Spurning vikunnar: Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar?
Hildur Þórðardóttir „Nei, ég fer til útlanda á sunnudag og verð þar í allt sumar.“ Óskar Örn Bragason „Já, en það er óákveðið hvert ég fer.“ Eggert Snorri Guðmundsson „Jájá, eitthvert þar sem eru golfvellir.“ Sólrún Jensdóttir „Já, til Akureyrar og kannski á Austurlandið líka.“
Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?
Margrét Jörgensen „Trúlega öðru sæti.“ Árni Þór Guðjónsson „Við vinnum þetta.“ Guðrún Margrét Bjarnadóttir „Fyrsta held ég.“ Ágúst Baldursson „Við lendum í sjötta sæti.“
Spurning vikunnar: Er einhver matur sem þú borðar alls ekki?
Kristófer Viðarsson „Ég er í ketó núna þannig að ég borða ekkert kolvetni.“ Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir „Nei, ég borða allan venjulegan heimilismat.“ Eggert Ólason „Já, allan mat með lauk í.“ Helga Rúna Gústafsdóttir „Já, svínakjöt.“
Spurning vikunnar: Ertu með fóbíu fyrir einhverju?
Óttar Eyþórsson „Nei, engu.“ Álfhildur Reynisdóttir „Já, aðallega fyrir trúðum.“ Linda Mjöll Gunnarsdóttir „Já, fyrir geitungum.“ Elberg Þorvaldsson „Já, fólki sem heldur ekki fyrir munninn þegar það hóstar.“
Spurning vikunnar: Eru fermingarveislur skemmtilegar?
FókusÞórunn Helga Þórðardóttir „Þær eru drepleiðinlegar. Fyrirgefið mér, ættingjar.“ Ólafur Jónsson „Nei, ekki hjá fjarskyldum ættingjum. En hjá náskyldum getur verið gaman.“ Guðrún Harðardóttir „Já, mér finnst þær skemmtilegar.“ Sigurjón Viðar Gunnlaugsson „Þær eru ágætar.“
Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Svava Brynja Bjarnadóttir „Nei, ég þarf alltaf að fara yfir heiði og er svo örugg á þeim.“ Árni Bjarnason „Alla vega hérna í bænum.“ Hildur Jóhannesdóttir „Innanbæjar þarftu ekki á þeim að halda, en gott að geta haft þau utanbæjar.“ Viktor Már Snorrason „Nei, þau bjarga lífum.“
Spurning vikunnar: Geta tölvuleikir verið íþróttir?
Freygarður Þorsteinsson „Já, að sjálfsögðu.“ Ingibjörg Hjartardóttir „Nei, ég held ekki.“ Logi Stefánsson „Já.“ Boga Kristín Thorlacius „Nei, tæpast.“
Spurning vikunnar: Ferð þú til útlanda í ár?
Helgi Pétur Hannesson „Já, til Stuttgart.“ Katrín Valentínusdóttir „Já, ég ætla að fara víða. Til dæmis til Orlando.“ Sonja Hille „Ég er Hollendingur og fer reglulega til Hollands.“ Bergsveinn Þorkelsson „Já, til Brasilíu og Argentínu í haust.“
Spurning vikunnar: Gætir þú hugsað þér að flytja út á land?
Sigríður Dröfn Tómasdóttir „Já, á Siglufjörð.“ Hjörtur Jónsson „Nei, ég bý erlendis og langar ekki að búa á Íslandi.“ Stefán Óskarsson „Nei.“ Ásta Lára Sigurðardóttir „Já, ef ég fengi góða vinnu. Mér finnst Eyjafjörðurinn og Skagafjörðurinn spennandi.“
Spurning vikunnar: Á bólusetning að vera skylda?
Natalie Gunnarsdóttir „Já.“ Ingvar Breiðfjörð „Já, ég held það.“ Ásrún Traustadóttir „Já.“ Þórður Björnsson „Já.“