Orðið á götunni: Samkrull banka og Seðlabanka um vaxtaokur – verslunin og heildsalar senda reikninginn til neytenda
Eyjan25.07.2024
Orðið á götunni er að stjórnendur bankanna hafi grátið verðbólguskotið sem Hagstofan kynnti í gær þurrum tárum, er vísitala neysluverðs hækkaði meira milli mánaða en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Það er nefnilega opinbert leyndarmál að bankarnir eru dálítið hrifnir af verðbólgu. Sumir myndu segja að verðbólgan sé besti vinur bankanna, alla vega til skamms tíma. Lesa meira