Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
EyjanFarsinn í kringum Jón Gunnarsson tekur á sig nýjar myndir daglega. Flokkurinn hans ýtti honum út úr vonarsæti á lista sínum í Kraganum og lét hann víkja fyrir varaformanni flokksins sem lagt hafði á flótta úr kjördæmi sínu í norðvestri eftir að bakland hennar hvarf. Jón reyndist þá ekki nógu stór til að taka tapinu Lesa meira
Áslaug Arna hjólar í „stóra plan Samfylkingarinnar“
Fréttir„Eftiráskýringar Samfylkingarinnar standast enga skoðun. Málflutningur þeirra snýst öðru fremur um að hafa horn í síðu þeirra sem skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hún um „stóra plan“ Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar sem fara fram eftir Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
EyjanSjálfstæðisflokkurinn er með heilsíðuauglýsingu í Bændablaðinu þar sem segir orðrétt: HÖLDUM ÁFRAM AÐ LÆKKA VEXTI – X-D. Þetta er vægast sagt kyndugt í ljósi þess að vextir hafa farið hækkandi í tíð vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið á annað ár hvorki meira né minna en 9,25 Lesa meira
Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
EyjanMiðflokkurinn er miðflokkur, ekki hægri flokkur, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Hann mætti Bergþóri Ólasyni, oddvita Miðflokksins í Kraganum í kosningaþætti á Eyjunni. Guðlaugur Þór sagði engan mun vera á Miðflokknum og Flokki fólksins, enda kæmu þingmenn og frambjóðendur Miðflokksins að verulegu leyti úr Flokki fólksins. Hann sagði þingmál Miðflokksins ekki Lesa meira
Elliði segir að einn mesti notaði frasinn þessa dagana sé algjört kjaftæði
FréttirElliði Vignisson, Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Ölfusi, segir að einn algengasti og mest notaði frasinn í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag sé kjaftæði. Elliði lýsir þessari skoðun sinni í aðsendri grein á vef Vísis, en frasinn sem hann vísar til er þessi: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“ „Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
EyjanBaráttan fyrir hvalveiðibanni hefur verið ofarlega á stefnuskrá Vinstri grænna um langa hríð og er það því sorgleg staðreynd að ekki hefur verið veitt meira af stórhveli, langreyði, síðustu áratugi, en einmitt síðustu 7 árin í stjórnar- og forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur/Vinstri grænna. Vinstri grænir hafa nú í 3 ár haft tækifæri til að standa við Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennarÞingmenn fráfarandi stjórnarflokka hafa allt þetta kjörtímabil skýrt fallandi fylgi í könnunum með því að það sé orðið lögmál í lýðræðisríkjum að allar ríkisstjórnir tapi fylgi óháð því hvernig þær standi sig. Á sama tíma staðhæfðu þeir að samstaðan í ríkisstjórninni væri einstök og engin ríkisstjórn hefði sýnt meiri færni í málamiðlunum. Hins vegar réðist Lesa meira
Orðið á götunni: Birgir Ármannsson níunda einnota borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?
EyjanBirgir Ármannsson lætur nú af þingmennsku eftir 21 ár á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Birgir, sem er 56 ára, segist samt ekki vera hættur afskiptum af stjórnmálum. Orðið á götunni er að hann vilji nú spreyta sig á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningum sem munu fara fram vorið 2026. Verði honum Lesa meira
Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennarFyrir komandi kosningar er mikilvægt að vera vakandi þegar stjórnmálaflokkar velja oddvita sína, þar sem ákvarðanir um náttúruauðlindir og auðæfi landsins eru í húfi. Aðeins með stjórnarskrárákvæðum er hægt að koma í veg fyrir misnotkun auðlinda svo hægt sé að tryggja að arður þeirra renni í opinbera sjóði sem styðji við almannahagsmuni Nú skiptir máli Lesa meira
Orðið á götunni: Panik í Valhöll – reynt að sannfæra Jón um að taka „baráttusætið“
EyjanOrðið á götunni er að andrúmsloftið í Valhöll sé fremur drungalegt þessa dagana. Sjálfstæðismenn, og raunar fleiri, áttu von á því að flokkurinn tæki góðan kipp upp á við í skoðanakönnunum í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórninni og boðaði til kosningar. Almennt var talið að lítið fylgi flokksins í skoðanakönnunum að undanförnu stafaði Lesa meira