fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Silfuregils

Póstkort við Tjörnina

Póstkort við Tjörnina

Eyjan
03.06.2016

Bærinn sem virtist svo grár og ljótur fyrir nokkru er orðinn bjartur og fagur. Fáar borgir taka eins miklum stakkaskiptum á vorin og Reykjavík. Ég er ekki mikill myndasmiður, en ég er nokkuð ánægður með þessa mynd sem ég tók við Tjörnina – the Reykjavik Lake eins og hún heitir hjá túristunum – í gærkvöldi, Lesa meira

Undir áhrifum á Rás 1

Undir áhrifum á Rás 1

Eyjan
02.06.2016

Ég hef tekið að mér að vera með útvarpsþátt á Rás 1 í sumar. Hann hefur fengið heitið Undir áhrifum. Í þættinum gera gestir mínir grein fyrir áhrifavöldum í lífi sínu, það geta verið áhrif frá öðru fólki, atburðum, stöðum, kennurum, bókum, hugmyndum svo nokkuð sé nefnt. Þetta er  semsagt dálítið skematískt. Í seinni hluta Lesa meira

Landhelgismálin – frá hinni hliðinni

Landhelgismálin – frá hinni hliðinni

Eyjan
02.06.2016

Það eru orðin þrjátíu ár síðan, það var veturinn 1986 að ég fór í siglingu með netabátnum Óskari Halldórssyni til Grimsby og Hull. Þetta var söluferð – þá var reyndar farið að draga verulega úr því að lítil skip eins og þessi sigldu með afla til enskra hafna – hugmyndin með greinarskrifunum fyrir tímaritið Mannlíf Lesa meira

Sjálfstæðismenn og forsetakosningarnar

Sjálfstæðismenn og forsetakosningarnar

Eyjan
01.06.2016

Eitt af undrum þessara forsetakosninga er að viðlíka margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins virðast ætla að kjósa Davíð og Guðna. Engu að síður þorir nálega enginn kunnur Sjalli að gangast við stuðningi við þann síðarnefnda af ótta við hefndaraðgerðir. Þetta hygg ég að gæti reynst flokknum verulega skaðlegt, einkum á kosningaári. Þetta skrifar Stefán Pálsson sagnfræðingur og Lesa meira

Hegnó og garðurinn á bak við

Hegnó og garðurinn á bak við

Eyjan
01.06.2016

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hættir starfsemi í dag. Feiki almennilegir fangaverðir sem voru þar í sparibúningum leyfðu mér og syni mínum að fara inn í húsið að skoða. Upp í dómssalinnn sem er verndaður í bak og fyrir. Þar var eitt sinn héraðsdómur, en mér er sagt að síðar hafi þar verið „talað milli hjóna“ í Lesa meira

Hænsn

Hænsn

Eyjan
31.05.2016

Íslendingar geta stundum verið mikil hænsn. (Ég veit að ég á ekki séns í að bjóða mig fram sem forseta hafandi sagt þetta.) Við erum aðilar að EES og Schengen, þetta þýðir í raun að við erum djúpt inni í Evrópusamstarfinu. Samt er talað um ESB hérna eins og það sé einhver hryllingur. Reiknað í Lesa meira

Fylgistölur breytast ekki þrátt fyrir árásir Davíðs

Fylgistölur breytast ekki þrátt fyrir árásir Davíðs

Eyjan
31.05.2016

Aldrei var nú líklegt að árásir Davíðs Oddssonar á Guðna Th. Jóhannesson, sem byggja meðal annars á sérstæðum lestri á því sem hann hefur skrifað í fræðigreinum, myndu hafa mikil áhrif. Þær kannski þétta raðirnar meðal innmúraðra en annars staðar hafa þær frekar vakið furðu en hitt. Ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir sýnir að fylgið hefur Lesa meira

Tvístígandi Framsókn

Tvístígandi Framsókn

Eyjan
30.05.2016

Framsóknarmönnum er vandi á höndum á miðstjórnarfundi flokksins sem fer fram á laugardag. Þeir þurfa að fara að ákveða hvernig þeir ætla að haga málum sínum fram að kosningum. Hver á að leiða flokkinn, Sigurður Ingi Jónsson forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður eða nýja vonarstjarnan Lilja Alfreðsdóttir? Hermt er að framsóknarmenn séu afar tvístígandi gagnvart Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af