Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar en Viðreisn og Framsókn bæta við sig
EyjanSamkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar bætir Viðreisn verulegu fylgi við sig á milli vikna og það gerir Framsókn einnig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar töluvert sem og fylgi Sósíalistaflokksins. Fylgi annarra flokka breytist sáralítið á milli vikna. Það var MMR sem gerði könnunina í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Fylgisaukning Viðreisnar er að mestu tilkomin vegna aukins stuðnings í tveimur kjördæmum. Þetta eru Suðurvesturkjördæmi þar sem flokkurinn Lesa meira
Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna
EyjanSjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgi stjórnmálaflokkanna og Framsóknarflokkurinn er næststærstur. Þar á eftir koma Samfylkingin og Vinstri græn. Níu flokkar munu fá þingmenn kjörna i kosningunum þann 25. september. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka Lesa meira
Efast um lögmæti könnunar um skólahald í Fossvogsskóla
FréttirSamkvæmt stundatöflu hefst kennsla í Fossvogsskóla í dag. Síðastliðinn föstudag fengu foreldrar barna í 2. til 4. bekk senda skoðanakönnun þar sem þeir voru beðnir um að kjósa um tilhögun skólahalds næstu vikur. Misbrestur var á framkvæmd könnunarinnar að mati foreldra barna í skólanum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og kunnugt er fannst Lesa meira
Um helmingur landsmanna ánægður með fjölgun ferðamanna
EyjanFjölgun ferðamanna fellur um helmingi landsmanna vel í geð en rúmlega fjórðungur er óánægður með þessa þróun. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 29,5% landsmanna eru frekar ánægð með fjölgun erlendra ferðamanna og 19,5% eru mjög ánægð. Hvað varðar þá óánægðu þá eru 15,5% frekar óánægðir og Lesa meira
Meirihluti kjósenda VG hyggst kjósa annan flokk í haust
EyjanTæplega helmingur þeirra sem kaus Vinstri græn í síðustu alþingiskosningum hyggst kjósa flokkinn í kosningunum í haust. Framsóknarflokkurinn endurheimtir töluvert af fylginu sem fór til Miðflokksins og fylgi VG, Miðflokksins og Samfylkingarinnar er á mikilli hreyfingu. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 49% kjósenda VG ætli að kjósa flokkinn Lesa meira
Tveir ráðherrar gætu fallið út af þingi
EyjanSamkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR þá vantar töluvert upp á að Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, nái kjöri. Könnunin var gerð af MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Miðað við niðurstöðurnar myndu níu flokkar fá þingmenn kjörna í kosningunum í haust en þrír þeirra eru rétt ofan við 5% þröskuldinn og því þarf ekki Lesa meira
Ný skoðanakönnun – Flókin staða við stjórnarmyndun
EyjanEf gengið yrði til kosninga nú myndi ríkisstjórnin ekki ná meirihluta á þingi þrátt fyrir að njóta stuðnings meirihluta kjósenda. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við mbl.is og Morgunblaðið. Fram kemur að 55% svarenda styðji ríkisstjórnina. Fram kemur að Vinstri græn tapi þriðjungi fylgis síns frá síðustu kosningum og fái nú sjö þingsæti. Sjálfstæðisflokkurinn Lesa meira
Illa staðið að málefnum eldri borgara að mati mikils meirihluta
FréttirÞegar kemur að hjúkrunarheimilum telja 81,5% aðspurðra að frekar eða mjög illa sé staðið að málefnum eldri borgara hér á landi. Einungis 0,7% telja að mjög vel sé staðið að málefnum eldri borgara hvað varðar hjúkrunarheimili og 6,4% telja vel staðið að þeim. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. 2.500 manns, Lesa meira
Fylgi meirihlutans í borgarstjórn eykst – Sjálfstæðisflokkur tapar einum borgarfulltrúa
EyjanSamkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði er Samfylkingin nú stærsti flokkurinn í Reykjavík með 26,4% fylgi. Þetta er örlítið meira fylgi en í kosningunum 2018 þegar flokkurinn fékk 25,9% atkvæða. Allir meirihlutaflokkarnir bæta við sig fylgi og er samanlagt fylgi þeirra 54,7% samkvæmt könnuninni en kjörfylgi þeirra í síðustu kosningum var 46,4%. Fréttablaðið skýrir frá þessu í Lesa meira
Fylgi Miðflokksins það lægsta síðan Klausturmálið kom upp
EyjanSamkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar, sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið, hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna lækkað um 0,4 prósentustig en þrír stjórnarandstöðuflokkar bæta við sig fylgi. Fylgi Miðflokksins hefur ekki mælst minna síða Klausturmálið kom upp. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 40,4% en var 40,8% í september. Framsóknarflokkurinn hefur tapað rúmlega hálfu prósentustigi en fylgi hans mælist nú 7,3%. Fylgi Lesa meira