Þingmaður Vinstri grænna urðar yfir Sjálfstæðisflokkinn – „Sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum“
EyjanÞað virðist hrikta ansi hressilega í ríkisstjórnarsamstarfi Vinstra hreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá sérstaklega af hálfu tveggja fyrstnefndu flokkanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lét af embætti dómsmálaráðherra í gær, gagnrýndi Vinstri græn í viðtali við Morgunblaðið fyrir linkind í útlendingamálum og sagði flokkinn eiga erfitt með að vera í ríkisstjórn. Hin opinbera Lesa meira
Sigmundur segir þetta ástæðuna fyrir að Framsóknarflokknum líði vel
Eyjan„Pólitíska sundurgerðin við ríkisstjórnarborðið blasir æ betur við eftir því sem lengra líður frá því að heimsfaraldurinn ætlaði hér allt um koll að keyra, eins og raunar víðar um veröldina. Skjólið sem stjórnin hafði af pestinni á síðasta kjörtímabili, einmitt eftir að hveitibrauðsdögum hennar var lokið, kom sér afar vel fyrir hana, enda má segja Lesa meira
Björn Leví útskýrir lýðræðisveislu Sjálfstæðisflokksins og snilldarhugmyndir hans
EyjanLandsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina. Þar takast Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson á um embætti formanns flokksins. Þeir og Sjálfstæðisflokkurinn eru umfjöllunarefni í pistli sem Björn Leví Gunnarsson skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann ber yfirskriftina „Lýðræðisveisla hinna útvöldu“. „„Við erum með bestu hugmyndirnar,“ sagði Guðlaugur Þór þegar hann kynnti framboð sitt til Lesa meira
Segir að sigur Guðlaugs Þórs geti veikt ríkisstjórnarsamstarfið
EyjanÞað er mikið undir í samfélaginu hvort það verður Guðlaugur Þór Þórðarson sem sigrar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins eða Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnarsamstarfið mun standa verr að vígi ef Bjarni tapar og hættir í stjórnmálum. Þetta er mat Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að ríkisstjórnarsamstarfið geti laskast ef Guðlaugur Þór sigrar. Hún sagði að ef Bjarni tapar Lesa meira
„Og að mínu mati er formennska Bjarna því miður fullreynd“
EyjanEins og kunnugt er þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson ákveðið að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins um næstu helgi. Einar S. Hálfdánarson, löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann lýsir yfir stuðningi við framboð Guðlaugs Þórs. Greinin ber fyrirsögnina „Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Lesa meira
Bjarni hefur ekki heyrt í Guðlaugi Þór varðandi mótframboð
EyjanEins og skýrt var frá í gær þá er Guðlaugur Þór Þórðarson sagður ætla að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni þegar kosið verður um formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans um aðra helgi. Bjarni segir að Guðlaugur Þór hafi ekki rætt við hann um mótframboð og enn sem komið er hafi enginn annar en hann Lesa meira
Guðlaugur Þór sagður íhuga að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni
EyjanGuðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er sagður íhuga að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum um aðra helgi. Enn sem komið er hefur Bjarni Benediktsson, núverandi formaður og efnahags- og fjármálaráðherra, einn sóst opinberlega eftir embættinu. Morgunblaðið skýrir frá hugleiðingum Guðlaugs Þórs og segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þessu en tekur fram Lesa meira
Sandra sækist eftir þriðja sætinu
EyjanLögmaðurinn Sandra Hlíf Ocares sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún telur að þjónustan við fólkið í borginni hafi mætt afgangi undanfarið og þarfir þess ekki verið í forgangi – þessu vill hún breyta. Sandra er fædd árið 1980 og er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hlotið lögmannsréttindi. Undanfarin Lesa meira
Titringur meðal Sjálfstæðismanna í borginni – Óvænt ákvörðun um leiðtogakjör
EyjanÁ fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á þriðjudaginn var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 7 tillaga um að halda leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí og að uppstillingarnefnd myndi raða í önnur sæti á framboðslista flokksins. Áður hafði spurst út að stjórnin hefði ákveðið að gera tillögu um að prófkjör yrði haldið í lok Lesa meira
Segir grímulausan þjófnað stundaðan til að hygla útgerðinni sem eigi Sjálfstæðisflokkinn
EyjanÍslendingar lifa í ríkasta samfélagi heims en eru samt sem áður niðursetningar í eigin landi. Ástæðan er spilling sem hefur vaxið út frá kvótakerfinu en það hefur fært útgerðunum svo mikil pólitísk völd að þær ráða orðið gengi krónunnar. Þetta segir í grein sem Ólafur Örn Jónsson, heldri borgari og fyrrum skipstjóri, skrifa á vísir.is en greinin Lesa meira