Höfðu góð tök á kórónuveirufaraldrinum – Síðan fór allt úr böndunum
PressanMeð íbúafjölda upp á 23,5 milljónir virðist það ekki vera mikið að nokkur hundruð manns greinist með kórónuveiruna daglega. En samt sem áður hafa yfirvöld á Taívan ákveðið að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða eftir að smitum fór að fjölga mikið í landinu. Fram til 9. maí greindust nokkur smit á dag en viku síðar var smitfjöldin komin Lesa meira
Segja að Svíar hefðu getað bjargað þúsundum mannslífa með réttum viðbrögðum við heimsfaraldrinum
PressanEf sænsk yfirvöld hefðu brugðist skjótt við og gripið til harðra sóttvarnaráðstafana, með tilheyrandi lokunum á samfélagsstarfsemi, í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefði verið hægt að bjarga þúsundum mannslífa án þess að efnahagslegar afleiðingar hefðu orðið mjög miklar. Þetta segja þýskir hagfræðingar að sögn The Times. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að hægt hefði verið Lesa meira
Danir tímasetja hvenær hætt verður að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur
PressanDönsku þingflokkarnir náðu í nótt samkomulagi um frekari afléttingu sóttvarnaaðgerða og hvenær á að hætta að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur. Krafan um notkun andlitsgríma hefur verið töluverður þyrnir í augum hægri flokkanna sem hafa lengi viljað falla frá kröfu um notkun þeirra. Ákveðið var að hætt verði að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur á hinum ýmsu Lesa meira
Er áfengissölubann Erdogan nauðsynlegt vegna heimsfaraldursins eða er hann að troða trú sinni upp á þjóðina?
PressanMargir Tyrkir eru ósáttir við áfengissölubann sem Erodgan forseti hefur sett á samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir telja að Erdogan sé að reyna að þröngva trú sinni og lífsskoðunum upp á þá. Bann við sölu áfengis tók gildi á fimmtudaginn og gildir í tvær og hálfa viku samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum. Þetta er að sögn gert til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar en Lesa meira
Harðar sóttvarnaaðgerðir í Nýju Delí – Metfjöldi kórónuveirusmita
PressanÍ gær greindust 273.810 kórónuveirusmit á Indlandi og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Vegna þeirrar slæmu þróunar sem hefur verið á útbreiðslu smita að undanförnu var gripið til harðra sóttvarnaráðstafana í höfuðborginni Nýju Delí í gær og má segja að nær öll starfsemi í borginni hafi verið stöðvuð. Gilda aðgerðirnar að minnsta kosti í viku. Rúmlega 20 Lesa meira
Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á
PressanÞýska ríkisstjórnin vill að sambandsríkin herði sóttvarnaaðgerðir hið fyrsta til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar en Þýskaland er nú í þriðju bylgju faraldursins. Í gær greindust 25.000 smit og 247 létust. Samtals hafa tæplega 80.000 látist af völdum COVID-19 í landinu. „Við vitum, frá reynslu okkar síðasta haust, hvað gerist ef við bregðumst ekki hratt við,“ Lesa meira
Bretar tóku opnun pöbba fagnandi – Áfengissala jókst um 114%
PressanNú hafa um 40% bara, veitingastaða og pöbba í Englandi opnað útisvæði sín fyrir viðskiptavinum en þeir mega ekki hafa gesti inni. Stóri dagurinn var á mánudaginn en þá var slakað á sóttvarnaaðgerðum og útisvæðin máttu opna. Óhætt er að segja að viðskiptavinir hafi tekið þessu fagnandi því salan á áfengi var 114% meiri en á sama degi Lesa meira
Þriðja bylgja heimsfaraldursins herjar á Evrópu – WHO varar Evrópuríki við
PressanKórónuveirusmitum hefur fjölgað víða í Evrópu að undanförnu og hafa stjórnvöld víða þurft að grípa til þess ráðs að herða sóttvarnaaðgerðir og annars staðar hefur tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verið frestað. Það er helst í Danmörku sem verið er að slaka á sóttvarnaaðgerðum en ástandið er ágætt þar hvað varðar faraldurinn og virðast yfirvöld hafa stjórn á honum í augnablikinu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað Evrópuríki við því Lesa meira
Danska ríkisstjórnin kynnti áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða
PressanDanska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna, tryggði sér í gær stuðning meirihluta þingheims við áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða. Allir þingflokkar, nema þingflokkur Nye Borgerlige, standa á bak við samkomulagið. Megininntakið í áætluninni að búið verði að aflétta nánast öllum sóttvarnaaðgerðum þegar bólusetningu allra fimmtíu ára og eldri verður lokið. Þegar Mette Frederiksen, forsætisráðherra, kynnti samkomulagið Lesa meira
Þýsk yfirvöld loka landinu nánast – Framlengja páskana og fólk á að halda sig heima
Pressan„Núna erum við líklega á hættulegasta tímapunkti heimsfaraldursins,“ sagði Markus Soeder, forsætisráðherra Bæjaralands í gær og átti þar við að ný afbrigði kórónuveirunnar dreifast nú hratt um samfélagið. Angela Merkel, kanslari, hefur sagt að nú glími Þjóðverjar við veldisvöxt faraldursins. Merkel og leiðtogar sambandsríkjanna náðu í gær samkomulagi um að framlengja núgildandi sóttvarnaaðgerðir til 18. apríl. Merkel varaði landa sína við Lesa meira