Jón Gunnarsson: Orkuskortur veldur tugmilljarða tjóni árlega – mun stærra mál en veiðigjöldin
EyjanStjórnmálin hafa staðið í vegi fyrir orkuframkvæmdum alveg frá hruni, það er ekki bara í tíð þessarar ríkisstjórnar sem tafir hafa verið á orkuframkvæmdum. Það er verið að rífast um nokkra milljarða til eða frá vegna veiðigjalda en ekki rætt um það tugmilljarðatjón sem verður á hverju ári vegna orkuskorts, auk áhrifa sem sá skortur Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna
EyjanFastir pennarRaunvextir hafa lengi verið margfalt hærri en í grannlöndunum. Þingmenn stjórnarflokkanna staðhæfa að ekki sé við krónuna að sakast. Allt sé þetta spurning um hverjir stjórna. Ganga má út frá því að þeir hafi fullir ástríðu lagt sig alla fram og gert allt sem í þeirra valdi stendur til að sýna í verki að þeir Lesa meira
Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum
EyjanÞað er auðvelt að mæla árangur í íþróttum. Það lið sem skorar fleiri mörk vinnur. Sigurvegarinn í frjálsum íþróttum þarf bara að stökkva hærra, hlaupa hraðar eða kasta kúlunni lengra en hinir. Þegar þjóðfélög eru mæld að verðleikum skiptir máli að menntun og heilsuvernd sé í lagi, að flestir hafi vinnu, að laun dugi til Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Loðna hlið samgöngusáttmálans
EyjanFastir pennarSamgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er merkilegt skjal fyrir margra hluta sakir. Hann snýst um stórtækustu ríkisframkvæmdir í samgöngumálum, sem um getur. Í honum felst gott jafnvægi milli fjárfestingar fyrir einkabíla og almenningssamgöngur þvert á það sem umræðan gefur til kynna. Pólitískur stuðningur við sáttmálann er óvenju breiður en móthaldið líka óhefðbundið. Tekjuöflunarhlið ríkissjóðs eftir endurskoðun er að Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
EyjanFastir pennarÞegar verðbólga hækkaði verulega í síðasta mánuði hafði Innherji á Vísi eftir hagfræðingum Arion banka að óvænt hækkun breytti ekki heildarmyndinni. Fáeinir hrukku þó í kút af þessu tilefni. Í Danmörku hefði 0,5% hækkun verðbólgu verið líkt við jarðskjálfta. Í okkar umhverfi bera viðbrögð bankahagfræðinganna hins vegar vott um raunsæi og yfirvegun. Það er einfaldlega Lesa meira
Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
EyjanEnginn ágreiningur virðist vera milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni um stóru málin, sem fram til þessa hafa skilið á milli vinstri og hægri flokka; félagshyggju og markaðshyggju. Ágreiningurinn kemur fram um m.a. orkumál en ekki skatta og opinbera þjónustu. Leikjafræðin segir okkur að freisting kunni vera fyrir Vinstri græn að hafa frumkvæði að Lesa meira
Þorbjörg Sigríður: Seðlabankastjóri er spegill á óstöðugleikann og áhyggjur fólks af því hvað gerist næst
EyjanHér á Íslandi virðist vera sjálfvirkni í því að hækka skatta og búa til nýja hvort sem þörf er á því eða ekki. Sárlega vantar fleiri frjálslyndar raddir á Alþingi sem tala fyrir hófsemi í skattlagningu. Óeðlilegt er að almenningur fylgist með stýrivaxtaákvörðunum Seðlabankans eins og um íþróttakappleik sé að ræða. Einnig er óeðlilegt að Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvernig á að borga brúsann?
EyjanFastir pennarRíkisstjórnin hefur gefið tvö stór loforð, sem leysa þarf á næstu vikum. Annað er að greiða stóran hluta af kostnaði atvinnufyrirtækja við gerð kjarasamninga. Hitt er að Grindvíkingar verði ekki fyrir fjárhagslegum skaða vegna náttúruhamfaranna. Þetta eru eðlisólík mál. Þátttaka ríkissjóðs í kjarasamningum einkafyrirtækja ætti að vera umdeild en virðist vera nær óumdeild. Hitt er ánægjuefni Lesa meira
Segir stefnu Kristrúnar hættulega – vopnin geti hæglega snúist í höndum hennar
EyjanStefna sú er ráðgjafar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, hafa lagt henni til er hættuleg, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut. Ólafur segir það eitt verst geymda leyndarmál stjórnmálanna á Íslandi þessa dagana sé að Kristrún hafi notið ráðgjafar tveggja aldinna kempna sem báðar séu hoknar af reynslu. Þetta séu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Lesa meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Þetta þarf ekki að vera svona
EyjanSíðar í dag fer fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um fjárlög ríkisins fyrir næsta ár. Á meðan mikil verðbólga og ævintýralega háir vextir á lánum bíta heimili og fyrirtæki er mantra ríkisstjórnarinnar að hér sé allt í miklum sóma. Við bara sjáum það ekki. Stærsta viðfangsefnið er að ná tökum á verðbólgunni. Ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í Lesa meira