Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir féll á fyrsta prófi – framganga stjórnarandstöðunnar aumkunarverð
EyjanÞað kemur æ betur í ljós að ásakanir RÚV og fleiri fjölmiðla á fyrrum mennta-og barnamálaráðherra voru tilhæfulausar með öllu. Á Alþingi í gær reyndi stjórnarandstaðan að gera forsætisráðherra tortryggilega en Kristrún hafði svör við öllu. Framkoma sumra talsmanna stjórnarandstöðunnar var aumkunarverð og óhætt er að taka undir það að Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki hafi Lesa meira
Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanOrðið á götunni er að formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn hans hafi orðið sér til minnkunar með því að þrástagast í gær á rangfærslum úr fréttaflutningi Morgunblaðsins, RÚV og fleiri miðla um málið sem kennt er við frá farandi barnamálaráðherra löngu eftir að fram voru komnar upplýsingar sem hröktu þær rangfærslur. Vinnubrögð fréttamanna á þessum Lesa meira
Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
EyjanÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flutti að margra mati, innan og utan Sjálfstæðisflokksins, langbestu ræðuna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í byrjun þessa mánaðar. Hún hafi talað um stöðuna í alþjóðamálum af meira raunsæi en t.d. báðir formannsframbjóðendurnir. Hún segist ekki á útleið og vonast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur og taki stöðu sína Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn
EyjanFastir pennarNýjum formanni Sjálfstæðisflokksins er óskað velfarnaðar í störfum sínum á komandi misserum, enda er mikilvægt að margvíslegar og ólíkar stjórnmálahreyfingar hér á landi hafi á að skipa góðu fólki og vel meinandi manneskjum. Það var líka vel til fundið að til forystustarfa í þessum gamla, og á stundum karllæga valdaflokki, hafi valist kona, sem kemur Lesa meira
Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
EyjanÁ landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi vakti sérstaka athygli kveðjuræða Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem lét af embætti varaformanns á fundinum. Í máli sínu talaði hún tæpitungulaust um þá breytingu sem orðið hefur á stefnum Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum og þær hættur sem sú stefnubreyting hefur í för með sér fyrir m.a. Ísland. Var hún eini Lesa meira
Segir erfiða tíma fram undan hjá nýjum formanni – flokkseigendur misstu völdin og vilja þau á ný
EyjanÁ landsfundinum um síðustu helgi misstu flokkseigendur, sægreifar, Moggaklíkan og ríka fólkið í kringum Bjarna Benediktsson völdin í Sjálfstæðisflokknum þegar Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigurorð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kosningu til formanns. Áslaug Arna var frambjóðandi ofangreindra afla en Guðrún Hafsteinsdóttir tilheyrir engri klíku eða fylkingu heldur var hún kjörin út á eigin verðleika. Stjórnmálaferill Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennarÞað verður einkar athyglisvert að sjá hvaða leið gamli Sjálfstæðisflokkurinn velur sér upp úr þeim pólitíska afdal sem hann hefur ráfað um á síðustu árum og áratugum, en þar hefur hann sem kunnugt er tapað erindi sínu og uppruna í íslenskum stjórnmálum, ásamt náttúrlega kjósendum sínum. Um þetta eru báðir frambjóðendur flokksins í komandi formannsslag Lesa meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald
EyjanNokkur óánægja virðist komin upp hjá mörgum landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins með ný fundarsköp landsfundarins, sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. Þykja fundarsköpin gera málefnanefndirnar nær áhrifalausar. Óánægjan snýr að 3. kafla fundarskapanna, sem fjallar um meðferð og afgreiðslu ályktana á fundinum, en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins starfa átta málefnanefndir og segja má að Lesa meira
Orðið á götunni: Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins og sægreifar vilja Áslaugu – breiðfylkingin velur Guðrúnu
EyjanFólkið velur forsetann er slagorð sem þekkt er úr nokkrum forsetakosningum á Íslandi. Fyrst er munað eftir því árið 1968 þegar Kristján Eldjárn bar sigurorð af Gunnari Thoroddsen með nokkrum yfirburðum. Þá var Gunnar talinn njóta stuðnings helsta valdafólks landsins, ráðherra, þingmanna og auðugustu atvinnurekenda landsins úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Alþýðuflokki. Breiðfylking kjósenda var ekki Lesa meira
Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanLandsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun en kosið verður á sunnudag um embætti formanns. Þrjú hafa lýst yfir framboði. Þingmennirnir og fyrrum ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir auk listamannsins Snorra Ásmundssonar en sá síðastnefndi er almennt ekki talinn eiga mikla möguleika á sigri og baráttan um formannsembættið því talin standa á milli þingmannanna. Stuðningsmenn Lesa meira