fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024

Silfuregils

Kúba á eftir að breytast hratt

Kúba á eftir að breytast hratt

Eyjan
18.12.2014

Viðskiptabann á Kúbu hefur náttúrlega verið galið lengi. Það er vonum seinna að Obama stígur skref til að aflétta því. Kúba getur ekki ógnað neinum. Kommúnistarnir þar hölluðu sér að Sovétríkjunum á sínum tíma, og upp úr sauð rækilega á tíma Kúbudeilunnar sem snerist um kjarnorkuvopn og þegar furðulegur söfnuður gerði innrás í Svínaflóa. Þetta Lesa meira

Ási, nú og fyrir fjörutíu árum

Ási, nú og fyrir fjörutíu árum

Eyjan
17.12.2014

Ég er ekki luddíti – ekki á móti tækni eða framförum. En hins vegar er ekki víst að öll tækni færi okkur framfarir. Hún getur jafnvel skilað okkur til baka og gert lífið snauðara eða leiðinlegra. Eitt af því sem meintar framfarir hafa haft í för með sér er að við afhendum stórum fyrirtækjum forræði Lesa meira

Morgunstéttin, jól 1963

Morgunstéttin, jól 1963

Eyjan
17.12.2014

Í þessari ljósmynd er margháttuð saga. Hún er tekin 1963, fyrir jól, ljósmyndarinn mun vera Jóhann Vilberg, myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur – þeirri merku stofnun. Í þessu húsi við horn Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis var leikfangabúð, hét einfaldlega Leikfangahúsið. Fólk í jólahugleiðingum er að virða fyrir sér leikföng í glugganum. Þetta var tími þegar mestöll Lesa meira

Veraldarsaga Péturs, Enginn dans við Ufsaklett, Deleríum Búbónis, Bóksalaverðlaun

Veraldarsaga Péturs, Enginn dans við Ufsaklett, Deleríum Búbónis, Bóksalaverðlaun

Eyjan
17.12.2014

Síðasta Kiljan fyrir jól er á miðvikudagskvöld, afar efnismikil. Pétur Gunnarsson segir frá bókinni Veraldarsaga mín – við sýnum líka kvikmyndir sem Baldur Hrafnkell Jónsson tók af Pétri í Aix-en-Provence 1970. Elísabet Jökulsdóttir talar um ljóðabókina Enginn dans við Ufsaklett sem hefur vakið mikla athygli. Við fjöllum um bækur Finnboga Hermannssonar, Guðna Ágústssonar og Stefáns Lesa meira

Hí þið eruð elíta!

Hí þið eruð elíta!

Eyjan
16.12.2014

Eitt versta skammarorð sem maður getur valið andstæðingum sínum, meintum eða raunverulegum, er að þeir séu elíta. Hí á ykkur – þið eru elíta! Listamenn og rithöfundar verða gjarnan fyrir barðinu á þessu, breytir þá engu að flestir fólk úr þeirri stétt á Íslandi er skítblankt og hefur mjög ótrygga afkomu. Það er líka sagt Lesa meira

Stórkostleg ræða Elizabeth Warren – gegn ofurvaldi fjármálastofnana

Stórkostleg ræða Elizabeth Warren – gegn ofurvaldi fjármálastofnana

Eyjan
16.12.2014

Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren hélt í fyrradag einhverja mögnuðustu ræðu sem hefur heyrst lengi í stjórnmálum – og ekki bara í Bandaríkjunum. Hún var að mótmæla kafla í svokölluðu Dodd-Frank frumvarpi þar sem eru enn opnaðir möguleikar til að láta skattborgara greiða tap banka – þar sem bankar eru enn þeirri stöðu að vera of stórir Lesa meira

Ekki svo afdráttarlaust

Ekki svo afdráttarlaust

Eyjan
16.12.2014

Ég hef ákveðnar efasemdir um að jafn auðvelt sé að skipta fólki upp í trúaða og trúleysingja og stundum er látið. Margir eru nefnilega hvorki né og bæði og í trúmálum. Maður getur á tímabil að trú leitar á mann og svo tímabil sem maður gleymir trúnni alveg og hún hrærir ekki neitt við manni Lesa meira

Osmo Vänskä, Harpa og Lundúnafílharmónían – að ógleymdum Andsnes

Osmo Vänskä, Harpa og Lundúnafílharmónían – að ógleymdum Andsnes

Eyjan
16.12.2014

Það lak vatn í Hörpu í nótt en sem betur fer varð tjónið ekki mikið. Ég óttaðist að komast ekki á tónleika sem ég hef hlakkað til í langan tíma. Hinn frábæri hljómsveitarstjóri Osmo Vänskä segist ekki eiga nógu sterk orð til að lýsa Hörpu í viðtali við DV: „Ég tel að Harpa sé eitt það Lesa meira

11 staðreyndir um RÚV

11 staðreyndir um RÚV

Eyjan
15.12.2014

Það blása naprir vindar um Ríkisútvarpið. Vont er að ýmsar staðreyndir vilja skolast til – eru kannski ekki skýrðar nógu vel út eða hugsanlega mistúlkaðar af ráðnum hug. Hér eru nokkur atriði sem er nauðsynlegt að vita vilji maður skilja umræðuna.  

Vesturfarar gera víðreist

Vesturfarar gera víðreist

Eyjan
15.12.2014

Þetta finnst mér skemmtilegt. Vesturfarar komnir í sölu í Kanada og Bandaríkjunum í gegnum Íslendingafélög þar. Í formati sem hentar spilurum í vesturheimi. Þeir fást svo náttúrlega í íslensku útgáfunni í búðum hér heima – og á Ríkisútvarpinu í Efstaleiti.

Mest lesið

Ekki missa af