Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Þetta þarf ekki að vera svona
EyjanSíðar í dag fer fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um fjárlög ríkisins fyrir næsta ár. Á meðan mikil verðbólga og ævintýralega háir vextir á lánum bíta heimili og fyrirtæki er mantra ríkisstjórnarinnar að hér sé allt í miklum sóma. Við bara sjáum það ekki. Stærsta viðfangsefnið er að ná tökum á verðbólgunni. Ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í Lesa meira
Sigmar Guðmundsson skrifar: Stjórnleysi og skattar
EyjanVið vitum öll að eitt stærsta úrlausnarefni samtímans er að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við vitum líka að ríkisfjármálin þurfa að styðja við Seðlabankann í því verkefni. Þetta er vandasamt og flokkarnir á alþingi hafa ekki allir sömu skoðun á því hvernig best er að bera sig að. Þá er það morgunljóst að ríkisstjórninni er ekki Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Hamfarir, skattar og pólitík
EyjanFastir pennarLög um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi voru samþykkt samhljóða á Alþingi í byrjun vikunnar. Í umræðum um frumvarpið reis þó ágreiningur um sérstaka skattheimtu í því skyni. Afstaða Alþingis endurspeglar mikilvægan samhug með Grindvíkingum, sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. Hitt er ofur eðlilegt að ólík sjónarmið komi fram um forvarnaraðgerðir eins Lesa meira
Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ísland – Spánn
EyjanHeimsótti Spán nú á haustdögum. Á svæðinu, sem ég dvaldi, búa og starfa fjölmargir Íslendingar. Hitti þar á förnum vegi fyrrverandi nágranna minn. Sá sagðist hafa flutt til Spánar fyrir 4 árum og lét vel af sér: „Það eru einkum tveir kostir við að búa á Spáni, veðrið og verðið.“ Ég varð hugsi. Við ráðum Lesa meira
Segir það pólitíska ákvörðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að ekkert verði gert til að auka jöfnuð
Eyjan„Í dag fáum við að líta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar sjáum við svart á hvítu hvaða samfélag þeir þrír flokkar sem mynda ríkisstjórn Íslands, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilja byggja.“ Svona hefst grein eftir Helgu Völu Helgadóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina: „Samfélag jöfnuðar?“ Í greininni fjallar hún fjárlagafrumvarp Lesa meira
Tuttugu milljarða lækkun á tekjum ríkissjóðs af ökutækjum
EyjanHjá fjármálaráðuneytinu er hafin vinna við að breyta gjaldtöku af bifreiðum. Ástæðan er mikil fjölgun rafbíla. Líklega munu tekjur ríkissjóðs af eldsneytisgjöldum og vörugjöldum ökutækja lækka um tuttugu milljarða á árinu vegna mikillar fjölgunar rafbíla. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB, að rafbílavæðingin hér á landi hafi fylgt bjartsýnustu spám. Lesa meira
Danskir sælgætisgrísir létu hjá líða að greiða 6,5 milljarða í skatt af sælgæti
PressanÁ síðustu sex árum hafa dönsk skattyfirvöld innheimt sem svarar til um 6,5 milljörðum íslenskra króna í gjöld af sælgæti sem var flutt ólöglega til Danmerkur og selt þar í landi. Skatturinn hefur verið með markvissar aðgerðir í þessum efnum og heimsótt verslanir og söluturna þar sem talin var hætta á að sælgæti, sem tilskilin gjöld hefðu Lesa meira
Það þarf hærri skatta, niðurskurð eða hagvöxt til að ríkissjóður geti rétt úr kútnum
EyjanVegna hækkunar langtímavaxta er ríkissjóður verr í stakk búinn til að rétta úr kútnum en annars ef staðan er borin saman við önnur vestræn ríki sem búa við betri vaxtakjör. Þau ríki sjá fram á minni skuldasöfnun vegna þeirrar kreppu sem heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur. Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Aukning skulda leggst því þyngra á Lesa meira
Biden vill afnema skattalækkanir Trump og Wall Street styður hann
PressanMargir forstjórar bandarískra fjármálafyrirtækja styðja Joe Biden frekar en Donald Trump í baráttunni um forsetaembættið. Trump og stjórn hans hafa staðið fyrir afnámi margra reglna varðandi fjármálamarkaðinn, stýrivextir eru lágir og almennt séð var staðan á fjármálamörkuðum góð þar til heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Þrátt fyrir þetta styðja margir forstjórar og lykilmenn hjá fjármálafyrirtækjum Biden og skiptir þá engu að ef Biden sigrar má reikna með aðeins neikvæðari Lesa meira
Sjáðu skattabreytingarnar sem taka gildi á nýju ári
EyjanUm áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Áhrif þeirra eru metin til samtals 9,5 milljarða króna lækkunar samkvæmt vef stjórnarráðsins. Um er að ræða breytingar á tekjuskatti, tryggingagjaldi, hækkun á eldsneyti, áfengi og tóbaki og skerðingamörkum barnabóta. Þá taka gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til Lesa meira