fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Silfuregils

Smá upprifjun um einkavæðingu

Smá upprifjun um einkavæðingu

Eyjan
24.05.2016

Hér er grein sem birtist á þessum vef í upphafi árs 2009. Þarna er fjallað um mál sem reyndar hafði margoft verið rætt um allt frá því löngu fyrir hrun. Nú sýnist manni það vera aftur komið upp sökum þess að umboðsmaður Alþingis greinir frá því að hafi undir höndum nýjar upplýsingar um einkavæðingu Búnaðarbankans Lesa meira

Einkavæðing Klettsins

Einkavæðing Klettsins

Eyjan
24.05.2016

Gamma er félag sem var stofnað í kringum hrunið af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Þeir fóru úr spákaupmennsku með bankapappíra yfir í spákaupmennsku með húsnæði. Má segja að Gammahafi verið sett á laggirnar á hárréttum tíma, því eftir að höftin lokuðust í kringum Ísland fór að magnast upp gríðarleg húsnæðisbóla – mikið af krónum veltist um Lesa meira

Laugavegurinn er eins og Laugavegurinn

Laugavegurinn er eins og Laugavegurinn

Eyjan
23.05.2016

Enski hluti mbl.is sem nefnist Iceland Monitor (stórt nafn) gerir grein fyrir tískustraumum í miðbæ Reykjavíkur. Þarna eru leiðbeiningar um hvernig eigi að passa inn í bæjarlífið og líta ekki út eins og túristi. Segir að maður eigi ekki að vera í útivistarfatnaði. En í rauninni eru þetta úreltar leiðbeiningar. Laugavegurinn í Reykjavík er eins Lesa meira

Austurríki og nasisminn

Austurríki og nasisminn

Eyjan
23.05.2016

Austurríkismenn eru í þann mund að kjósa sér hægriöfgamann sem forseta. Við þetta rifjast upp fyrir mér viðtal sem ég tók við „nasistaveiðarann“ Simon Wiesenthal árið 1987 og birtist í Helgarpóstinum. Þetta var á skrifstofu Wiesenthals í Vín en þá var í hámæli mál Kurts Waldheim, þáverandi forseta Austurríkis, en hann hafði verið í herjum Lesa meira

Sigfús í Bankastræti

Sigfús í Bankastræti

Eyjan
22.05.2016

Þegar ég var að alast upp var Reykjavík meira þorp en hún er nú. Það var til dæmis ekki um auðugan garð að gresja í kaffihúsamenningunni. Ég hef líklega sest í fyrsta sinn inn á kaffihús og pantað mér kaffibolla síðla árs 1975, auðvitað á Mokka. Þá var það eiginlega eini staðurinn sem kom til Lesa meira

Núllið

Núllið

Eyjan
21.05.2016

Kæmi til greina að nota þessi merkilegu, já einstæðu, mannvirki í upprunalegum tilgangi? Semsé pissa og kúka. Ferðamenn hljóta stundum að lenda í spreng, þótt reyndar standi hér og þar í borginni nokkuð veglegir salernisturnar með „sjálfvirkum hreinsibúnaði“. Maður þekkir það sjálfur úr ferðalögum erlendis að þetta getur verið erfitt. Annars eru þetta merkilegar byggingar, Lesa meira

Bresku áhrifin

Bresku áhrifin

Eyjan
21.05.2016

Eiríkur Bergmann Einarsson telur, samkvæmt grein í Fréttablaðinu, að Bretar muni ekki ganga úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. júní. Ég er ekki svo viss. Þeir sem styðja Brexit hafa kannski harðari sannfæringu en hinir, mæta frekar og kjósa. Upplausn Evrópusambandsins er afskaplega lítið fagnaðarefni á þeim umbrotatímum sem við lifum. Ég er enginn sérstakur bjartsýnismaður Lesa meira

Er hægt að sýna þjóð sinni meiri fyrirlitningu en þá að ætla að henni sé ekki treystandi að fá óbrenglaðar fréttir?

Er hægt að sýna þjóð sinni meiri fyrirlitningu en þá að ætla að henni sé ekki treystandi að fá óbrenglaðar fréttir?

Eyjan
19.05.2016

Margrét Indriðadóttir var fréttastjóri útvarpsis þegar ég hóf störf í blaðamennsku, hún var þá eins konar goðsögn í faginu. Það fór sögum af gáfum hennar og réttsýni. Margrét er nú látin, en hún fæddist árið 1923. Hér er forvitnilegt viðtal við hana sem birtist í Tímanum 1968. Þá var Margrét nýorðin fréttastjóri, en hún gengdi Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af