pálmatré í Vogahverfinu?
Björn Bjarnarson „Ég hef ekki kynnt mér það“ Margrét Martin „Ég rétt sá þetta í fréttum. Ef þetta er eins og haldið er fram er þetta alger sóun“ Guðmundur Viggósson „Mér líst engan veginn á þær“ Ester Gunnarsdóttir „Ég er ekki viss um að þau lifi lengi“
Spurning vikunnar: Hvert myndir þú ferðast ef þú gætir farið hvert sem er?
FréttirIngibjörg Gestsdóttir „Balí“ Gunnar Sigurjónsson „Ég er nú að fara til Tenerife í fyrramálið“ Sindri Þór Sigríðarson „Það sem mig langar mest núna er að ferðast um sveitir Frakklands“ Elín Nóadóttir „Ég held að ég myndi fara til Þýskalands“
Spurning vikunnar: Hvernig finnst þér Ófærð?
Anna Björk Jónsdóttir „Mjög skemmtilegt“ Valdimar Johnsen „Ég horfði á fyrsta þáttinn og nennti ekki að horfa á meira“ Bryndís Ríkharðsdóttir „Bara mjög góð“ Magnús Bjarnarsson „Fínt, góðir þættir“
Spurning vikunnar: Strengir þú áramótaheit?
Þóra Þorgeirsdóttir (og Magnús og Theódór Ögmundssynir) „Já. Um vistvænni lífsstíl“ Einar Magnússon „Nei, ég bý í Svíþjóð“ Vincent Newman „Nei, ég ætla ekki að gera það og hef aldrei gert það“ Bryndís Pétursdóttir „Já. Ég hlusta mjög mikið á eitt podcast og áramótaheitið er að skrifa þeim bréf“