fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024

Silfuregils

Albanía – ljósárum á undan

Albanía – ljósárum á undan

Eyjan
04.01.2015

Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang. En það er afskaplega lítill áhugi fyrir einkavæðingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fullyrða má að þorri þjóðarinnar sé þvert á móti slíku. Ásdís Halla Bragadóttir rekur fyrirtæki Lesa meira

Guðrækilegir Framsóknarmenn

Guðrækilegir Framsóknarmenn

Eyjan
04.01.2015

Hér áður fyrr voru gagnvegir milli kirkjunnar og Sjálfstæðisflokksins. Hann var flokkur kirkjunnar. Það þótti nánast ókristilegt að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Á því kristna heimili sem ég kynntist byrjaði Sjálfstæðisflokkurinn að hringja snemma á kjördag. Það var smalað á kjörstað meðal kristilegra. Margt hefur breyst síðan, prestar eru fjölbreytilegri hópur en áður var, sumir eru Lesa meira

Væl undan gríni

Væl undan gríni

Eyjan
04.01.2015

Hér áður fyrr voru stjórnmálamenn ábyggilega missáttir við áramótaskaupið og þætti af því taginu. En þeir pössuðu sig yfirleitt á því að kvarta ekki undan þeim – hvað þá væla. Það þótti hallærislegt. Og þykir líklega ekki. Og fara í þokkabót að fjasa um að þetta kosti nú svo og svo mikið og megi ábyggilega Lesa meira

Houellebecq hneykslar með bók um íslam

Houellebecq hneykslar með bók um íslam

Eyjan
03.01.2015

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq er ólíkindatól. Hann var í viðtali hjá mér í Kiljunni fyrir nokkrum árum, vildi þá helst fara með rauða hárkollu sem hann fann í förðunardeildinni inn í stúdíóið. Hann virkaði frekar timbraður. Houellebecq hefur margsinnis hneykslað með bókum sínum – og hann er vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla í Frakklandi. Nú er að Lesa meira

Ekki sérlega hættulegur heimur

Ekki sérlega hættulegur heimur

Eyjan
03.01.2015

Víða má lesa um þessi áramót að heimurinn sé á leið til heljar, það er til dæmis vitnað í Martin Dempsey, formann herráðs Bandaríkjanna, sem sagði fyrir þingnefnd á árinu að heimurinn sé hættulegri staður en nokkru sinni fyrr. En það er ekki raunin, ef marka má grein sem fræðimennirnir Steven Pinker og Andrew Mack Lesa meira

Ríkidæmi og fátækt í Kaliforníu

Ríkidæmi og fátækt í Kaliforníu

Eyjan
02.01.2015

Við fjölskyldan erum stödd í Bandaríkjunum – í Los Angeles. Höfum komið hérna nokkrum sinnum áður. Þetta er undarlegur staður – mesta bílaborg veraldar sem nær yfir ótrúlegt flæmi. Hér er einmuna verðurblíða, hitinn fór reyndar niður undir frostmark á gamlárskvöld. Það er mjög óvenjulegt. Það eru andstæðurnar sem eru aðaleinkenni Bandaríkjanna. Við fórum á Lesa meira

Áramótaræður

Áramótaræður

Eyjan
01.01.2015

Bæði biskupinn yfir Íslandi og forseti Íslands gera að umræðuefni ofgótt af gagnrýni í samfélaginu í áramótaræðum. Það er alltaf áhugavert að fylgjast með vendingum Ólafs Ragnars Grímssonar, hann var lengi gagnrýnasti stjórnmálamaður Íslands, hlífði engum og þótti stundum fara yfir strikið í þessu efni. En nú er við völd ríkisstjórn sem er Ólafi þóknanleg Lesa meira

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár!

Eyjan
31.12.2014

Það er mikilvægari spurning að velta fyrir sér hvernig næsta ár verður í íslensku samfélagi en að rifja upp hvernig síðasta ár var. En samt, lítum aðeins um öxl. Þetta var árið sem verðbólgan fór niður í næstum ekki neitt og því hættu menn að ergja sig á verðtryggingunni. Þetta var ár leiðréttingarinnar miklu – Lesa meira

Sigrún í ríkisstjórn, Eggert og Kolbrún á DV

Sigrún í ríkisstjórn, Eggert og Kolbrún á DV

Eyjan
30.12.2014

Þær eru athyglisverðar hræringarnar í stjórnmálum og fjölmiðlum nú rétt fyrir áramótin. Þrátt fyrir fylgisleysi í skoðanakönnunum styrkir Framsóknarflokkurinn sig í ríkisstjórn. Þangað inn kemur Sigrún Magnúsdóttir og verður umhverfis- og auðlindaráðherra. Framsóknarflokkurinn hefur nú jafnmarga ráðherra við ríkisstjórnarborðið og Sjálfstæðisflokkurinn. Sigrún er afskaplega trygg formanni sínum, Sigmundi Davíð. Þetta þýðir að Vigdís Hauksdóttir verður Lesa meira

Samhljómur

Samhljómur

Eyjan
29.12.2014

Það er starf Þorsteins Víglundssonar, fræmkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að koma í veg fyrir að atvinnurekendur þurfi að leggja út meiri peninga. Eða þannig hefur ætíð verið litið á þetta djobb. Ef launahækkanir ber á góma mun maðurinn sem gegnir þessari stöðu alltaf segja að þær komi eiginlega alls ekki til greina. Hugsalega gæti þó verið Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af