fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024

Silfuregils

Og páfinn biður fyrir ykkur…

Og páfinn biður fyrir ykkur…

Eyjan
14.01.2015

Ég sé að þið verðið myrtir af hryðjuverkamönnum…  Í minningu ykkar munu klukkur Notre Dame hringja, það verður mikil fjöldaganga með Hollande, Valls, Sarkozy, Copé, Merkel, Cameron og jafnvel Netanyahu. Þríliti fáninn blaktir við hún og Marseillasinn verður sunginn. Lagt verður til að þið verðið settir í Panthéon, Nasdaq og Franska Akademían lýsa því yfir Lesa meira

Bara að spyrja

Bara að spyrja

Eyjan
13.01.2015

„Það hlýtur að mega ræða þetta“ „Það er nauðsynlegt að taka umræðuna“ „Við hljótum að mega spyrja.“ Þetta eru nokkrir frasar sem maður heyrir þegar fólk dengir einhverju fram sem það þorir ekki alveg að standa við. En vill samt hræra í drullupytti. Þetta er margreynd aðferð til að hefja hatursfulla umræðu. Eins og þegar varð Lesa meira

Ofgnóttin í Ameríku

Ofgnóttin í Ameríku

Eyjan
13.01.2015

Eitt af því sem einkennir Bandaríkin er hin endalausa ofgnótt, stóru skammtarnir, úrvalið – já, og og öll tilboðin. Það er alveg hægt að týna sér í þessum heimi – og margir gera það auðvitað. Hér eru nokkrar myndir úr ferð í bandarískan súpermarkað í gær. Svona langar hilluraðir sjást hvergi á Íslandi. Við eigum Lesa meira

Hinir raunverulegu óvinir íslams

Hinir raunverulegu óvinir íslams

Eyjan
12.01.2015

Guðmundur Andri Thorsson er frábær pistlahöfundur. Skrifar einstaklega gott og skýrt mál og það er oftast mjög forvitnilegt að fylgjast með honum hugsa í pistlum sínum. Þeir eru því líkastir að höfundurinn sé að hugsa upphátt – mest fyrir sjálfan sig, en við lesendurnir fylgjum eftir. Pistill Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu í dag Lesa meira

Langaði þá ekkert að fara?

Langaði þá ekkert að fara?

Eyjan
12.01.2015

Frekar er nú dapurt að enginn íslenskur ráðamaður skuli hafa farið í samstöðugönguna miklu í París – sérstaklega í ljósi þessa að þar voru til dæmis allir forsætisráðherrar Norðurlandanna, Angela Merkel og David Cameron. Og ótal aðrir leiðtogar. Einhvern veginn tókst þeim að komast til Parísar. Maður skyldi halda að einhverjum íslenskum stjórnmálamanni hefði þótt Lesa meira

Á ritstjórn Charlie Hebdo

Á ritstjórn Charlie Hebdo

Eyjan
12.01.2015

Hér er myndband sem sýnir blaðamenn og teiknara Charlie Hebdo að störfum fyrir morðárásina. Þarna má sjá hvernig vinnubrögðin á blaðinu voru, fólkið ræðir saman, andrúmsloftið er afslappað, samræðurnar eru vitrænar, þetta eru ekki vitleysingar eða rasistar, eins og maður er farinn að heyra. Þvert á móti er tjáningarfrelsið þarna að störfum – eins og Lesa meira

La dolce vita – Anita baðar sig í Trevi

La dolce vita – Anita baðar sig í Trevi

Eyjan
11.01.2015

La dolce vita eftir Fellini er einhver stórkostlegasta mynd allra tíma, full af gamansömum húmanisma höfundarins. Myndin er eitt af sterkustu táknum áranna í kringum sextíu. Við höfum hinn ringlaða Marcello Mastroianni, stórkoslega tónlist Nino Rota – og svo Anitu Ekberg, sænsku kynbombuna, larger than life, þar sem hún stígur út í Trevi-gosbrunninn að næturlagi og Lesa meira

Ian McEwan: Að mæta hatri með hlátri

Ian McEwan: Að mæta hatri með hlátri

Eyjan
10.01.2015

Breski rithöfundurinn Ian McEwan skrifar stutta en gagnorða grein í Guardian um morðárásina á Charlie Hebdo. Hann segir að hið róttæka íslam sé núorðið aðdráttarafl fyrir brjálæðinga víðs vegar í heiminum. Það hafi aldrei falið hatur sitt, hatur á menntun, umburðarlyndi, fjölmenningu, skemmtunum og framar öllu hatur á tjáningarfrelsi. Frelsinu sem allt hitt byggir á. Lesa meira

Til upprifjunar

Til upprifjunar

Eyjan
10.01.2015

Hérna eru skopmyndirnar úr Jótlandspóstinum sem ollu svo miklu fjaðrafoki 2006 og ollu því að enn er setið um líf teiknara. Þessar myndir hefðu þurft að birtast sem víðast á sínum tíma, en flesta fjölmiðla skorti þor.

Mest lesið

Ekki missa af