fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Silfuregils

Blóðið ólgar ekki vegna forsetakosninganna

Blóðið ólgar ekki vegna forsetakosninganna

Eyjan
09.06.2016

Það verður að segjast eins og er að átökin kringum forsetakosningarnar eru ekkert sérlega hatrömm. Stuðningsmenn eins frambjóðanda koma reyndar með ýmsar sendingar, en þær eru ekki að fá mikinn hljómgrunn. Flestir gera sér grein fyrir því að úrslitin eru nokkurn veginn ráðin, munurinn á efsta frambjóðandanum og hinum er svo mikill að hann verður Lesa meira

Úr kirkjuturni á Siglufirði

Úr kirkjuturni á Siglufirði

Eyjan
08.06.2016

Ég fékk að klöngrast upp í kirkjuturninn á Siglufirði í gær – í mikilli sumarblíðu. Það er ekki alveg auðvelt fyrir mann af minni stærð, það er upp þrönga stiga og op að fara. En þetta er þess virði, útsýnið úr turninum er dásamlegt. Kirkjan á Siglufirði var á sínum tíma stærsta guðshús á Íslandi Lesa meira

Aldrei sóma stundar

Aldrei sóma stundar

Eyjan
07.06.2016

Ég ók í dag frá Akureyri til Siglufjarðar. Af því ég er utan við mig tókst mér að gleyma ferðatöskunni minni á Akureyri – en það er önnur saga. Það birti mjög til þegar komið var utar í Eyjafjörðinn og loks blasti við Látraströndin böðuð sól. Látraströndin er nokkuð afskekkt, þar eru engir akvegir, og Lesa meira

Var ekki einu sinni hér í sveit prestur, að nafni síra Ketill?

Var ekki einu sinni hér í sveit prestur, að nafni síra Ketill?

Eyjan
07.06.2016

Bjartur er að gefa út Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson í kilju. Ég var með dálitla dellu fyrir þessari bók þegar ég var strákur. Hún var reyndar það eina sem ég las eftir Gunnar þangað til kom að Aðventu mörgu árum síðar. Ég reyndi við Fjallkirkjuna en komst ekki í gegnum hana – það hjálpaði Lesa meira

Þingmenn hætta

Þingmenn hætta

Eyjan
06.06.2016

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Brynhildur Pétursdóttir, Katrín Júlíusdóttir. Eru það bara bestu þingmennirnir sem ætla að hætta?

Þegar lyfin hætta að virka

Þegar lyfin hætta að virka

Eyjan
05.06.2016

Darwinismi í sinni tærustu mynd. Bakteríur þróast og koma sér upp mótstöðu gegn sýklalyfjum sem hætta að virka. En þarna má líka greina heimsku og skammsýni mannkynsins, sem fékk í hendur þessi frábæru vopn gegn sjúkdómum fyrir sjötíu árum, en hefur sóað þeim með því að nota þau í óhófi, gegn smávægilegum kvillum og líka Lesa meira

Útvarpshús og tónleikahöll – í kringum 1950

Útvarpshús og tónleikahöll – í kringum 1950

Eyjan
04.06.2016

Hér eru myndir af líkani útvarpshúss sem hugmynd var að reisa vestur á Melum, þar sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú. Þetta getur að líta á sýningu sem brátt opnar í útvarpshúsinu í Efstaleiti í tilefni af fimmtíu ára afmæli sjónvarpsins. Þessi bygging, sem aldrei varð að veruleika, á sér merkilega sögu. Jónas Þorbergsson, fyrsti útvarpsstjórinn, beitti Lesa meira

Hvernig á embættið að vera?

Hvernig á embættið að vera?

Eyjan
04.06.2016

Forsetaembættið á Íslandi er svo skrítið að umræður frambjóðenda fyrir kosningar snúast um hvernig það eigi að vera. Þetta er náttúrlega frekar óvenjulegt þegar æðsta virðingarstaða þjóðar á í hlut – embætti sem nú hefur verið til í 72 ár. Ef menn vita ekki betur til hvers embættið er, gæti meira að segja læðst að Lesa meira

Samfylkingin tekur vinstri beygju

Samfylkingin tekur vinstri beygju

Eyjan
04.06.2016

Það kemur ekki á óvart að Oddný Harðardóttir skuli hafa verið kosin formaður Samfylkingarinnar með talsverðum yfirburðum. Þetta gerist reyndar á sama degi og stór hluti þjóðarinnar er að njóta einstakrar veðurblíðu – en aðrir eru að horfa á fremur skringilegar forsetaumræður í sjónvarpinu. Samfylkingin er ekki beint að fanga athygli landsmanna á þessum tímamótum. Það Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af