Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði
EyjanMorgunblaðið og stjórnarandstaðan hafa farið mikinn gegn Ingu Sæland og linnulaust beint spjótum sínum að Flokki fólksins vegna þess að flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur. Formsatriði sem verður lagfært á landsfundi í febrúar, segir Inga Sæland, stormur í vatnsglasi. Hún segir árásirnar vera grímulaust einelti sem sprottið sé upp úr því að Lesa meira
Orðið á götunni: Forysta Sjálfstæðisflokksins flúin af hólmi – stefnir í blóðugan formannsslag milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu
EyjanFráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerði sér ljóst að hún ætti engan möguleika á að vinna formannskosningar í flokknum. Bakland hennar reyndist vera veikt og hún valdi rétt með því að gefa ekki kost á sér. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins renna nú af hólmi samtímis, gefast upp. Margir munu sakna Þórdísar úr Lesa meira
Góðar fréttir fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins?
EyjanEins og greint var frá í hádeginu hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á komandi landsfundi í febrúar. Ákvörðun Þórdísar kemur sumum á óvart enda hafði hún fengið talsverða hvatningu til að fara í framboð. Enn er alls óvíst hver verður Lesa meira
Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þungar áhyggjur af stöðu flokksins“
FréttirDiljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt samtöl við flokkssystkin sín til að kanna grundvöll fyrir framboð til formanns flokksins. Þetta staðfestir Diljá í þætti Dagmála á vef mbl.is en fjallað er um efni viðtalsins í Morgunblaðinu í dag. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi flokksins í lok febrúar og hafa nokkrir Sjálfstæðismenn verið orðaðir við framboð. Má þar nefna Lesa meira
Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanJón Gunnarsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem tekur formlega við þingsæti Bjarna Benediktssonar, þegar sá síðarnefndi mun segja af sér þingmennsku þegar þing kemur saman 4. febrúar næstkomandi, neitar því að vera að vinna að framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins. Jón fer enn fremur ekki í grafgötur með að hann sé ósáttur við framgöngu varaformanns flokksins Þórdísar Kolbrúnar Lesa meira
Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
FréttirÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, segist hafa fengið ótal áskoranir um að gefa kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Landsfundur flokksins fer fram í lok febrúar þar sem nýr formaður verður kjörinn í stað Bjarna Benediktssonar sem ætlar að láta gott heita eftir 16 ára formennsku. Morgunblaðið í dag hefur eftir Lesa meira
Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
EyjanÓhætt er að fullyrða að Bjarni Benediktsson hafi varpað inn sprengju í byrjun árs með því að tilkynna brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Tilkynningin kom mörgum í opna skjöldu, jafnvel fólki í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, og hófust þegar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu sem næsti formaður flokksins. Embættið er í meira lagi eftirsótt en Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
EyjanNý valdablokk kann að vera að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Hina nýju valdablokk mynda þeir sem vilja tafarlaust bregðast við skelfilegri niðurstöðu flokksins í síðustu kosningum eftir sjö ára setu hans í vinstri stjórn; finna gamla Sjálfstæðisflokkinn, hefja til öndvegis það sem flokkurinn hefur staðið fyrir í tímans rás en ekki það sem flokkurinn hraktist í Lesa meira
Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
EyjanÓhætt er að segja að fátt gleðji forystu og flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar með VG og Framsókn galt afhroð í þingkosningum um síðustu mánaðarmót og fylgi flokksins mældist hið minnsta í gervallri sögu flokksins sem spannar nær heila öld. Niðurstaðan, 19,4 prósent, er reiðarslag og fylgið hefur fallið um nær Lesa meira