Laug til um COVID-19 veikindi sín – Það varð allri fjölskyldunni að bana
PressanÞað getur haft alvarlegar afleiðingar að ljúga að fjölskyldu sinni. Það á svo sannarlega við um mál 36 ára konu frá Táchira í Venesúela. Hrakfarirnar byrjuðu um miðjan desember þegar konan, Verónica García Fuentes, fékk hita. Newsweek skýrir frá þessu. Hún fór því í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Hún einangraði sig því heima en sleppti því að segja eiginmanni sínum Lesa meira
Óttast hverja kórónuveirubylgjuna á fætur annarri
PressanAnthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi stjórnvalda um þau mál, óttast að skammt sé í mikla fjölgun nýrra kórónuveirusmita. „Ég hef sömu áhyggjur og Joe Biden, verðandi forseti, um að á næstu vikum geti ástandið versnað enn frekar,“ sagði Fauci í viðtali við CNN. Fauci hefur verið stjórn Donald Trump til ráðgjafar varðandi viðbrögð við heimsfaraldrinum og mun halda því starfi áfram hjá stjórn Joe Biden sem Lesa meira
23 milljónir íbúa og aðeins sjö látnir af völdum COVID-19 – Hvernig fara þeir að þessu?
PressanVíða um heim hefur verið gripið til harðra sóttvarnaráðstafana til að reyna að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, en á Taívan lifir fólk nokkuð hefðbundnu lífi. Þar búa um 23 milljónir og fram að þessu hafa aðeins sjö látist af völdum COVID-19. Fólk sækir tónleikar, fer út að skemmta sér og hegðar sér eiginlega bara eins og það gerði Lesa meira
Metfjöldi smita og dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum
PressanSíðasta sólarhring var enn eitt dapurlegt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, og fjölda dauðsfalla af völdum COVID-19. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust rúmlega 3.700 af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn. Rúmlega 250.000 manns greindust með veiruna á síðasta sólarhring. Rúmlega 113.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á Lesa meira
Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum
PressanBandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa um langa hríð varað við fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og síðan aftur í kjölfar jóla og áramóta. En margir virðast ekki hafa viljað hlusta á þessar viðvaranir því dánartölur hækka dag frá degi. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans frá í nótt þá létust rúmlega 3.000 af völdum sjúkdómsins Lesa meira
Hefur áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar – „Þetta er hugsanlega móðir allra ofursmitaatburða“
PressanÍ gær héldu Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíðina hátíðlega. Það er hefð í tengslum við þessa hátíð að fólk hitti ættingja sína og fagni hátíðinni með þeim. Margir þurfa að ferðast langar leiðir til að komast til ættingja sinna og yfirleitt er því mikið að gera í flugi í tengslum við hátíðina. Enn aðrir ferðast með rútum eða Lesa meira
Smitaðist af sjaldgæfri svínaflensu
PressanSjúklingur í Kanada greindist nýlega með sjaldgæfa svínaflensu eða Inflúensu A (H1N2). Viðkomandi býr í Alberta. Smitið uppgötvaðist þegar sjúklingurinn leitaði til læknis um miðjan október vegna flensueinkenna. Fox News skýrir frá þessu. Hann var með væg einkenni og jafnaði sig fljótt af flensunni. Ekkert bendir til að veiran, sem veldur flensunni, hafi breiðst frekar út að sögn yfirvalda sem Lesa meira
Ný rannsókn – 30.000 hafa smitast af kórónuveirunni á kosningafundum Trump
PressanSamkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Stanfordháskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum þá hafa rúmlega 30.000 manns smitast af völdum kórónuveirunnar á og í kjölfar kosningafunda Donald Trump. Líklega hafa að minnsta kosti 700 þeirra látist af völdum veirunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á föstudaginn. Í henni skoðuðu vísindamennirnir 18 kosningafundi Trump frá júní og fram í september. Niðurstöðurnar sýna að Lesa meira
Samkvæmi af þessu tagi gætu verið komin til að vera
PressanPaul Lehner, prófessor í ónæmisfræði við Cambridge University, telur að ungt fólk muni halda áfram að halda samkvæmi gagngert til þess að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og verða þannig ónæmt fyrir henni. The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að til langs tíma litið þá muni veiran verða eins og aðrar veirur og fólk muni annað hvort Lesa meira
Ný rannsókn – Blóðflokkar fólks skipta máli varðandi kórónuveirusmit
PressanNiðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að það skiptir máli í hvaða blóðflokki fólk er þegar kemur að kórónuveirusmiti. Þetta getur hugsanlega haft áhrif á hverjir verða fyrst bólusettir þegar bóluefni gegn veirunni kemur á markað. Danska ríkisútvarpið skýrði frá þessu í gærkvöldi. Fram kemur að blóðflokkur fólks geti skipt máli varðandi hvort það smitast af Lesa meira