fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024

Silfuregils

Arnar: Borgun margborgar sig

Arnar: Borgun margborgar sig

Eyjan
01.12.2014

Eitt einkenni nútímans er hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa náð að smeygja sér inn á öll svið þar sem fjármunir skipta um hendur. Núorðið þurfum við öll að leggja launin okkar inn á bankareikninga – ég man þá tíð að fólk gat farið til féhirðis og fengið kaupið borgað út í seðlum. Það þurfti semsagt Lesa meira

Jól í nýstofnuðu lýðveldi

Jól í nýstofnuðu lýðveldi

Eyjan
01.12.2014

Þessi dásamlega ljósmynd birtist á jóladagatali listasafns Einars Jónssonar (sem er einn merkilegasti staður í Reykjavík). Segir í meðfylgjandi texta að þetta kort hafi borist safninu jólin 1944. Það ár var Sveinn Björnsson kosinn forseti hins nýja íslenska lýðveldis – þrátt fyrir heimstyrjöld var bjartsýni í lofti. Þarna sést hvernig forsetanum var fagnað þegar hann Lesa meira

Lítið gert úr 1. des

Lítið gert úr 1. des

Eyjan
01.12.2014

Á hverju ári heyrir maður kvartað undan því að ekki sé gert meira úr fullveldisdeginum. Nú sé ég skrifað að það sé ekki gott að við séum farin að halda upp á Halloween, Thanksgiving og Black Friday – en vitum svo ekkert í okkar haus um 1. desember. Við erum náttúrlega frekar ameríkaniseruð í þessu Lesa meira

Nei, ekki meira af þessu

Nei, ekki meira af þessu

Eyjan
30.11.2014

Lítil þátttaka svokallaðrar þúsaldarkynslóðar í kosningum í Bandaríkjunum vekur athygli. Einungis 12 prósent Bandaríkjamanna undir þrítugu kusu í þingkosningunum í nóvember. Þetta er ekki bara vegna þess að áhuginn á stjórnmálaum sé lítill sem enginn – það er auðvitað meginskýringin – heldur er hitt líka staðreynd að þetta unga finnur enga samkennd með hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Lesa meira

Brosandi lögreglumaður tjáir sig

Brosandi lögreglumaður tjáir sig

Eyjan
29.11.2014

Lögreglumaðurinn brosandi, Birgir Örn Guðjónsson, skrifar grein sem virðist hafa vakið nokkra athygli. Ekki er það þó vegna frumlegrar hugsunar eða efnistaka – nema síður sé. Það sem Birgir er að amast við er svonefnd „pólitísk rétthugsun“. Maður hefur reyndar lesið milljón greinar þar sem hún er rædd og þessi er ekki sú skarpasta. Hins Lesa meira

Kolbrún fer á kostum

Kolbrún fer á kostum

Eyjan
29.11.2014

Hér er pistill sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þarna fer vinkona mín Kolbrún Bergþórsdóttir á kostum, hún er að fjalla um viðhorf stjórnmálamanna til valdanna sem þeim eru fengin.

Spiegel: Kort um uppruna ISIS

Spiegel: Kort um uppruna ISIS

Eyjan
28.11.2014

Der Spiegel birtir þetta kort þar sem koma fram tölur um fjölda þeirra sem hafa farið til að berjast með ISIS samtökunum í Írak og Sýrlandi. Þetta er býsna skuggalegt. ISIS eru fasísk stjórnmálasamtök sem byggja á draumum um tortímingu og kúgun. Þetta er einhver viðurstyggilegasta óværa sem hefur sést í heimspólitíkinni í langan tíma. Lesa meira

Hefðbundnir stjórnmálaflokkar í kreppu

Hefðbundnir stjórnmálaflokkar í kreppu

Eyjan
28.11.2014

Stjórnmálaflokkarnir íslensku hafa verið í sjálfheldu allt frá hruni, segir Styrmir Gunnarsson í pistli á heimasíðu sinni. Það er margt til í þessu hjá morgunblaðsritstjóranum fyrrverandi, hann nefnir að Sjálfstæðisflokkurinn sé fastur í 25-30 prósenta fylgi, Framsókn tapi líka fylgi,en stjórnarandstaðan sæki samt ekki á. En eins og Styrmir nefnir er þetta alþjóðlegt fyrirbæri. Staðreyndin Lesa meira

Verðmætar innréttingar

Verðmætar innréttingar

Eyjan
28.11.2014

Fatabúðin var verslun sem rakti sögu sína til 1916. Seldi sængurföt og slíkt – það er einhver mesti lúxus sem hægt er að hugsa sér að leggjast til svefns í brakandi hreinum sængurfötum úr góðu efni. Fyrir stuttu hætti verslunin, en hún var til húsa í stóru fallegu húsi sem er á gatnamótum Skólavörðustígs, Klapparstígs Lesa meira

Stórhneyksli í breskum matvælaiðnaði – mikill meirihluti kjúklinga sýktur

Stórhneyksli í breskum matvælaiðnaði – mikill meirihluti kjúklinga sýktur

Eyjan
27.11.2014

Hneyksli skekur matvælamarkaðinn í Bretlandi.  Prófanir sýna að 8 af 10 kjúklingum í breskum stórmörkuðum eru smitaðir af kampýlóbakter. 18 prósent af kjúklingunum höfðu kampýlóbakter í miklum mæli, í 6 prósentum tilvika fannst þessi ófögnuður á umbúðum. Þetta kom í ljós eftir prófanir sem voru gerðar á sex mánaða tímabili. Verst kom verslanakeðjan Asda út, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af