Rottur smita fólk af lifrarbólgu og enginn veit hvernig
PressanFyrir rúmri viku var staðfest að karlmaður á sjötugsaldri, sem býr í Hong Kong, væri smitaður af lifrarbólgu E. Um er að ræða mjög sérstaka útgáfu lifrarbólgu E. en þetta er aðeins tíunda tilfelli hennar sem staðfest hefur verið í fólki. CNN skýrir frá þessu. Fyrsta tilfellið var staðfest 2018 þegar ónæmiskerfi 56 ára karlmanns Lesa meira
Kórónuveiran fannst í sæði karla
PressanKínverskir vísindamenn hafa fundið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, í sæði smitaðra karla. Þörf er á frekari rannsóknum til að ganga úr skugga um hvort veiran getur smitast við kynmök. Vísindamennirnir rannsökuðu 38 karla á aldrinum 15 til 50 ára. Veiran fannst í sæði sex þeirra. Fjórir þeirra voru mjög veikir á þeim tímapunkti en Lesa meira
Svona hratt dreifist veira á hlaðborði – Ótrúlegt myndband
PressanMyndbandið, sem er hægt að horfa á hér fyrir neðan, er eitthvað sem allir ættu að horfa á. Það sýnir svart á hvítu hvernig bakteríur og veirur breiðast út og hversu hratt það gerist. Myndbandið er upprunnið frá Japan og hefur það fengið gríðarlegt áhorf að undanförnu. Í því eru settar upp aðstæður sem líkjast Lesa meira
Óttast að ný bylgja COVID-19 sé skollin á í Kína
PressanKínversk yfirvöld segja að 17 ný tilfelli kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hafi verið staðfest í landinu á laugardaginn. 10 hinna smituðu smituðust innanlands. Fimm þeirra í Wuhan þar sem talið er að veiran hafi átt upptök sín. Samkvæmt frétt CNN þá var tilkynnt um fyrsta smittilfellið í einn mánuð í Wuhan í gær. Þetta Lesa meira
80 prósent fanga í bandarísku fangelsi smitaðir af COVID-19
PressanÓhætt er að segja að ástandið sé hræðilegt í fangelsi í Marion í Ohio í Bandaríkjunum. Þar eru 80 prósent af föngunum smitaðir af COVID-19 en um 2.500 fangar eru í fangelsinu. Brian Miller, fangavörður, varar við því að ástandið geti farið algjörlega úr böndunum. Miller, sem er sjálfur að jafna sig af COVID-19, ræddi Lesa meira
Yfirlæknir leit á nafnalistann yfir COVID-19 sjúklinga og krefst nú svara
PressanÞegar Thomas Benfield, yfirlæknir og prófessor á smistjúkdómadeild Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, skoðaði nafnalistann yfir innlagða COVID-19 sjúklinga tók hann eftir að fjöldi innflytjenda var ekki í samræmi við samsetningu danska samfélagsins. Miklu fleiri innflytjendur hafa hlutafallslega verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar en Danir. Sama staða er uppi á smitsjúkdómadeildinni og gjörgæsludeildinni að Lesa meira
Þetta er veiran sem yfirvöld óttast meira en COVID-19 – Allt að 77% dánartíðni
PressanHeimsfaraldur, kórónuveira, COVID-19. Þetta eru líklega þau orð sem eru einna mest notuð þessa dagana í fréttum. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar COVID-19 sem nú gengur yfir heiminn. Tugir þúsunda hafa látist af völdum veirunnar, um tvær milljónir smita hafa greinst, heilu samfélögin eru lokuð og efnahagslífið á í vök að verjast. En það er Lesa meira
COVID-19 veiran er komin í risastórt indverskt fátækrahverfi – Óttast miklar hörmungar
PressanStærsta fátækrahverfi Asíu er í Mumbai á Indlandi. Það nefnist Dharavi og þar býr fólk mjög þétt. Talið er að um ein milljón manna búi í hverfinu á svæði sem er tæplega 2,5 ferkílómetrar að stærð. Í Mumbai allri búa á milli 18 og 20 milljónir að því að talið er og eru fátækrahverfin þá Lesa meira
Mótefni myndast ekki í öllum sem læknast af COVID-19
PressanÞegar fólk sýkist af COVID-19 veirunni myndar líkaminn ónæmi gegn henni en hversu lengi varir það? Þetta var rætt á fréttamannafundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO í gær þegar komið var inn á niðurstöður nýrrar kínverskrar rannsóknar. Það voru vísindamenn við Fudan háskólann í Shanghai sem rannsökuðu 175 manns sem voru smitaðir af COVID-19. Í ljós kom að Lesa meira
Skýra frá nýjum sjúkdómseinkennum COVID-19 – „Ég er líka með þetta! Ég get ekki lýst þessu“
PressanHiti, hósti, höfuðverkur og öndunarörðugleikar eru vel þekkt einkenni COVID-19. Einnig hafa sumir misst lyktar- og bragðskyn. Nú hafa margir sjúklingar skýrt frá einkennum sem ekki hefur verið rætt um áður. Samkvæmt frétt New York Post þá hafa margir sjúklingar lýst titrandi tilfinningu í húðinni. Einn þeirra er eiginmaður Tarana Burnes, sem var áberandi í Lesa meira