„Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt“ segir Þorgerður
EyjanHaustið nálgast, skólar fara að byrja, fólk snýr aftur til vinnu úr sumarfríum og ýmis önnur starfsemi fer af stað í samfélaginu. Á sama tíma sækir kórónuveirufaraldurinn í sig veðrið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki áform sín uppi á borðum fyrir haustið og segir að stjórninni sé ekki lengur Lesa meira
19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
PressanÞað eru allt að fimmtán sinnum meiri líkur á að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í bandarískum fangelsum en annars staðar í bandarísku samfélagi. Nú hafa minnst 19 fangar látist af völdum COVID-19 í San Quentin-fangelsinu norðan við San Francisco í Kaliforníu. Auk þess hefur rúmlega helmingur fanganna smitast af veirunni. AP segir að Lesa meira
Næstu dagar skipta sköpum
FréttirEins og fram hefur komið í fréttum þá hefur smitum af völdum kórónuveirunnar fjölgað að undanförnu hér á landi og þegar þetta er skrifað eru 22 virk smit innanlands sem vitað er um. Að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, er ekki enn ástæða til að herða gildandi samkomutakmarkanir. „Næstu dagar eru algerlega lykilatriði í að Lesa meira
Telja sjúkling 206 hafa smitað 1.300 manns af COVID-19
PressanYfirvöld á Sri Lanka telja að rekja megi um helming allra staðfesta tilfella COVID-19 í landinu til eins og sama mannsins. Hann hefur verið nefndur sjúklingur 206. En hann er ósáttur við þetta og hefur nú stigið fram undir nafni til að reyna að hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Maðurinn heitir Prada Dinesh og Lesa meira
85 börn yngri en eins árs greind með kórónuveiruna í einni sýslu
PressanÍ einni sýslu í Texas hafa 85 börn, yngri en eins árs, greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Yfirvöld í sýslunni reyna nú hvað þau geta til að sporna við útbreiðslu veirunnar en ástandið er mjög slæmt í Texas hvað varðar útbreiðslu veirunnar. Í Nueces County í Texas hefur staðfestum smitum fjölgað gríðarlega að undarförnu Lesa meira
57 sjómenn smituðust af kórónuveirunni á dularfullan hátt
Pressan57 argentínskir sjómenn hafa smitast af kórónuveirunni á dularfullan hátt eftir fimm vikur á sjó, þrátt fyrir að öll áhöfnin hafi greinst smitlaus áður en lagt var af stað. Heilbrigðisyfirvöld í Tierra del Fuego skýrðu frá þessu á mánudag. Togarinn ”Echizen Maru” sneri til hafnar, eftir að hluti áhafnarinnar sýndi einkenni COVID-19. Samkvæmt yfirvöldum hafa 57 af 61 áhafnarmeðlimum greinst með smit. 14 Lesa meira
Fyrsta staðfesta tilfelli COVID-19 í ófæddu barni
PressanFranskir læknar staðfestu í gær að drengur, sem fæddist í mars, hafi verið með COVID-19 þegar hann fæddist. Hann var með bólgur í heila og nokkur önnur einkenni smits sem sjást yfirleitt aðeins hjá fullorðnum. Hann hefur náð sér. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli þess að móðir hafi smitað ófætt barn sitt af COVID-19. Þetta kemur fram Lesa meira
Smitaði 71 af kórónuveiru á einni mínútu
PressanKona, sem fylgdi leiðbeiningum yfirvalda, smitaði 71 af kórónuveirunni á aðeins einni mínútu. Konan var algjörlega einkennalaus og var nýkomin heim úr ferð til Kína en hún býr í Bandaríkjunum. Hún fór í einu og öllu eftir ráðleggingum yfirvalda og hélt sig heima við í sóttkví. En hún náði samt sem áður að smita 71 Lesa meira
Vara við að fleiri smitsjúkdómar geti borist í menn úr dýrum
PressanCOVID-19 er bara nýjasta dæmið um sjúkdóm, sem á rætur sínar að rekja til dýra. Ný skýrsla frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að þetta verði algengara í framtíðinni. Fram til þessa hafa yfir 500.000 látist af völdum nýju kórónuveirunnar en talið er að hún hafi borist í menn frá dýrum. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Umhverfisstofnun Sameinuðu Lesa meira
Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman
PressanÞann 20. júní birti Thomas Macias, frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, færslu á Facebook um að heimsfaraldur kórónuveiru væri ekki neitt til að grínast með. Hann hvatti alla til að nota andlitsgrímur og halda góðri fjarlægð frá öðru fólki. Daginn eftir að hann skrifaði færsluna lést hann af völdum COVID-19. Í færslunni sagði Thomas að hann Lesa meira