fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024

Silfuregils

Þorláksmessa í Miðbænum

Þorláksmessa í Miðbænum

Eyjan
23.12.2014

Það er dásamleg veðurblíða suðvestanlands á Þorláksmessu. Himininn er heiður og litfagur, sést til sólar nú um hádegisbil. Þetta er kærkomið eftir umhleypinga desembermánaðar. Miðbærinn skartar sínu fegursta með jólaljósum sínum og þar er ekki hálka á stéttum, enda eru þær upphitaðar. Annars eru Íslendingar lélegir í að moka snjó frá húsum sínum og vinna Lesa meira

Nokkuð umdeild könnun DV um bestu rithöfundana

Nokkuð umdeild könnun DV um bestu rithöfundana

Eyjan
22.12.2014

Einkennilegar eru „úttektir“ sem birtast helst í Fréttablaðinu og DV þar sem er haft samband við hóp manna og hann látinn velja hvað er best á einhverju sviði – besti veitingastaðurinn, besta sundlaugin, besti rithöfundurinn. Þetta er einmitt það sem DV gerði um helgina. Þrjátíu manna hópur velur bestu núlifandi rithöfundana. Tíu, nei ellefu efstu, Lesa meira

Stjórnmálasamband

Stjórnmálasamband

Eyjan
22.12.2014

Þetta er snjallt. Che: Fidel, heldurðu að við tökum nokkurn tíma upp stjórnmálasamband við Bandaríkin. Fidel: Það verður ekki fyrr en sá dagur rennur upp að forseti Bandaríkjanna er svartur og páfinn er Argentínumaður eins og þú.  

Skrítin skrif um kirkjuferðir

Skrítin skrif um kirkjuferðir

Eyjan
21.12.2014

Dálítið er hún skrítin grein eftir Jón Sigurðsson þar sem hann fer mikinn um að við lifum í samfélagi þar sem „kristnin er grundvöllurinn“. Greinin fjallar reyndar að litlu leyti um kristna trú sem slíka – hætt er við að Kierkegaard hefði fussað og sveiað yfir slíkri yfirborðsmennsku –  heldur meira um hana sem algjöra Lesa meira

Jólaöl í gömlu ölgerðinni

Jólaöl í gömlu ölgerðinni

Eyjan
20.12.2014

Hér er skemmtileg jólafrétt og jólaauglýsing – brot úr gömlu Reykjavík. Þarna er fólk samankomið að morgni, rétt fyrir jól, til að fá hvítöl á brúsa í Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem þá var við Rauðarárstíg. Fólk kom með stór ílát til að ná í ölið sem freyddi af krana. Það var einstaklega bragðgott – altént Lesa meira

Framsókn í krísu – og allmjög öðruvísi en gamla Framsókn

Framsókn í krísu – og allmjög öðruvísi en gamla Framsókn

Eyjan
20.12.2014

Fylgi Sjálfstæðisflokksins nálgast þrjátíu prósentin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR, en Framsókn liggur í ellefu prósentum. Það gæti svo farið innan skamms að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn þrefalt fylgismeiri en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Enn virðist Framsóknarflokkurinn ekki njóta á neinn hátt skuldaleiðréttingarinnar sem var helsta baráttumál hans. Er það vegna þess að hún stóðst ekki væntingar? Það Lesa meira

Þýski jóladiskurinn

Þýski jóladiskurinn

Eyjan
19.12.2014

Í bílnum er ég að hlusta á þýska jóladiskinn sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Eins og segir um hann, þetta er fyrir tíma crossover – þarna voru jólalög háklassísk eða komin úr sálmabókinni. Upptökurnar eru frá 6. og 7. áratugnum, þarna eru drengjakórar og dísætir sópranar. Þetta er ekki góð tónlist til að hafa Lesa meira

Umræða um tittlingaskít

Umræða um tittlingaskít

Eyjan
19.12.2014

Facebook vinur minn, Þórður Magg úr Grundarfirði, birtir þennan texta. Er hugsanlegt að hann hafi eitthvað til síns máls um það hvað við tölum mikið um hluti sem skipta engu máli: Ég var að spögulera. Umræðan undanfarin misseri er um algeran titlingaskít. Gott dæmi er kirkjusókn barna, skiptir þetta venjulegt fólk miklu máli? Annað dæmi; Lesa meira

Saga Rússlands og glæpaklíkurnar

Saga Rússlands og glæpaklíkurnar

Eyjan
18.12.2014

Nú hefur verið tilkynnt að Vladimir Pútin hafi verið valinn maður ársins í Rússlandi – 15 árið í röð. Þetta er harmskoplegt og gerist þrátt fyrir að Rússar séu nú að gjalda dýru verði óstjórn og spillingu undanfarinna ára. Saga Rússlands er skelfileg. Á síðustu hundrað árum hafa Rússar upplifað þrjú valdaskeið – í öllum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af