fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024

Silfuregils

Ísland, verst eða best – og sósurnar

Ísland, verst eða best – og sósurnar

Eyjan
29.12.2014

Á þessu ári hefur víða bergmálað frasinn að Ísland sé „ónýtt“. Þetta er orðið hálfgert viðkvæði hjá hópi fólks. En Jessica Probus hjá vefnum vinsæla Buzzfeed er ekki sammála. Hún nefnir 32 ástæður fyrir því að Ísland sé besta landið fyrr og síðar. Hún telur upp ýmsar ástæður, bóklestur Íslendinga, bann við nektarstöðum, fjarveru McDonalds, Lesa meira

2014 í alþjóðapólitík – ekki gott ár

2014 í alþjóðapólitík – ekki gott ár

Eyjan
28.12.2014

Yfirleitt finnst mér áramót ekki svo mikilvæg að þau kalli sérstaklega á uppgjör. Mér leiðiyt frekar þegar rifjaðar eru upp fréttir af tiltölulega nýliðnum atburðum. En árið 2014 er dálítið sérstakt. Það var nefnilega hundleiðinlegt. Þá er ég að meina í heimspólitíkinni. Viðurstyggilegar öfgahreyfingar vaða uppi – bjartsýnin í arabíska vorinu er gufuð upp og Lesa meira

Hin ofsafengnu áramót í Reykjavík

Hin ofsafengnu áramót í Reykjavík

Eyjan
28.12.2014

Ferðatímaritið Condé Nast útnefndi fimmtán borgir þar sem væri fjör á áramótum. Reykjavík er ekki þar á meðal – sem er skrítið. Ég hef verið víða um heim á áramótum, en ekkert slær Reykjavík við. Það er einfaldlega svo að fáar þjóðir halda upp á áramót með viðlíka ofsa og Íslendingar. Kannski af því við Lesa meira

Merkilegt samkomulag í Svíþjóð

Merkilegt samkomulag í Svíþjóð

Eyjan
27.12.2014

Það eru góð tíðindi að kosningum skuli hafa verið aflýst í Svíþjóð. Til þeirra hafði verið boðað í mars eftir að minnihlutastjórn Sósíaldemókrata mistókst að koma fjárlagafrumvarpi gegnum þingið. En nú er ekki rétti tíminn fyrir stjórnmálaólgu. Hinir hryllilegu Svíþjóðardemókratar sækja á – það er illt til þess að kjósendur skuli snúa sér til þeirra Lesa meira

Kristnin í Ríkisútvarpinu

Kristnin í Ríkisútvarpinu

Eyjan
27.12.2014

Það er vinsælt að stilla því þannig upp að Ríkisútvarpið sé sérstakur óvinur kristninnar í landinu. Ef betur er að gáð er þetta eiginlega á hinn veginn, það má spyrja hvort sé of mikil kristni á Rúv – víst er að einhverjum kann að finnast það. Hér eru nokkrir dagskrárliðir frá því um jólin, frá Lesa meira

Jólakort Ayn Rand

Jólakort Ayn Rand

Eyjan
27.12.2014

Þetta er dásamlega skemmtileg síða. Þarna hafa verið búin til jólakort með fleygum orðum úr ritum Ayn Rand. Boðskapur hennar var nöturlegur og ljótur, gengur út á að eigingirni sé dyggð. Rand er einhvers konar and-andi jólanna. Ebenezer Scrooge ef hann hefði ritað bækur um heimspeki sína og haft um sig söfnuð. Hérna afhjúpast þetta Lesa meira

Varla vill Sjálfstæðisflokkurinn hjálpa Pútín?

Varla vill Sjálfstæðisflokkurinn hjálpa Pútín?

Eyjan
26.12.2014

Íslendingar eru aðilar að Nató, hafa verið þar frá stofnun, við höfum aukaaðild að Evrópusambandinu í gegnum EES, við erum með varnarsamning við Bandaríkin. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir þessu öll – var í ríkisstjórn þegar við gengum öll þessi bandalög. Þetta eru hornsteinarnir í utanríkisstefnunni. En það er þingmaður úr Sjálfstæðisflokkinn sem leggur til að Íslendingar Lesa meira

Smækkunaráhrif

Smækkunaráhrif

Eyjan
26.12.2014

Orðustand er nokkuð óskiljanlegt. Mestu orðumenn allra tíma voru kommmúnistaleiðtogar í Rússlandi. Þeir hengdu orður hver á aðra þangað til þeir urðu eins og jólatré, gátu varla staðið fyrir pjátrinu. Stundum hengdu þeir jafnvel orður á sjálfa sig. Ef einhverjir verðskulda orður þá það helst fólk sem vinnur óvænt afrek. Bjargar mannslífum. Fær stórkostlegar hugmyndir. Lesa meira

Mesta ógnin

Mesta ógnin

Eyjan
25.12.2014

Hættulegasta fólk í Evrópu um þessar mundir eru ekki múslimar og ekki trúleysingjar. Nei, það er fólk sem safnast úti á götum í Þýskalandi til að mótmæla múslimum – og skoðanasystkin þess víða um álfuna. Það var svona sem kynþáttaofsóknirnar sem náðu hápunkti á tíma nasismans byrjuðu. Með því að jaðarhópur, sem skar sig úr Lesa meira

Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Eyjan
24.12.2014

Lesendum síðunnar óska ég gleðilegra jóla. Læt fylgja með þessa mynd sem er tekin í Austurstræti 1953 eða um það bil. Guðjón Friðriksson segir á síðunni Gamlar ljósmyndir að Jón H. Björnsson, sem kenndur var við Alaska, hafi staðið fyrir fyrstu jólaskreytingunni í Austurstræti einmitt árið 1953. Þar mun líka hafa átt hlut að máli Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af