Kolbrún: „Illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd“
EyjanJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, baðst undan því í Silfrinu á sunnudaginn að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru sagðir á móti umhverfisvernd. Tilefnið var gagnrýni Jóns á framgang umhverfisráðherra vegna friðlýsinga hans, sem Jón telur fara gegn lögum. Jón sagðist við það tækifæri vera mikill náttúruverndarsinni, en vildi að farið væri eftir því samkomulagi sem fyrir lægi. Lesa meira
Eyþór Arnalds: „Vona að nýjum ritara auðnist að sameina sjálfstæðismenn“
EyjanEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur undanfarið verið orðaður við ritaraembætti flokksins, sem er óskipað eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerðist dómsmálaráðherra. Kosið verður í embættið á flokksráðsfundi um næstu helgi og hafa fjölmargir verið orðaðir við embættið auk Eyþórs, þar á meðal Jón Gunnarsson þingmaður, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings Lesa meira
Sigríður tekur við af Áslaugu – Margir sýna ritaraembættinu áhuga
EyjanSigríður Á. Andersen, sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu, mun taka við embætti formanns utanríkismálanefndar af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem er nýtekin við embætti dómsmálaráðherra. Þetta var ákveðið á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og Fréttablaðið greinir frá. Þá mun Vilhjálmur Árnason verða varaformaður þingflokksins, en Áslaug gegndi því embætti Lesa meira
Páll Magnússon: „Oddviti flokksins í suðurkjördæmi ætti að sitja í ríkisstjórn“
EyjanPáll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var einn þeirra sem orðaður var við embætti dómsmálaráðherra áður en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hreppti hnossið í gær. Páll taldist kannski ekki ofarlega á lista, þar voru nefndir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson, auk Áslaugar, sem öll eru lögfræðimenntuð, en Páll hefur þó sóst eftir ráðherraembætti frá því Lesa meira
Jón hótar stjórnarslitum vegna umhverfisráðherra: „Verklag hans samræmist ekki lögunum“
Eyjan„Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra í niðurlaginu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er aðferðarfræði umhverfisráðherra, Guðmundar I. Guðbrandssonar, VG, varðandi friðlýsingar og verklag Lesa meira
Birgir Ármannsson: „Það eru allir í óvissu með þetta“
Eyjan„Það eru allskonar spekulasjónir í gangi, ég veit ekkert meira en þú um það. Það liggur ekkert fyrir um hver tillaga hans (Bjarna) til þingflokksins verður, það eru allir í óvissu með þetta,“ sagði Birgir Ármannsson við Eyjuna í dag, en margir velta nú vöngum yfir hver verði nýr dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skipaður verður á Lesa meira
Óvissa um nýjan dómsmálaráðherra: „Hugur minn í dag er hjá starfsfólki dómsmálaráðuneytis“
EyjanHelga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir vöngum yfir nýjum dómsmálaráðherra, sem kynntur verður á morgun á ríkisráðsfundi. Merkja má nokkra kaldhæðni í orðum hennar: „Hugur minn í dag er hjá starfsfólki dómsmálaráðuneytis sem nú veltir fyrir sér hvaða ráðherra komi til með að mæta til starfa þar í dag. (Eða á morgun faktískt). Sit nú Lesa meira
Sjálfstæðismenn brjálaðir út í Bjarna Ben -„Alvarleg tíðindi“
EyjanEftir að tilkynning barst frá Kára Jónssyni, formanns félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, í gærkvöldi, þar sem Bjarni Benediktsson er sagður hafa kæft undirskriftasöfnun gegn þriðja orkupakkanum í fæðingu, er ástandið innan Sjálfstæðisflokksins sagt afar eldfimt. Í tilkynningu sagði: „Söfnunin fór gríðarlega vel af stað, en þegar formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Lesa meira
Kolbrún segir harðlínuöflin urra og bíta: „Þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum“
EyjanKolbrún Bergþórsdóttir skrifar um harðlínudeildina innan Sjálfstæðisflokksins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Segir hún að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafi sérstaka ástæðu til að fagna: „Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér.“ Taka ekki rökum Kolbrún segir að ekki sé algengt að Lesa meira
Dóra Björt: „Þeir félagar Páll og Eyþór hafa enga afsökun fyrir þessa vitleysu“
EyjanSkólamáltíðir í Reykjavíkurborg er helsta þrætueplið í umræðunni í dag. Nú gagnrýna Píratarnir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, ummæli Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um vinstri menn í borgarstjórn. Sagði hann að þeir ættu að huga að sjálfum sér og auka gæði fæðisins áður en rætt verði um að minnka Lesa meira